Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir að bátur sökk Að minnsta kosti fjórir eru látnir og þriggja er saknað eftir að tyrkneskur ferðamannabátur, sem var ofhlaðinn fólki, sökk í morgun. Alls voru 150 manns á bátnum og sinntu þeir í land en báturinn var í aðeins 20 metra fjarlægð frá landi. 16.7.2005 00:01 NASA engu nær um bilunina Verkfræðingar NASA eru engu nær um hvers vegna bilun kom upp í tækjabúnaði geimferjunnar Discovery rétt áður en henni átti að verða skotið á loft á miðvikudag. Enn eru að minnsta kosti fjórir dagar í að skutlunni verði komið út í geim en forsvarsmenn NASA segja þó enga dagsetningu örugga. 16.7.2005 00:01 Össur vill opið prófkjör Össur Skarphéðinsson vill að prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík verði opið. Þannig segir hann að leið myndi opnast fyrir Dag B. Eggertsson til að vera á listanum. 16.7.2005 00:01 Ekki talinn tengjast Al-Qaida Egypski efnafræðingurinn sem handtekinn var í Kaíró í Egyptalandi í gær er ekki talinn tengjast Al-Qaida hryðjuverkasamtökunum að sögn egypskra dagblaða. Tala látinna eftir sprengingarnar í London er nú komin í fimmtíu og fimm. 16.7.2005 00:01 Kyndill fljótandi í Hvalfirði Logandi kyndill flýtur yfir Hvalfjörðinn þessa stundina en fimm sjósundmenn skiptast á að synda með hann yfir fjörðinn. Það er Sundfélag Hafnafjarðar og Garparnir sem skelltu sér í sjóinn á sundfötunum einum saman og er ferðin farin til að minna fólk á að hugsa um vináttu og samkennd. 16.7.2005 00:01 Fundu einstakan bronspening Einstakur bronspeningur frá fimmtándu öld fannst við fornleifauppgröft við Skriðuklaustur í fyrradag. Klausturbyggingin sem verið er að grafa upp varpar nýju ljósi á starfsemi klaustursins og hefur það verið mun stærra en áður var talið. 16.7.2005 00:01 15 hafa látist í flóðum í Rúmeníu Að minnsta kosti 15 manns hafa látist í flóðunum í Rúmeníu sem gengið hafa yfir að undanförnu. Þá hafa 12 þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín vegna flóðanna. 16.7.2005 00:01 Þýskir hermenn ekki til Íraks Þýskir hermenn verða ekki sendir til Íraks þótt kristilegir demókratar komist til valda eftir kosningarnar í haust. Leiðtogi flokksins og kanslaraefni, Angela Merkel, fullyrðir þetta í viðtali við þýska blaðið <em>Berliner Zeitung</em> í dag. 16.7.2005 00:01 Í skoðun í Sjávarútvegsráðuneytinu "Við höfum verið með þetta í skoðun innan ráðuneytisins en þetta snýst um túlkunaratriði þessa samnings," segir Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, vegna gagnrýni Eftirlitsstofnunar EFTA á Íslendinga og Norðmenn vegna sölu landanna á frosnum fiski frá fyrirtækjum í Rússlandi 16.7.2005 00:01 Ítalskur biskup myrtur í Kenía Ítalskur biskup var myrtur í Kenía í fyrrakvöld þegar hann var á leið heim úr guðsþjónustu. Benedikt páfi XVI sagðist í dag harma atburðinn. 16.7.2005 00:01 Fækkun í ýmsum brotaflokkum Líkamsárásum og fíknefnabrotum í umdæmi sýslumannsins á Ísafirði fækkaði á síðasta ári miðað við árið á undan. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu embættisins. Þá fækkaði innbrotum og þjófnuðum sömuleiðis. 16.7.2005 00:01 Breti og Íri á meðal látinna Breti og Íri voru á meðal þeirra sem létust í sjálfsmorðsárásinni sem gerð var í rútu í Tyrklandi í morgun. Fjórir til viðbótar létust í sprengingunni og þrettán særðust, þar á meðal fimm Bretar. 16.7.2005 00:01 Mikil eftirspurn eftir vændi Íslensk vændiskona, sem auglýsir þjónustu sína á vefsíðunni einkamal.is, segir eftirspurn eftir þjónustunni mikla. Giftir karlar eru hennar helstu viðskiptavinir og segist hún taka 30 þúsund krónur fyrir skiptið. 16.7.2005 00:01 Nálægt því að vera lögbrot "Ég veit ekki hvort forráðamenn Nóatúns hafa skoðað lögin náið en öll veiting áfengis án leyfis er bönnuð og þessi svokallaða gjöf þeirra fellur að mínu mati undir það," segir Guðni R. Björnsson, verkefnastjóri hjá Fræðslumiðstöð í fíkniefnum. 16.7.2005 00:01 Mega beita öllum brögðum Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, segir Ísraelsher mega beita öllum brögðum til að koma herskáum Palestínumönnum frá. Það sé nauðsynlegt ef friður eigi að nást. 16.7.2005 00:01 Össur vill R-lista, sama hvað "Ég tel að undir öllum kringumstæðum eigi Samfylkingin að bjóða fram sem Reykjavíkurlisti, þó að annar eða báðir samstarfsflokkana vilji ekki vera með í slíkum lista," segir Össur Skarphéðinsson. 16.7.2005 00:01 Vopnahléið í uppnámi Ísraelskir hermenn réðust inn í bæi á vesturbakka Jórdanar í gærmorgun og handtóku tugi meintra palestínskra uppreisnarmanna. 16.7.2005 00:01 Efnafræðingurinn ekki í al-Kaída Innanríkisráðherra Egyptalands, Habib al-Adli, segir "efnafræðinginn" svokallaða ekki vera í neinum tengslum við hryðjuverkasamtökin al-Kaída. Hann sætir nú yfirheyrslum í Egyptalandi sem breskir lögreglumenn fylgjast grannt með. 16.7.2005 00:01 Svindlaði út nautakjöti Verslunarstjóri í matvöruverslun í Búdapest sætir nú lögreglurannsókn grunaður um svindl. 16.7.2005 00:01 Með þýfi í farteskinu Einn karl og tvær konur á þrítugsaldri voru á föstudagsmorgun handtekin við Litlu kaffistofuna í Svínahrauni, grunuð um að hafa brotist inn í raftækjaverslun á Selfossi. 16.7.2005 00:01 Hringróður gengur vel Kjartan Hauksson sem er að fara hringinn í kringum landið á árabát fór frá Neskaupsstað aðfaranótt föstudags og kom til Stöðvarfjarðar síðdegis á laugardag. 16.7.2005 00:01 Flugvélin í Fljótavík hífð í þyrlu Cessna einkaflugvélin sem hlekktist á í flugtaki í Fljótavík á Hornströndum á föstudaginn var hífð með þyrlu Landhelgisgæslunnar um borð í varðskipið Óðinn á laugardag. 16.7.2005 00:01 Harry seldist vel á miðnæturopnun Um sex hundruð manns keyptu nýju Harry Potter bókina í Mál og menningu á Laugarvegi aðfaranótt laugardags, segir Óttar Proppe vörustjóri erlendra bóka hjá Pennanum. "Fyrsta prentun bókarinnar fer að verða búin," segir Óttar. 16.7.2005 00:01 Kári í ÍE leysir af á Landspítala Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ætlar að eyða viku af sumarfríi sínu við lækningar á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. 16.7.2005 00:01 20 látnir; 45 særðir Að minnsta kosti tuttugu manns féllu og fjörutíu og fimm eru særðir eftir að sjálfsmorðsárás var gerð í mosku í úthverfi Bagdad, höfuðborgar Íraks, í dag. Engin samtök hafa lýst verknaðinum á hendur sér. 16.7.2005 00:01 Tyrknesk rúta sprengd upp Fimm manns dóu í sprengjutilræði í Tyrklandi í gær en þá var rútu með ferðamönnum grandað. Talið er að Kúrdar beri ábyrgð á tilræðinu. 16.7.2005 00:01 Á sjötta tug beið bana Sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi upp sprengjur sem hann bar utan á sér við bensínstöð nærri sjíamosku í borginni Musayyib suður af Bagdad í gær. Að minnsta kosti 54 létust í árásinni og á níunda tug særðist til viðbótar. 16.7.2005 00:01 Fjölmenni hjá Arroyo Stuðningsmenn Gloriu Arroyo Filippseyjaforseta héldu fjöldafund henni til stuðnings í Maníla, höfuðborg landsins, í gær. 16.7.2005 00:01 Al-Kaída menn handsamaðir Ali Yunesi, ráðherra öryggis- og upplýsingamála í Íran, lýsti því yfir í gær að 3.000 meintir liðsmenn al-Kaída hefðu verið handteknir, færðir fyrir dómara eða reknir úr landi undanfarin misseri. 16.7.2005 00:01 Vatnsleki í Amarohúsinu Nokkurt vatnstjón varð á skrifstofu- og verslunarrými í eldri hluta Amarohússins á Akureyri um miðja vikuna þegar ofn á þriðju hæð gaf sig. 16.7.2005 00:01 Hitaveita Ólafsfjarðar seld Þrjú veitufyrirtæki hafa sýnt áhuga á að kaupa Hitaveitu Ólafsfjarðar. Bæjaryfirvöld hafa ekki ákveðið hvort veitan verði seld en Stefanía Traustadóttir bæjarstjóri segir ákvörðun þess efnis væntanlega liggja fyrir í næstu viku. 16.7.2005 00:01 Rove ræddi um Plame við blaðamenn Hart er sótt að Karl Rove, helsta ráðgjafa George W. Bush Bandaríkjaforseta, þar sem grunur leikur á að hann hafi í pólitísku skyni afhjúpað útsendara leyniþjónustunnar CIA í samtali við blaðamenn. 16.7.2005 00:01 Vilja opið prófkjör Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi R-listans, segir hugmyndir Össurar Skarphéðinssonar um opið prófkjör Samfylkingarinnar sem fram koma á heimasíðu hans í dag ekki vera nýjar af nálinni. Slíkt hafi verið gert tvisvar áður á síðustu árum og hefur hann verið talsmaður þess að sem flestir komi að prófkjöri. 16.7.2005 00:01 Gekk illa að hífa vélina í Óðin Engin slys urðu á fólki í fjögurra sæta Cessna vél sem hlekktist á í flugtaki í Fljótavík á Hornströndum seinni partinn í gær. Illa gekk hjá Landhelgisgæslunni í gærkvöldi, þegar reynt var að hífa vélina yfir í varðskipið Óðinn, þar sem spaðar þyrlunnar komu flugvélinni á mikla hreyfingu. 16.7.2005 00:01 Flugskeytum skotið á Gaza Ísraelar skutu flugskeytum á svæði Palestínumanna á norðurhluta Gaza-svæðisins í gærkvöld. Árásin er gerð eftir að ísraelsk kona lét lífið í eldflaugaárás herskárra Palestínumanna sem skutu eldflaug inn í Ísrael frá Gaza-svæðinu. 15.7.2005 00:01 Tilkynnt um skothríð við Grindavík Lögreglunni í Keflavík var í gærkvöldi gert viðvart um skothríð í grennd við Grindavík og voru lögreglumenn þegar sendir á vettvang. Þar var hópur ungra manna að skjótast á með sjö litboltabyssum og var lagt hald á þær allar. 15.7.2005 00:01 Sprenging í Madríd Sprengja sprakk í Madríd, höfuðborg Spánar, í morgun. Ekki virðist sem nokkur hafi særst í sprengingunni, sem var ekki mikil, en rúður brotnuðu þó í nærliggjandi húsum. Málið er í rannsókn. 15.7.2005 00:01 Heildaraflinn minni í ár Heildarafli íslenskra fiskiskipa var tæplega 26 þúsund tonnum minni í júnímánuði síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra. Munurinn skýrist að mestu af mun minni loðnuafla núna og kolmunnaaflinn er líka talsvert minni. 15.7.2005 00:01 Geimskot í fyrsta lagi á sunnudag Bandaríska geimferðastofnunin NASA segir að geimferjunni Discovery muni í fyrsta lagi verða skotið á loft á sunnudag en ekki á morgun eins og haldið hefur verið fram. NASA hefur svigrúm til mánaðamóta til að senda ferjuna í fyrirhugaða tólf daga för að Alþjóðlegu geimstöðinni. 15.7.2005 00:01 Töluvert magn fannst við húsleit Töluvert magn af amfetamíni og e-töflum fanst við húsleit fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík í miðbænum síðastliðinn mánudag. Í framhaldinu var erlend kona handtekin og úrskurðuð í gæsluvarðhald til 19. júlí. Á miðvikudag var síðan annar útlendingur handtekinn í tengslum við málið. 15.7.2005 00:01 Bæta ímynd múslíma Samtök múslíma í Bandaríkjunum hafa hafið einskonar markaðsherferð undir nafninu „Ekki í nafni íslam“. Markmiðið er að bæta ímynd múslíma í landinu en þeir hafa þar í landi, líkt og á Bretlandi, verið áreittir eftir sprengjuárásirnar í London. 15.7.2005 00:01 Mafían grunuð um stuldinn Íslenskur saltfiskur og skreið blandast nú inn í rannsókn ítölsku lögreglunnar á umfangsmiklum fiskþjófnaði ítölsku Camorra-mafíunnar sem lætur sér ekki lengur nægja að hagnast af vændi, eiturlyfjum og okurlánum. 15.7.2005 00:01 50 handteknir vegna barnakláms Tæplega fimmtíu manns sem grunaðir eru um að hafa dreift barnaklámi á Netinu voru handteknir í Portúgal í gær. Þetta er stærsta aðgerð sem lögreglan þar í landi hefur ráðist í af þessu tagi. 15.7.2005 00:01 Þúsundir minntust fórnarlambanna Þúsundir manna komu saman við Trafalgar-torg í London í gærkvöld til að minnast þeirra sem létu lífið í sprengingunum í London í síðustu viku en tala látinna er nú komin í fimmtíu og fjóra. Lögreglan segir að enn megi búast við að tala látinna muni hækka. 15.7.2005 00:01 Þrír bílar höfnuðu utan vegar Þrír bílar höfnuðu utan vegar á Vestfjörðum í gær en enginn sem í þeim var slasaðist þó alvarlega. Einn fór út af í Bitrufirði, annar á Dynjandisheiði og sá þriðji valt út af veginum í Dýrafirði og hafnaði ofan í fjöru. 15.7.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Fjórir látnir eftir að bátur sökk Að minnsta kosti fjórir eru látnir og þriggja er saknað eftir að tyrkneskur ferðamannabátur, sem var ofhlaðinn fólki, sökk í morgun. Alls voru 150 manns á bátnum og sinntu þeir í land en báturinn var í aðeins 20 metra fjarlægð frá landi. 16.7.2005 00:01
NASA engu nær um bilunina Verkfræðingar NASA eru engu nær um hvers vegna bilun kom upp í tækjabúnaði geimferjunnar Discovery rétt áður en henni átti að verða skotið á loft á miðvikudag. Enn eru að minnsta kosti fjórir dagar í að skutlunni verði komið út í geim en forsvarsmenn NASA segja þó enga dagsetningu örugga. 16.7.2005 00:01
Össur vill opið prófkjör Össur Skarphéðinsson vill að prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík verði opið. Þannig segir hann að leið myndi opnast fyrir Dag B. Eggertsson til að vera á listanum. 16.7.2005 00:01
Ekki talinn tengjast Al-Qaida Egypski efnafræðingurinn sem handtekinn var í Kaíró í Egyptalandi í gær er ekki talinn tengjast Al-Qaida hryðjuverkasamtökunum að sögn egypskra dagblaða. Tala látinna eftir sprengingarnar í London er nú komin í fimmtíu og fimm. 16.7.2005 00:01
Kyndill fljótandi í Hvalfirði Logandi kyndill flýtur yfir Hvalfjörðinn þessa stundina en fimm sjósundmenn skiptast á að synda með hann yfir fjörðinn. Það er Sundfélag Hafnafjarðar og Garparnir sem skelltu sér í sjóinn á sundfötunum einum saman og er ferðin farin til að minna fólk á að hugsa um vináttu og samkennd. 16.7.2005 00:01
Fundu einstakan bronspening Einstakur bronspeningur frá fimmtándu öld fannst við fornleifauppgröft við Skriðuklaustur í fyrradag. Klausturbyggingin sem verið er að grafa upp varpar nýju ljósi á starfsemi klaustursins og hefur það verið mun stærra en áður var talið. 16.7.2005 00:01
15 hafa látist í flóðum í Rúmeníu Að minnsta kosti 15 manns hafa látist í flóðunum í Rúmeníu sem gengið hafa yfir að undanförnu. Þá hafa 12 þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín vegna flóðanna. 16.7.2005 00:01
Þýskir hermenn ekki til Íraks Þýskir hermenn verða ekki sendir til Íraks þótt kristilegir demókratar komist til valda eftir kosningarnar í haust. Leiðtogi flokksins og kanslaraefni, Angela Merkel, fullyrðir þetta í viðtali við þýska blaðið <em>Berliner Zeitung</em> í dag. 16.7.2005 00:01
Í skoðun í Sjávarútvegsráðuneytinu "Við höfum verið með þetta í skoðun innan ráðuneytisins en þetta snýst um túlkunaratriði þessa samnings," segir Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, vegna gagnrýni Eftirlitsstofnunar EFTA á Íslendinga og Norðmenn vegna sölu landanna á frosnum fiski frá fyrirtækjum í Rússlandi 16.7.2005 00:01
Ítalskur biskup myrtur í Kenía Ítalskur biskup var myrtur í Kenía í fyrrakvöld þegar hann var á leið heim úr guðsþjónustu. Benedikt páfi XVI sagðist í dag harma atburðinn. 16.7.2005 00:01
Fækkun í ýmsum brotaflokkum Líkamsárásum og fíknefnabrotum í umdæmi sýslumannsins á Ísafirði fækkaði á síðasta ári miðað við árið á undan. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu embættisins. Þá fækkaði innbrotum og þjófnuðum sömuleiðis. 16.7.2005 00:01
Breti og Íri á meðal látinna Breti og Íri voru á meðal þeirra sem létust í sjálfsmorðsárásinni sem gerð var í rútu í Tyrklandi í morgun. Fjórir til viðbótar létust í sprengingunni og þrettán særðust, þar á meðal fimm Bretar. 16.7.2005 00:01
Mikil eftirspurn eftir vændi Íslensk vændiskona, sem auglýsir þjónustu sína á vefsíðunni einkamal.is, segir eftirspurn eftir þjónustunni mikla. Giftir karlar eru hennar helstu viðskiptavinir og segist hún taka 30 þúsund krónur fyrir skiptið. 16.7.2005 00:01
Nálægt því að vera lögbrot "Ég veit ekki hvort forráðamenn Nóatúns hafa skoðað lögin náið en öll veiting áfengis án leyfis er bönnuð og þessi svokallaða gjöf þeirra fellur að mínu mati undir það," segir Guðni R. Björnsson, verkefnastjóri hjá Fræðslumiðstöð í fíkniefnum. 16.7.2005 00:01
Mega beita öllum brögðum Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, segir Ísraelsher mega beita öllum brögðum til að koma herskáum Palestínumönnum frá. Það sé nauðsynlegt ef friður eigi að nást. 16.7.2005 00:01
Össur vill R-lista, sama hvað "Ég tel að undir öllum kringumstæðum eigi Samfylkingin að bjóða fram sem Reykjavíkurlisti, þó að annar eða báðir samstarfsflokkana vilji ekki vera með í slíkum lista," segir Össur Skarphéðinsson. 16.7.2005 00:01
Vopnahléið í uppnámi Ísraelskir hermenn réðust inn í bæi á vesturbakka Jórdanar í gærmorgun og handtóku tugi meintra palestínskra uppreisnarmanna. 16.7.2005 00:01
Efnafræðingurinn ekki í al-Kaída Innanríkisráðherra Egyptalands, Habib al-Adli, segir "efnafræðinginn" svokallaða ekki vera í neinum tengslum við hryðjuverkasamtökin al-Kaída. Hann sætir nú yfirheyrslum í Egyptalandi sem breskir lögreglumenn fylgjast grannt með. 16.7.2005 00:01
Svindlaði út nautakjöti Verslunarstjóri í matvöruverslun í Búdapest sætir nú lögreglurannsókn grunaður um svindl. 16.7.2005 00:01
Með þýfi í farteskinu Einn karl og tvær konur á þrítugsaldri voru á föstudagsmorgun handtekin við Litlu kaffistofuna í Svínahrauni, grunuð um að hafa brotist inn í raftækjaverslun á Selfossi. 16.7.2005 00:01
Hringróður gengur vel Kjartan Hauksson sem er að fara hringinn í kringum landið á árabát fór frá Neskaupsstað aðfaranótt föstudags og kom til Stöðvarfjarðar síðdegis á laugardag. 16.7.2005 00:01
Flugvélin í Fljótavík hífð í þyrlu Cessna einkaflugvélin sem hlekktist á í flugtaki í Fljótavík á Hornströndum á föstudaginn var hífð með þyrlu Landhelgisgæslunnar um borð í varðskipið Óðinn á laugardag. 16.7.2005 00:01
Harry seldist vel á miðnæturopnun Um sex hundruð manns keyptu nýju Harry Potter bókina í Mál og menningu á Laugarvegi aðfaranótt laugardags, segir Óttar Proppe vörustjóri erlendra bóka hjá Pennanum. "Fyrsta prentun bókarinnar fer að verða búin," segir Óttar. 16.7.2005 00:01
Kári í ÍE leysir af á Landspítala Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ætlar að eyða viku af sumarfríi sínu við lækningar á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. 16.7.2005 00:01
20 látnir; 45 særðir Að minnsta kosti tuttugu manns féllu og fjörutíu og fimm eru særðir eftir að sjálfsmorðsárás var gerð í mosku í úthverfi Bagdad, höfuðborgar Íraks, í dag. Engin samtök hafa lýst verknaðinum á hendur sér. 16.7.2005 00:01
Tyrknesk rúta sprengd upp Fimm manns dóu í sprengjutilræði í Tyrklandi í gær en þá var rútu með ferðamönnum grandað. Talið er að Kúrdar beri ábyrgð á tilræðinu. 16.7.2005 00:01
Á sjötta tug beið bana Sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi upp sprengjur sem hann bar utan á sér við bensínstöð nærri sjíamosku í borginni Musayyib suður af Bagdad í gær. Að minnsta kosti 54 létust í árásinni og á níunda tug særðist til viðbótar. 16.7.2005 00:01
Fjölmenni hjá Arroyo Stuðningsmenn Gloriu Arroyo Filippseyjaforseta héldu fjöldafund henni til stuðnings í Maníla, höfuðborg landsins, í gær. 16.7.2005 00:01
Al-Kaída menn handsamaðir Ali Yunesi, ráðherra öryggis- og upplýsingamála í Íran, lýsti því yfir í gær að 3.000 meintir liðsmenn al-Kaída hefðu verið handteknir, færðir fyrir dómara eða reknir úr landi undanfarin misseri. 16.7.2005 00:01
Vatnsleki í Amarohúsinu Nokkurt vatnstjón varð á skrifstofu- og verslunarrými í eldri hluta Amarohússins á Akureyri um miðja vikuna þegar ofn á þriðju hæð gaf sig. 16.7.2005 00:01
Hitaveita Ólafsfjarðar seld Þrjú veitufyrirtæki hafa sýnt áhuga á að kaupa Hitaveitu Ólafsfjarðar. Bæjaryfirvöld hafa ekki ákveðið hvort veitan verði seld en Stefanía Traustadóttir bæjarstjóri segir ákvörðun þess efnis væntanlega liggja fyrir í næstu viku. 16.7.2005 00:01
Rove ræddi um Plame við blaðamenn Hart er sótt að Karl Rove, helsta ráðgjafa George W. Bush Bandaríkjaforseta, þar sem grunur leikur á að hann hafi í pólitísku skyni afhjúpað útsendara leyniþjónustunnar CIA í samtali við blaðamenn. 16.7.2005 00:01
Vilja opið prófkjör Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi R-listans, segir hugmyndir Össurar Skarphéðinssonar um opið prófkjör Samfylkingarinnar sem fram koma á heimasíðu hans í dag ekki vera nýjar af nálinni. Slíkt hafi verið gert tvisvar áður á síðustu árum og hefur hann verið talsmaður þess að sem flestir komi að prófkjöri. 16.7.2005 00:01
Gekk illa að hífa vélina í Óðin Engin slys urðu á fólki í fjögurra sæta Cessna vél sem hlekktist á í flugtaki í Fljótavík á Hornströndum seinni partinn í gær. Illa gekk hjá Landhelgisgæslunni í gærkvöldi, þegar reynt var að hífa vélina yfir í varðskipið Óðinn, þar sem spaðar þyrlunnar komu flugvélinni á mikla hreyfingu. 16.7.2005 00:01
Flugskeytum skotið á Gaza Ísraelar skutu flugskeytum á svæði Palestínumanna á norðurhluta Gaza-svæðisins í gærkvöld. Árásin er gerð eftir að ísraelsk kona lét lífið í eldflaugaárás herskárra Palestínumanna sem skutu eldflaug inn í Ísrael frá Gaza-svæðinu. 15.7.2005 00:01
Tilkynnt um skothríð við Grindavík Lögreglunni í Keflavík var í gærkvöldi gert viðvart um skothríð í grennd við Grindavík og voru lögreglumenn þegar sendir á vettvang. Þar var hópur ungra manna að skjótast á með sjö litboltabyssum og var lagt hald á þær allar. 15.7.2005 00:01
Sprenging í Madríd Sprengja sprakk í Madríd, höfuðborg Spánar, í morgun. Ekki virðist sem nokkur hafi særst í sprengingunni, sem var ekki mikil, en rúður brotnuðu þó í nærliggjandi húsum. Málið er í rannsókn. 15.7.2005 00:01
Heildaraflinn minni í ár Heildarafli íslenskra fiskiskipa var tæplega 26 þúsund tonnum minni í júnímánuði síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra. Munurinn skýrist að mestu af mun minni loðnuafla núna og kolmunnaaflinn er líka talsvert minni. 15.7.2005 00:01
Geimskot í fyrsta lagi á sunnudag Bandaríska geimferðastofnunin NASA segir að geimferjunni Discovery muni í fyrsta lagi verða skotið á loft á sunnudag en ekki á morgun eins og haldið hefur verið fram. NASA hefur svigrúm til mánaðamóta til að senda ferjuna í fyrirhugaða tólf daga för að Alþjóðlegu geimstöðinni. 15.7.2005 00:01
Töluvert magn fannst við húsleit Töluvert magn af amfetamíni og e-töflum fanst við húsleit fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík í miðbænum síðastliðinn mánudag. Í framhaldinu var erlend kona handtekin og úrskurðuð í gæsluvarðhald til 19. júlí. Á miðvikudag var síðan annar útlendingur handtekinn í tengslum við málið. 15.7.2005 00:01
Bæta ímynd múslíma Samtök múslíma í Bandaríkjunum hafa hafið einskonar markaðsherferð undir nafninu „Ekki í nafni íslam“. Markmiðið er að bæta ímynd múslíma í landinu en þeir hafa þar í landi, líkt og á Bretlandi, verið áreittir eftir sprengjuárásirnar í London. 15.7.2005 00:01
Mafían grunuð um stuldinn Íslenskur saltfiskur og skreið blandast nú inn í rannsókn ítölsku lögreglunnar á umfangsmiklum fiskþjófnaði ítölsku Camorra-mafíunnar sem lætur sér ekki lengur nægja að hagnast af vændi, eiturlyfjum og okurlánum. 15.7.2005 00:01
50 handteknir vegna barnakláms Tæplega fimmtíu manns sem grunaðir eru um að hafa dreift barnaklámi á Netinu voru handteknir í Portúgal í gær. Þetta er stærsta aðgerð sem lögreglan þar í landi hefur ráðist í af þessu tagi. 15.7.2005 00:01
Þúsundir minntust fórnarlambanna Þúsundir manna komu saman við Trafalgar-torg í London í gærkvöld til að minnast þeirra sem létu lífið í sprengingunum í London í síðustu viku en tala látinna er nú komin í fimmtíu og fjóra. Lögreglan segir að enn megi búast við að tala látinna muni hækka. 15.7.2005 00:01
Þrír bílar höfnuðu utan vegar Þrír bílar höfnuðu utan vegar á Vestfjörðum í gær en enginn sem í þeim var slasaðist þó alvarlega. Einn fór út af í Bitrufirði, annar á Dynjandisheiði og sá þriðji valt út af veginum í Dýrafirði og hafnaði ofan í fjöru. 15.7.2005 00:01