Innlent

Harry seldist vel á miðnæturopnun

Um sex hundruð manns keyptu nýju Harry Potter bókina í Mál og menningu á Laugarvegi aðfaranótt laugardags, segir Óttar Proppe vörustjóri erlendra bóka hjá Pennanum. "Fyrsta prentun bókarinnar fer að verða búin," segir Óttar. Arndís Sigurgeirsdóttir eigandi verslunarinnar Iðu segir að hátt í tvö hundruð bækur hafi selst í bókabúðinni. "Þetta gekk alveg fáránleg vel miðað við að við höfðum ekkert kynnt þetta, en ég ákvað að vera með opið vegna pressu frá ungum fastakúnnum. Það var ekki svona æst stemmning eins og hjá Máli og menningu heldur var meira verið að ræða hlutina," segir Ardís. Flestir á opnuninni voru á aldrinum 18 til 25 ára en einnig voru mörg börn í fylgd með foreldrum sínum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×