Össur vill R-lista, sama hvað 16. júlí 2005 00:01 "Ég er bjartsýnn á að það náist samstaða um Reykjavíkurlista eins og staðan er núna. Ef það fer svo að aðrir flokkar en Samfylkingin ákveða að taka ekki þátt í því þá tel ég að Samfylkingin ætti samt sem áður að bjóða fram með óháðum og þeim sem vilja undir merkjum Reykjavíkurlistans. Ég tel að undir öllum kringumstæðum eigi Samfylkingin að bjóða fram sem Reykjavíkurlisti, þó að annar eða báðir samstarfsflokkana vilji ekki vera með í slíkum lista," segir Össur Skarphéðinsson. Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Vinstri grænir hafa undanfarnar vikur setið við samningaborðið og rætt framtíðarsamstarf um Reykjavíkurlista og er enn alls óvíst hvort flokkarnir nái saman um áframhaldandi samstarf. Svo virðist sem helsta bitbein flokkanna sé fjöldi fulltrúa, Samfylkingin vill minnst fjóra fulltrúa en báðir hinir flokkarnir segja jafna aðkomu flokkanna vera grundvallarskilyrði samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Aðspurður hvaða aðferðir honum hugnist um val á fulltrúum Samfylkingar ef svo færi að allir flokkarnir færu aftur saman fram segir Össur: "Ég teldi það rétt af Samfylkingunni að hafa opið prófkjör um þá fulltrúa sem hún fengi með Reykjavíkurlistanum. Ég tel að það eigi að vera mögulegt fyrir óháða frambjóðendur að bjóða sig fram í slíku prófkjöri." Jóhanna Eyjólfsdóttir formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík segir það ljóst að Samfylkingin muni alltaf fara einhvers konar prófkjörsleið og þvertekur ekki fyrir að óháðir frambjóðendur gætu komið að því prófkjöri. Hún vill ekki tjá sig um framtíðarhorfur R-listans enda virðast viðræður flokkanna á viðkvæmu stigi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skýrist það fljótlega eftir verslunarmannahelgi hvað verður í framhaldinu. Ekki náðist í Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur vegna málsins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Sjá meira
"Ég er bjartsýnn á að það náist samstaða um Reykjavíkurlista eins og staðan er núna. Ef það fer svo að aðrir flokkar en Samfylkingin ákveða að taka ekki þátt í því þá tel ég að Samfylkingin ætti samt sem áður að bjóða fram með óháðum og þeim sem vilja undir merkjum Reykjavíkurlistans. Ég tel að undir öllum kringumstæðum eigi Samfylkingin að bjóða fram sem Reykjavíkurlisti, þó að annar eða báðir samstarfsflokkana vilji ekki vera með í slíkum lista," segir Össur Skarphéðinsson. Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Vinstri grænir hafa undanfarnar vikur setið við samningaborðið og rætt framtíðarsamstarf um Reykjavíkurlista og er enn alls óvíst hvort flokkarnir nái saman um áframhaldandi samstarf. Svo virðist sem helsta bitbein flokkanna sé fjöldi fulltrúa, Samfylkingin vill minnst fjóra fulltrúa en báðir hinir flokkarnir segja jafna aðkomu flokkanna vera grundvallarskilyrði samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Aðspurður hvaða aðferðir honum hugnist um val á fulltrúum Samfylkingar ef svo færi að allir flokkarnir færu aftur saman fram segir Össur: "Ég teldi það rétt af Samfylkingunni að hafa opið prófkjör um þá fulltrúa sem hún fengi með Reykjavíkurlistanum. Ég tel að það eigi að vera mögulegt fyrir óháða frambjóðendur að bjóða sig fram í slíku prófkjöri." Jóhanna Eyjólfsdóttir formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík segir það ljóst að Samfylkingin muni alltaf fara einhvers konar prófkjörsleið og þvertekur ekki fyrir að óháðir frambjóðendur gætu komið að því prófkjöri. Hún vill ekki tjá sig um framtíðarhorfur R-listans enda virðast viðræður flokkanna á viðkvæmu stigi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skýrist það fljótlega eftir verslunarmannahelgi hvað verður í framhaldinu. Ekki náðist í Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur vegna málsins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Sjá meira