Innlent

Flugvélin í Fljótavík hífð í þyrlu

Cessna einkaflugvélin sem hlekktist á í flugtaki í Fljótavík á Hornströndum á föstudaginn var hífð með þyrlu Landhelgisgæslunnar um borð í varðskipið Óðinn á laugardag. Vélin var það skemmd að ekki var hægt að fljúga henni af slysstað. Þyrla gæslunnar var á staðnum því hún hafði komið til Hornstranda með rannsóknarnefnd flugslysa sem mun rannsaka óhappið. Enginn slasaðist í óhappinu en fjórir voru um borð þegar það varð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×