Fleiri fréttir Slösuðust við niðurrif húss Fimm manns slösuðust þegar verslunarhúsnæði á Manhattan í New York, sem verið var að rífa niður, hrundi. Brak úr húsinu hrundi niður á gangstéttina og slasaði vegfarendur. Ekki er talið að fólkið hafi slasast alvarlega en einn fót- og handleggsbrotnaði. 15.7.2005 00:01 Handtekinn vegna hryðjuverkanna Maður sem eftirlýstur var vegna hryðjuverkanna í London í síðustu viku hefur verið handtekinn í Egyptalandi. Innanríkisráðuneyti Egyptalands staðfesti þetta nú síðdegis. Maðurinn, Magdy Elnasher að nafni, er þrjátíu og þriggja ára gamall og með egypskt ríkisfang en hefur stundað nám í efnafræði bæði í Bretelandi og Bandaríkjunum. 15.7.2005 00:01 Ráðinn forstjóri Fjármálaeftirlits Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur ráðið Jónas Fr. Jónsson forstjóra eftirlitsins frá og með 18. júlí. Jónas hefur m.a. starfað sem framkvæmdastjóri innra markaðssviðs Eftirlitstofnunar EFTA í Brussel. 15.7.2005 00:01 Dennis spillir Kúbuför barnakórs 22 hafnfirsk börn eru í öngum sínum þar sem fyrirhugað kórferðalag þeirra til Kúbu hefur verið slegið af. Egill Friðleifsson, kórstjóri til 40 ára, var á leið í sína síðustu kórferð. Í sárabætur fer hópurinn í helgarferð til Parísar og mun jafnvel syngja við Sigurbogann. </font /></b /> 15.7.2005 00:01 Vegurinn ófær vegna vatnavaxta Vegagerðin vill vekja athygli á því að vegur F-88 Öskjuleið inn að Herðubreiðarlindum er ófær vegna vatnavaxta fyrir alla bíla nema allra stærstu jeppa. Þeim vegfarendum sem ætla að fara inn að Herðubreiðarlindum er bent á að fara veg F-905 frá Möðrudal og inn á veg F-910. 15.7.2005 00:01 Fjórir Hamas-liðar drepnir Fjórir Hamas-liðar í Palestínu voru skotnir til bana í dag þegar ísraelsk herþyrla skaut þremur flugskeytum nálægt landnemabyggð gyðinga á Vesturbakkanum. Skotárásin er sögð liður ísraelska hersins í hefndaraðgerðum gagnvart herskáum Palestínumönnum en þeir eru taldir hafa skotið ísraelska konu til bana í gær og fimm manns á þriðjudag. 15.7.2005 00:01 Flutningabíll fór út af í Kömbunum Bílstjóri flutningabíls slasaðist nokkuð þegar bíllinn fór út af veginum í Kömbunum síðdegis. Talið er að bilun hafi valdið óhappinu. Bíllinn fór út af ofarlega í Kömbunum, rann um 150 metra niður mosabala, þaðan hann fór yfir Suðurlandsveginn og að lokum um 100 metra niður hlíð þar sem hann að lokum stöðvaðist. 15.7.2005 00:01 Ódæðin halda áfram Stjórnvöld í Keníu hafa sent 2.000 hermenn til norðurhluta landsins til að hafa upp á þeim sem frömdu fjöldamorð í bænum Turbi á þriðjudaginn. 76 biðu bana, þar af 22 börn. 15.7.2005 00:01 Efnafræðingurinn handtekinn Lögreglan í Kaíró handtók í gær egypskan efnafræðinema sem grunaður er um að hafa átt aðild að hryðjuverkunum í Lundúnum í síðustu viku. Leiðtogar múslima í Bretlandi heimsóttu Leeds í gær og hétu því að taka öfgamenn í sínum röðum fastari tökum. 15.7.2005 00:01 Ólgan á Gaza fer vaxandi Í odda skarst á milli palestínskra öryggissveita og skæruliða Hamas-samtakanna í Gazaborg í gær og féllu tveir unglingar í bardögunum. Þetta eru verstu átök á milli Palestínumanna í áraraðir. 15.7.2005 00:01 Ráðist inn í landbúnaðarráðuneytið Ólga fer vaxandi á Filippseyjum vegna ásakana um kosningasvindl Gloriu Arroyo, forseta landsins, á dögunum. 15.7.2005 00:01 Ótti um fuglaflensudauðsföll Grunur leikur á að þrír Indónesar hafi látist úr fuglaflensu. Sé það rétt eru það fyrstu dauðsföllin af völdum veikinnar í landinu. 15.7.2005 00:01 Karl í kvennaflokki Dómari í Simbabve hefur dæmt ungan mann í fjögurra ára fangelsi fyrir að villa á sér heimildir og valda félögum sínum sálartjóni. Hann keppti í frjálsum íþróttum og vann til nokkurra verðlauna fyrir land sitt - í kvennaflokki. 15.7.2005 00:01 Nýr forstjóri Fjármálaeftirlitsins Jónas Fr. Jónsson mun taka við starfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins en staðan var auglýst til umsóknar eftir að fyrrverandi forstjóri, Páll Gunnar Pálsson, tók við starfi forstjóra Samkeppniseftirlitsins. 15.7.2005 00:01 Útreikningar FÍB rangir Fjármálaráðuneytið segir það rangt sem fram kemur í máli Stefáns Ásgrímssonar, ritstjóra blaðs Félags íslenskra bifreiðaeigenda, í Fréttablaðinu í gær að íslenska ríkið taki til sín um áttatíu krónur af hverjum seldum lítra af bensíni. 15.7.2005 00:01 Marktæk aukning á dánartíðni Dánartíðni á landinu fór upp fyrir eðlilegt viðmiðunarbil í febrúar á sama tíma og hinn árlegi inflúensufaraldur var í hámarki. Þetta kemur fram í Farsóttafréttum, gefnum út af Landlæknisembættinu. 15.7.2005 00:01 Minnisvarði afhjúpaður á Ísafirði Minnisvarði var afhjúpaður á Ísafirði í gær um fólkið sem lét lífið þegar sex skip sukku út af Vestfjörðum í síðari heimsstyrjöld. Minnisvarðinn er gjöf frá rússneskum stjórnvöldum í tilefni af því að 60 ár eru um þessar mundir liðin frá lokum styrjaldarinnar. 15.7.2005 00:01 Vel heppnað í alla staði Íslandsdagurinn á Expo 2005 heimssýningunni sem haldin er í Aichi-héraðinu í Japan var í gær og tókst dagskráin í alla staði mjög vel að sögn Kristínar Ingvarsdóttur sem starfar fyrir Norðurlöndin á heimssýningunni. 15.7.2005 00:01 Londonárás: 4 handteknir í viðbót Fjórir menn sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkunum í London í síðustu viku voru handteknir í Pakistan í dag. Mennirnir voru handsamaðir í borginni Faisalabad í miðhluta landsins. 15.7.2005 00:01 Öryggiseftirlit hert Starfsfólk hefur miklar áhyggjur, ekki einungis þeir sem lentu í ránunum heldur líka hinir," segir Hjalti Sölvason, rekstrarstjóri Lyfja og heilsu. Ákveðið hefur verið að grípa til róttækra öryggisaðgerða í fyrirtækinu eftir tvö vopnuð rán í lyfjabúðir fyrirtækisins fyrr í vikunni. 15.7.2005 00:01 Erlendir ferðamenn slasaðir Tveir erlendir ferðamenn voru fluttir með sjúkrabifreið á slysadeild eftir að strætisvagni var ekið inn í hlið rútu við Landakotskirkju um hádegisbil í gær. Þá flutti lögregla þrjá til viðbótar undir læknishendur eftir áreksturinn. Enginn hinna slösuðu hlaut alvarleg meiðsl. 15.7.2005 00:01 Veðraskipti á morgun Besta veðursins er að vænta á austurhluta landsins í dag að sögn Sigurðar Þ. Ragnarssonar veðurfræðings. "Þar verður sæmilega sólríkt og hlýtt með hægum vindi," segir Sigurður. "Hins vegar verður líklega væta vestast á landinu, rigning eða skúrir." 15.7.2005 00:01 Ók stjórnlaus niður Kambana Bílstjóri var fluttur slasaður með sjúkrabifreið til Reykjavíkur eftir að fullfermdur malarflutningabíll sem hann ók rann stjórnlaus niður Kambana skömmu eftir hádegi í gær. Meiðsl hans voru ekki talin mjög alvarleg en bifreiðin er mikið skemmd, ef ekki ónýt. 15.7.2005 00:01 Harry Potter kominn út Sala á sjöttu bókinni um galdrastrákinn Harry Potter hófst á miðnætti í nótt. Fyrstu aðdáendurnir voru mættir fyrir utan Mál og menningu á Laugarvegi um klukkan tíu í gærmorgun og fjölgaði eftir því sem leið á daginn. 15.7.2005 00:01 Kínverskt par í fangelsi Kínverskt par var í gær dæmt til 45 daga fangelsisvistar fyrir að villa á sér heimildir við vegabréfsskoðun í Leifsstöð en fólkið kom hingað frá Þýskalandi á leið til Bandaríkjanna. 15.7.2005 00:01 Vændishringur á Íslandi Vændishringur er starfræktur á Íslandi. Listi með nöfnum íslenskra vændiskvenna gengur kaupum og sölum á Netinu fyrir sex þúsund krónur. Sextán ára gömul stúlka var ginnt til að lána bankareikning sinn til að fela slóð mannsins sem stendur að listanum. 15.7.2005 00:01 Viðhorf múslima jákvæðara en áður Hryðjuverk gagnvart bandarískum hermönnum í Írak eru réttlætanleg að mati helmings múslima í Jórdaníu og Líbanon. Þrátt fyrir það er viðhorf þeirra til vestrænna þjóða mun jákvæðara í dag en áður. 15.7.2005 00:01 Hans Markús hjá ráðherra Séra Hans Markús Hafsteinsson, sóknarprestur í Garðabæ, fundaði í gær með Birni Bjarnasyni, dóms- og kirkjumálaráðherra, vegna þeirra stöðu sem uppi hefur verið í sókn hans. 15.7.2005 00:01 Sæll og glaður en þreyttur Fjórtán hundruð kílómetra hjólreiðaferð Eggerts Skúlasonar til styrktar samtökunum Hjartaheill lauk síðdegis í gær þegar Eggert hjólaði síðasta spölinn til Reykjavíkur ásamt öðrum sem slógust í hópinn í Mosfellsbæ. 15.7.2005 00:01 Mótmæltu við hús Leoncie Hópur ungmenna stóð fyrir mótmælum fyrir utan hús söngkonunnar Leoncie og eiginmanns hennar í Sandgerði í gærkvöldi og hrópuðu til söngkonunnar. 15.7.2005 00:01 Vopnahléið kvatt Vopnahléi er lokið milli herskárra Palestínumanna og Ísraela að því er virðist. Yfirmaður palestínsku öryggissveitanna sagði í morgun að sveitirnar muni ekki hika við að koma á lögum og reglu á sjálfstjórnarsvæðunum og að flugskeytaárásir herskárra samtaka Palestínumanna verði stöðvaðar. 15.7.2005 00:01 Tugir fórust í Bagdad Rúmlega 30 manns, hið minnsta, létu lífið í sprengjuárásum í Írak sem stóðu frá morgni til kvölds í gær. 111 til viðbótar særðust. 15.7.2005 00:01 Vilja aðgerðir vegna Rússafisks Eftirlitsstofnun EFTA hefur farið þess á leit að íslensk og norsk stjórnvöld tryggi að ekki verði fluttur Rússafiskur til landa á evrópska efnahagssvæðinu frá rússneskum fyrirtækjum sem ekki hafa fengið löggildingu Evrópusambandsins. 15.7.2005 00:01 Árni heitir nýjum störfum nyrðra Sjávarútvegsráðherra tekur vel í ósk stjórnar Kaupfélags Eyfirðinga um fjölgun starfa á Akureyri á vegum ráðuneytisins. Ekki verður af flutningi á meginstarfsemi Fiskistofu til Akureyrar en flutningur á nokkrum verkefnum er í skoðun. 15.7.2005 00:01 Vinnueftirlitið fríar sig ábyrgð Vinnueftirlit ríkisins segist ekki geta staðið yfir tívolíinu við Smáralind alla daga til að framfylgja því að öryggisreglum sé fylgt. Börn eru þar á ábyrgð foreldra sinna. 15.7.2005 00:01 Hringurinn þrengist óðum Hringurinn þrengist óðum um höfuðpaura árásanna í London en lögreglan handtók í dag efnafræðinginn svokallaða sem hefur verið eftirlýstur um allan heim. Þá voru fjórir menn handteknir í Pakistan í dag, grunaðir um aðild að hryðjuverkunum. Enn er þó að minnsta kosti einn höfuðpauranna ófundinn. 15.7.2005 00:01 Fingraför af öllum útlendingum Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að auka eftirlit með útlendingum sem koma inn í landið og verða fingraför nú tekin af öllum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem heimavarnaráðherra Bandaríkjanna sendi frá sér í gærkvöld. Ráðherrann sagði þessa leið farna til að auka möguleika Bandaríkjamanna á að finna hryðjuverkamenn og hindra að þeir reyni að komast inn í landið. 14.7.2005 00:01 Múslimar í Bretlandi biðja griða Múslimar í Bretlandi eru undrandi yfir því að hryðjuverkamennirnir sem sprengdu upp lestar og strætisvagn í London þann sjöunda júlí síðastliðinn, hafi verið breskir ríkisborgarar. Í tilkynningu frá samtökum múslima í Bretlandi, segir að þetta sé versta mögulega útkoman fyrir múslima í landinu. 14.7.2005 00:01 Þögn í Evrópu Borgarstjóri Lundúna, Ken Livingstone, hefur beðið um tveggja mínútna þögn í dag til að minnast fórnarlambanna sem létust í hryðjuverkaárásnum í London fyrir viku. Þagnarstundin verður klukkan 11 að íslenskum tíma. 14.7.2005 00:01 Bílsprengja í Bagdad Að minnsta kosti níu manns eru særðir eftir að bílsprengja var sprengd og maður með sprengjuvesti sprengdi sig í loft upp nálægt lögreglustöð í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Þetta gerðist utan Græna svæðisins svonefnda þar sem bandaríska sendiráðið er. 14.7.2005 00:01 Forstjóri WorldCom dæmdur Bernard Ebbert, fyrrum forstjóri WorldCom, var í gær dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir svæsin fjársvik og samsæri,sem leiddi fyrirtækið í stærsta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna. Hluthafar í WorldCom töpuðu um 12 þúsund milljörðum íslenskra króna og 20 þúsund starfsmenn fyrirtækisins misstu vinnuna. 14.7.2005 00:01 Tveggja manna leitað í Bretlandi Lögreglan í Bretlandi leitar nú tveggja manna í tengslum við sprengjuárásirnar í Lundúnum fyrir viku. Annar maðurinn er nefndur höfuðpaurinn og hinn efnafræðingurinn en talið er að báðir séu löngu farnir úr landi. 14.7.2005 00:01 Mannanafnanefnd leyfir og hafnar Mannanafnanefnd hefur leyft nöfnin Þoka, Ljósálfur, Klementína og Betsý, en samkvæmt úrskurði nefndarinnar frá 27. júní má einungis nota nafnið Betsý sem eiginnafn en ekki millinafn. Nöfnunum Annalísa, í einu orði, Maí, Eleonora, Jónorri í einu orði, og Franziska var hafnað. 14.7.2005 00:01 Hrefnukjöt nýtur vaxandi vinsælda "Það er vaxandi eftirspurn og greinilegt að almenningur er ekki feiminn að prófa hrefnuna," segir Jón Björnsson í Nóatúni í Smáralind. Mikill munur er á verðum lamba- og nautakjöts annars vegar og hrefnukjöts hins vegar og er munurinn allt að þrefaldur. 14.7.2005 00:01 Nafnalisti fyrir bæjarráð Nafnalisti þeirra er sóttu um lóðir í nýlegu útboði Kópavogsbæjar vegna Þingahverfis á Vatnsenda var lagður fyrir bæjarráð í gær og mun ráðið nota næstu daga til að yfirfara hann. 14.7.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Slösuðust við niðurrif húss Fimm manns slösuðust þegar verslunarhúsnæði á Manhattan í New York, sem verið var að rífa niður, hrundi. Brak úr húsinu hrundi niður á gangstéttina og slasaði vegfarendur. Ekki er talið að fólkið hafi slasast alvarlega en einn fót- og handleggsbrotnaði. 15.7.2005 00:01
Handtekinn vegna hryðjuverkanna Maður sem eftirlýstur var vegna hryðjuverkanna í London í síðustu viku hefur verið handtekinn í Egyptalandi. Innanríkisráðuneyti Egyptalands staðfesti þetta nú síðdegis. Maðurinn, Magdy Elnasher að nafni, er þrjátíu og þriggja ára gamall og með egypskt ríkisfang en hefur stundað nám í efnafræði bæði í Bretelandi og Bandaríkjunum. 15.7.2005 00:01
Ráðinn forstjóri Fjármálaeftirlits Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur ráðið Jónas Fr. Jónsson forstjóra eftirlitsins frá og með 18. júlí. Jónas hefur m.a. starfað sem framkvæmdastjóri innra markaðssviðs Eftirlitstofnunar EFTA í Brussel. 15.7.2005 00:01
Dennis spillir Kúbuför barnakórs 22 hafnfirsk börn eru í öngum sínum þar sem fyrirhugað kórferðalag þeirra til Kúbu hefur verið slegið af. Egill Friðleifsson, kórstjóri til 40 ára, var á leið í sína síðustu kórferð. Í sárabætur fer hópurinn í helgarferð til Parísar og mun jafnvel syngja við Sigurbogann. </font /></b /> 15.7.2005 00:01
Vegurinn ófær vegna vatnavaxta Vegagerðin vill vekja athygli á því að vegur F-88 Öskjuleið inn að Herðubreiðarlindum er ófær vegna vatnavaxta fyrir alla bíla nema allra stærstu jeppa. Þeim vegfarendum sem ætla að fara inn að Herðubreiðarlindum er bent á að fara veg F-905 frá Möðrudal og inn á veg F-910. 15.7.2005 00:01
Fjórir Hamas-liðar drepnir Fjórir Hamas-liðar í Palestínu voru skotnir til bana í dag þegar ísraelsk herþyrla skaut þremur flugskeytum nálægt landnemabyggð gyðinga á Vesturbakkanum. Skotárásin er sögð liður ísraelska hersins í hefndaraðgerðum gagnvart herskáum Palestínumönnum en þeir eru taldir hafa skotið ísraelska konu til bana í gær og fimm manns á þriðjudag. 15.7.2005 00:01
Flutningabíll fór út af í Kömbunum Bílstjóri flutningabíls slasaðist nokkuð þegar bíllinn fór út af veginum í Kömbunum síðdegis. Talið er að bilun hafi valdið óhappinu. Bíllinn fór út af ofarlega í Kömbunum, rann um 150 metra niður mosabala, þaðan hann fór yfir Suðurlandsveginn og að lokum um 100 metra niður hlíð þar sem hann að lokum stöðvaðist. 15.7.2005 00:01
Ódæðin halda áfram Stjórnvöld í Keníu hafa sent 2.000 hermenn til norðurhluta landsins til að hafa upp á þeim sem frömdu fjöldamorð í bænum Turbi á þriðjudaginn. 76 biðu bana, þar af 22 börn. 15.7.2005 00:01
Efnafræðingurinn handtekinn Lögreglan í Kaíró handtók í gær egypskan efnafræðinema sem grunaður er um að hafa átt aðild að hryðjuverkunum í Lundúnum í síðustu viku. Leiðtogar múslima í Bretlandi heimsóttu Leeds í gær og hétu því að taka öfgamenn í sínum röðum fastari tökum. 15.7.2005 00:01
Ólgan á Gaza fer vaxandi Í odda skarst á milli palestínskra öryggissveita og skæruliða Hamas-samtakanna í Gazaborg í gær og féllu tveir unglingar í bardögunum. Þetta eru verstu átök á milli Palestínumanna í áraraðir. 15.7.2005 00:01
Ráðist inn í landbúnaðarráðuneytið Ólga fer vaxandi á Filippseyjum vegna ásakana um kosningasvindl Gloriu Arroyo, forseta landsins, á dögunum. 15.7.2005 00:01
Ótti um fuglaflensudauðsföll Grunur leikur á að þrír Indónesar hafi látist úr fuglaflensu. Sé það rétt eru það fyrstu dauðsföllin af völdum veikinnar í landinu. 15.7.2005 00:01
Karl í kvennaflokki Dómari í Simbabve hefur dæmt ungan mann í fjögurra ára fangelsi fyrir að villa á sér heimildir og valda félögum sínum sálartjóni. Hann keppti í frjálsum íþróttum og vann til nokkurra verðlauna fyrir land sitt - í kvennaflokki. 15.7.2005 00:01
Nýr forstjóri Fjármálaeftirlitsins Jónas Fr. Jónsson mun taka við starfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins en staðan var auglýst til umsóknar eftir að fyrrverandi forstjóri, Páll Gunnar Pálsson, tók við starfi forstjóra Samkeppniseftirlitsins. 15.7.2005 00:01
Útreikningar FÍB rangir Fjármálaráðuneytið segir það rangt sem fram kemur í máli Stefáns Ásgrímssonar, ritstjóra blaðs Félags íslenskra bifreiðaeigenda, í Fréttablaðinu í gær að íslenska ríkið taki til sín um áttatíu krónur af hverjum seldum lítra af bensíni. 15.7.2005 00:01
Marktæk aukning á dánartíðni Dánartíðni á landinu fór upp fyrir eðlilegt viðmiðunarbil í febrúar á sama tíma og hinn árlegi inflúensufaraldur var í hámarki. Þetta kemur fram í Farsóttafréttum, gefnum út af Landlæknisembættinu. 15.7.2005 00:01
Minnisvarði afhjúpaður á Ísafirði Minnisvarði var afhjúpaður á Ísafirði í gær um fólkið sem lét lífið þegar sex skip sukku út af Vestfjörðum í síðari heimsstyrjöld. Minnisvarðinn er gjöf frá rússneskum stjórnvöldum í tilefni af því að 60 ár eru um þessar mundir liðin frá lokum styrjaldarinnar. 15.7.2005 00:01
Vel heppnað í alla staði Íslandsdagurinn á Expo 2005 heimssýningunni sem haldin er í Aichi-héraðinu í Japan var í gær og tókst dagskráin í alla staði mjög vel að sögn Kristínar Ingvarsdóttur sem starfar fyrir Norðurlöndin á heimssýningunni. 15.7.2005 00:01
Londonárás: 4 handteknir í viðbót Fjórir menn sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkunum í London í síðustu viku voru handteknir í Pakistan í dag. Mennirnir voru handsamaðir í borginni Faisalabad í miðhluta landsins. 15.7.2005 00:01
Öryggiseftirlit hert Starfsfólk hefur miklar áhyggjur, ekki einungis þeir sem lentu í ránunum heldur líka hinir," segir Hjalti Sölvason, rekstrarstjóri Lyfja og heilsu. Ákveðið hefur verið að grípa til róttækra öryggisaðgerða í fyrirtækinu eftir tvö vopnuð rán í lyfjabúðir fyrirtækisins fyrr í vikunni. 15.7.2005 00:01
Erlendir ferðamenn slasaðir Tveir erlendir ferðamenn voru fluttir með sjúkrabifreið á slysadeild eftir að strætisvagni var ekið inn í hlið rútu við Landakotskirkju um hádegisbil í gær. Þá flutti lögregla þrjá til viðbótar undir læknishendur eftir áreksturinn. Enginn hinna slösuðu hlaut alvarleg meiðsl. 15.7.2005 00:01
Veðraskipti á morgun Besta veðursins er að vænta á austurhluta landsins í dag að sögn Sigurðar Þ. Ragnarssonar veðurfræðings. "Þar verður sæmilega sólríkt og hlýtt með hægum vindi," segir Sigurður. "Hins vegar verður líklega væta vestast á landinu, rigning eða skúrir." 15.7.2005 00:01
Ók stjórnlaus niður Kambana Bílstjóri var fluttur slasaður með sjúkrabifreið til Reykjavíkur eftir að fullfermdur malarflutningabíll sem hann ók rann stjórnlaus niður Kambana skömmu eftir hádegi í gær. Meiðsl hans voru ekki talin mjög alvarleg en bifreiðin er mikið skemmd, ef ekki ónýt. 15.7.2005 00:01
Harry Potter kominn út Sala á sjöttu bókinni um galdrastrákinn Harry Potter hófst á miðnætti í nótt. Fyrstu aðdáendurnir voru mættir fyrir utan Mál og menningu á Laugarvegi um klukkan tíu í gærmorgun og fjölgaði eftir því sem leið á daginn. 15.7.2005 00:01
Kínverskt par í fangelsi Kínverskt par var í gær dæmt til 45 daga fangelsisvistar fyrir að villa á sér heimildir við vegabréfsskoðun í Leifsstöð en fólkið kom hingað frá Þýskalandi á leið til Bandaríkjanna. 15.7.2005 00:01
Vændishringur á Íslandi Vændishringur er starfræktur á Íslandi. Listi með nöfnum íslenskra vændiskvenna gengur kaupum og sölum á Netinu fyrir sex þúsund krónur. Sextán ára gömul stúlka var ginnt til að lána bankareikning sinn til að fela slóð mannsins sem stendur að listanum. 15.7.2005 00:01
Viðhorf múslima jákvæðara en áður Hryðjuverk gagnvart bandarískum hermönnum í Írak eru réttlætanleg að mati helmings múslima í Jórdaníu og Líbanon. Þrátt fyrir það er viðhorf þeirra til vestrænna þjóða mun jákvæðara í dag en áður. 15.7.2005 00:01
Hans Markús hjá ráðherra Séra Hans Markús Hafsteinsson, sóknarprestur í Garðabæ, fundaði í gær með Birni Bjarnasyni, dóms- og kirkjumálaráðherra, vegna þeirra stöðu sem uppi hefur verið í sókn hans. 15.7.2005 00:01
Sæll og glaður en þreyttur Fjórtán hundruð kílómetra hjólreiðaferð Eggerts Skúlasonar til styrktar samtökunum Hjartaheill lauk síðdegis í gær þegar Eggert hjólaði síðasta spölinn til Reykjavíkur ásamt öðrum sem slógust í hópinn í Mosfellsbæ. 15.7.2005 00:01
Mótmæltu við hús Leoncie Hópur ungmenna stóð fyrir mótmælum fyrir utan hús söngkonunnar Leoncie og eiginmanns hennar í Sandgerði í gærkvöldi og hrópuðu til söngkonunnar. 15.7.2005 00:01
Vopnahléið kvatt Vopnahléi er lokið milli herskárra Palestínumanna og Ísraela að því er virðist. Yfirmaður palestínsku öryggissveitanna sagði í morgun að sveitirnar muni ekki hika við að koma á lögum og reglu á sjálfstjórnarsvæðunum og að flugskeytaárásir herskárra samtaka Palestínumanna verði stöðvaðar. 15.7.2005 00:01
Tugir fórust í Bagdad Rúmlega 30 manns, hið minnsta, létu lífið í sprengjuárásum í Írak sem stóðu frá morgni til kvölds í gær. 111 til viðbótar særðust. 15.7.2005 00:01
Vilja aðgerðir vegna Rússafisks Eftirlitsstofnun EFTA hefur farið þess á leit að íslensk og norsk stjórnvöld tryggi að ekki verði fluttur Rússafiskur til landa á evrópska efnahagssvæðinu frá rússneskum fyrirtækjum sem ekki hafa fengið löggildingu Evrópusambandsins. 15.7.2005 00:01
Árni heitir nýjum störfum nyrðra Sjávarútvegsráðherra tekur vel í ósk stjórnar Kaupfélags Eyfirðinga um fjölgun starfa á Akureyri á vegum ráðuneytisins. Ekki verður af flutningi á meginstarfsemi Fiskistofu til Akureyrar en flutningur á nokkrum verkefnum er í skoðun. 15.7.2005 00:01
Vinnueftirlitið fríar sig ábyrgð Vinnueftirlit ríkisins segist ekki geta staðið yfir tívolíinu við Smáralind alla daga til að framfylgja því að öryggisreglum sé fylgt. Börn eru þar á ábyrgð foreldra sinna. 15.7.2005 00:01
Hringurinn þrengist óðum Hringurinn þrengist óðum um höfuðpaura árásanna í London en lögreglan handtók í dag efnafræðinginn svokallaða sem hefur verið eftirlýstur um allan heim. Þá voru fjórir menn handteknir í Pakistan í dag, grunaðir um aðild að hryðjuverkunum. Enn er þó að minnsta kosti einn höfuðpauranna ófundinn. 15.7.2005 00:01
Fingraför af öllum útlendingum Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að auka eftirlit með útlendingum sem koma inn í landið og verða fingraför nú tekin af öllum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem heimavarnaráðherra Bandaríkjanna sendi frá sér í gærkvöld. Ráðherrann sagði þessa leið farna til að auka möguleika Bandaríkjamanna á að finna hryðjuverkamenn og hindra að þeir reyni að komast inn í landið. 14.7.2005 00:01
Múslimar í Bretlandi biðja griða Múslimar í Bretlandi eru undrandi yfir því að hryðjuverkamennirnir sem sprengdu upp lestar og strætisvagn í London þann sjöunda júlí síðastliðinn, hafi verið breskir ríkisborgarar. Í tilkynningu frá samtökum múslima í Bretlandi, segir að þetta sé versta mögulega útkoman fyrir múslima í landinu. 14.7.2005 00:01
Þögn í Evrópu Borgarstjóri Lundúna, Ken Livingstone, hefur beðið um tveggja mínútna þögn í dag til að minnast fórnarlambanna sem létust í hryðjuverkaárásnum í London fyrir viku. Þagnarstundin verður klukkan 11 að íslenskum tíma. 14.7.2005 00:01
Bílsprengja í Bagdad Að minnsta kosti níu manns eru særðir eftir að bílsprengja var sprengd og maður með sprengjuvesti sprengdi sig í loft upp nálægt lögreglustöð í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Þetta gerðist utan Græna svæðisins svonefnda þar sem bandaríska sendiráðið er. 14.7.2005 00:01
Forstjóri WorldCom dæmdur Bernard Ebbert, fyrrum forstjóri WorldCom, var í gær dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir svæsin fjársvik og samsæri,sem leiddi fyrirtækið í stærsta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna. Hluthafar í WorldCom töpuðu um 12 þúsund milljörðum íslenskra króna og 20 þúsund starfsmenn fyrirtækisins misstu vinnuna. 14.7.2005 00:01
Tveggja manna leitað í Bretlandi Lögreglan í Bretlandi leitar nú tveggja manna í tengslum við sprengjuárásirnar í Lundúnum fyrir viku. Annar maðurinn er nefndur höfuðpaurinn og hinn efnafræðingurinn en talið er að báðir séu löngu farnir úr landi. 14.7.2005 00:01
Mannanafnanefnd leyfir og hafnar Mannanafnanefnd hefur leyft nöfnin Þoka, Ljósálfur, Klementína og Betsý, en samkvæmt úrskurði nefndarinnar frá 27. júní má einungis nota nafnið Betsý sem eiginnafn en ekki millinafn. Nöfnunum Annalísa, í einu orði, Maí, Eleonora, Jónorri í einu orði, og Franziska var hafnað. 14.7.2005 00:01
Hrefnukjöt nýtur vaxandi vinsælda "Það er vaxandi eftirspurn og greinilegt að almenningur er ekki feiminn að prófa hrefnuna," segir Jón Björnsson í Nóatúni í Smáralind. Mikill munur er á verðum lamba- og nautakjöts annars vegar og hrefnukjöts hins vegar og er munurinn allt að þrefaldur. 14.7.2005 00:01
Nafnalisti fyrir bæjarráð Nafnalisti þeirra er sóttu um lóðir í nýlegu útboði Kópavogsbæjar vegna Þingahverfis á Vatnsenda var lagður fyrir bæjarráð í gær og mun ráðið nota næstu daga til að yfirfara hann. 14.7.2005 00:01