Innlent

Kyndill fljótandi í Hvalfirði

Logandi kyndill flýtur yfir Hvalfjörðinn þessa stundina en fimm sjósundmenn skiptast á að synda með hann yfir fjörðinn. Það er Sundfélag Hafnafjarðar og Garparnir sem skelltu sér í sjóinn á sundfötunum einum saman og er ferðin farin til að minna fólk á að hugsa um vináttu og samkennd. Guðrún Heimisdóttir fréttakona er stödd í Hvalfirðinum og fylgist með görpunum Henni segist hrylla við tilhugsunina eina að stinga stóru tá ofan kaldan í sjóinn en svo virðist sem heljarmennin fari létt með þetta. Sundið er hluti af „Vináttuhlaupinu“ svokallaða sem fer fram í yfir sjötíu löndum á níu mánaða tímabili. Þegar sundkapparnir koma upp úr sjónum taka átta hlauparar við kyndlinum og hlaupa með hann til Reykjavíkur þar sem athöfn mun fara fram í Hljómskálagarðinum í tengslum við hlaupið. Myndir og viðtöl við garpana verða sýnd í fréttum Stövar 2 í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×