Fleiri fréttir Framtíð R-listans að ráðast Það gæti ráðist á fundi viðræðunefndar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna í dag hvort R-lista flokkarnir bjóða áfram sameiginlega fram fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. 11.7.2005 00:01 Vopnað rán í Domus Medica Vopnað rán var framið í Lyf og heilsu í Domus Medica við Egilsgötu fyrir stundu. Maður með klút fyrir andlitinu og hníf í hendi kom inn í apótekið og ógnaði starfsfólki. Ræninginn beitti hnífnum þó ekki en hafði lítilræði af lyfjum á brott með sér. 11.7.2005 00:01 16 létust í gassprengingu Sextán manns létu lífið þegar öflug gassprenging varð í verslun í bænum Ukhta í norðausturhluta Rússlands fyrir stundu. Verslunin er á tveimur hæðum og er önnur hæðin nánast ónýt. 11.7.2005 00:01 Lýstu yfir fullu trausti Allir starfandi læknar á kvennadeild Landspítalans sögðust í yfirlýsingu í mars á síðasta ári bera fullt traust til þess fæðingarlæknis sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á föstudag fyrir stórfellt gáleysi. Yfirmaður lækninga á kvennadeild vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofan leitaði eftir því en læknamistökin urðu til þess að ungbarn lést. 11.7.2005 00:01 Fyrstu hettusóttartilfellin í 6 ár Hettusótt, sem ekki hefur greinst hér á landi síðan árið 1999, greindist nýverið í þremur einstaklingum. Tveir þeirra sem sýktust höfðu ekki verið bólusettir gegn hettusótt að því er fram kemur í farsóttarfréttum frá Landlæknisembættinu. 11.7.2005 00:01 Niðurskurður kynntur starfsmönnum Niðurskurður í starfsemi Ríkisútvarpsins verður að öllum líkindum kynntur starfsmönnum RÚV á fundi síðar í vikunni. 11.7.2005 00:01 Skoða rússneska kafbátaskipið Til stendur að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Davíð Oddsson utanríkisráðherra heimsæki rússneska kafbátaskipið Aðmírál Levchenko í dag. Skotið verður úr fallbyssum til heiðurs þeim við komu þeirra um borð. 11.7.2005 00:01 Harður árekstur í Húnavatnssýslu Harður árekstur varð í Húnavatnssýslu á Þjóðvegi eitt á móts við bæinn Vatnshorn rétt fyrir klukkan eitt. Einn hlaut beinbrot en aðrir slösuðust minniháttar. 11.7.2005 00:01 Tveir létust á flugsýningu Tvær litlar flugvélar flugu hvor á aðra á flugsýningu í Kanada í gær með þeim afleiðingum að báðir flugmennirnir létust samstundis. Flugvélarnar voru að líkja eftir orrustum í fyrri heimsstyrjöldinni en ekki vildi betur til en svo að önnur vélin flaug upp undir hina. 11.7.2005 00:01 Kúabændur fari yfir skipulagið Landsamband Kúabænda hvetur kúabændur til að fara yfir framleiðsluskipulag búa sinna þar sem framleiða þarf meiri mjólk. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri afurðastöðva var mjólkurframleiðslan í júní 9,9 milljónir lítra en í júní í fyrra var hún 10,1 milljón lítra. 11.7.2005 00:01 Ráðinn framkvæmdastjóri Samson Birgir Már Ragnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samson eignarhaldsfélags ehf. en félagið fer með um 45% eignarhlut í Landsbanka Íslands. Birgir Már er fæddur árið 1974 og lauk hann embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands 1999. Hann útskrifaðist með meistaragráðu í lögum frá Lagaskóla Harvard árið 2003. 11.7.2005 00:01 Fleiri dauðsföll sökum inflúensu Infúensa í byrjun árs er talin hafa valdið því að dánartölur fyrstu tíu vikur ársins eru mun hærri en meðaltalið segir til um. Fyrstu tvær vikurnar í febrúar létust á bilinu 55 til 60 hvora viku sem er yfir efri viðmiðunarmörkum. 11.7.2005 00:01 Ráðinn deildarforseti á Bifröst Bernhard Þór Bernhardsson hefur verið ráðinn deildarforseti viðskiptadeildar Viðskiptaháskólans á Bifröst. Hann hefur þegar tekið til starfa en Magnús Árni Magnússon, fráfarandi forseti viðskiptadeildar, er nýráðinn deildarforseti félagsvísinda- og hagfræðideildar skólans. Átta sóttu um stöðuna. 11.7.2005 00:01 Ræningjans enn leitað Lögreglan leitar enn manns sem framdi vopnað rán í Lyf og heilsu í Domus Medica upp úr klukkan hálf eitt í dag. Maðurinn, sem var með klút fyrir andlitinu og hníf í hendi, kom inn í apótekið og ógnaði starfsfólki. 11.7.2005 00:01 Langir biðlistar í sólina Annir eru á ferðaskrifstofum þessa dagana vegna sóknar fólks í að komast í sólarlandaferðir. Víðast hvar er fullbókað og biðlistar langir. Reynt er eftir megni að fjölga flugsætum og gistirýmum. Dæmi eru um að fólk fresti sumarleyfum sínum þar til það kemst í sólina. </font /></b /> 11.7.2005 00:01 Mannskæðasta námuslys ársins Að minnsta kosti 59 eru sagðir hafa látist í gassprengingu í kolanámu í Kína í morgun. Fyrst var talið að 22 hafi látist en kínverskir fjölmiðlar greindu frá því nú síðdegis að 37 lík til viðbótar hafi fundist ofan í námunni. 11.7.2005 00:01 Strandblakvellir á Þingeyri Unnið er að gerð tveggja strandblakvalla við íþróttamiðstöðina á Þingeyri að því er fram kemur á Þingeyrarvefnum. 11.7.2005 00:01 Londonárás: 52 látnir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði á breska þinginu í dag að allt benti til þess að hryðjuverkaárásunum í London í síðustu viku hefðu verið skipulagðar af íslömskum öfgamönnum. Staðfest hefur verið að 52 létust í árásunum og eru 56 enn á spítala. 11.7.2005 00:01 Eftirlýstur í 182 löndum Norskur kaupsýslumaður, sem farið hefur huldu höfði í tæpt ár, fannst látinn í bíl sínum í Svíþjóð að því er fram kemur á netmiðlinum Nettavisen. Maðurinn hét Ole Christian Bach og hafði verið ákærður af efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar og var eftirlýstur í 182 löndum. 11.7.2005 00:01 Í lopapeysu með grænan hatt Lögreglan í Reykjavík leitar enn manns sem framdi vopnað rán í verslun Lyf og heilsu í Domus Medica í hádeginu í dag. Maðurinn, sem er lágvaxinn og grannur, var klæddur í rauðleita lopapeysu með röndum á ermum og með grænan hatt. Hann er talinn vera á aldrinum 20 til 30 ára. 11.7.2005 00:01 Vendipunktur hjá R-listanum Ákveðinn vendipunktur varð á fundi fulltrúa aðildarflokka R-listans í dag að því er segir í tilkynningu frá fundarmönnum. Hvað þar var um að ræða er ekki útskýrt nánar. 11.7.2005 00:01 Þarfnast brýnnar endurskoðunar Neyðarskipulag almannavarna þarfnast brýnnar endurskipulagningar. Liðin eru þrettán til fimmtán ár síðan skipulagið var síðast endurskoðað en upphaflega var gengið út frá því að endurskoðun færi fram á fimm ára fresti að sögn Björns Halldórssonar, deildarstjóra almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. 11.7.2005 00:01 Rændi lyfjum vopnaður hnífi Ungur maður vopnaður hnífi réðst inn í verslun Lyf og heilsu í Domus Medica við Eiríksgötu í hádeginu í gær. Maðurinn var með klút fyrir andlitinu er hann hljóp inn í búðina, ógnaði starfsfólki með hnífnum og stökk yfir búðarborðið þar sem hann rótaði í lyfjaskúffum. Maðurinn hafði lyf á brott með sér en ekki er talið að um verulegt magn hafi verið að ræða. 11.7.2005 00:01 Harður árekstur tveggja vörubíla Vörubílstjóri var fluttur með sjúkrabifreið til Reykjavíkur eftir mjög harðan árekstur tveggja vörubifreiða og fólksbíls við Vatnshorn í Húnaþingi vestra eftir hádegi í gær. Annar vörubílstjórinn slasaðist minna og tveir sem í fólksbílnum voru sluppu nær ómeiddir. 11.7.2005 00:01 Ekki sá usli sem búist var við Fellibylurinn Dennis olli ekki eins miklum usla og búist var við á suðausturströnd Bandaríkjanna í nótt og í morgun. Fjöldi heimila skemmdist í Flórída og Alabama þegar bylurinn gekk yfir á 190 kílómetra hraða á klukkustund þegar mest var en um tvær milljónir manna voru hvattar til að yfirgefa heimili sín. 11.7.2005 00:01 R-listi: Viðræðum haldið áfram Flokkarnir þrír sem standa að R-listanum ákváðu rétt fyrir klukkan sex að halda áfram viðræðum um samstarf. Fyrr í dag hótuðu framsóknarmenn í samninganefnd fyrir R-listann að hætta samstarfinu ef Samfylkingin kæmi ekki með nýtt útspil á fundi flokkanna sem haldinn var síðdegis. 11.7.2005 00:01 Koizumi ræddi hvalveiðimál Halldór Ásgrímsson átti í gær fund með Junichiro Koizumi, starfsbróður sínum í Japan. Samstarf ríkjanna í hvalveiðimálum bar á góma að frumkvæði Koizumi og samkvæmt frétt Associated Press mun Halldór hafa sagt við Koizumi að ef Íslendingar hæfu atvinnuveiðar á hval myndu finnast leiðir til að starfa með Japönum. 11.7.2005 00:01 Félagsþjónusta á síðasta ári Alls fengu 14.475 heimili í Reykjavík þjónustu hjá Félagsþjónustunni á síðasta ári. Algengasta þjónustan sem var veitt eru húsaleigubætur og nokkra athygli vekur að fjöldi þiggjenda var mun meiri á síðasta ári en árið 2003, en það var á síðari hluta síðasta árs sem bankarnir komu inn á íbúðalánamarkaðinn. 11.7.2005 00:01 Davíð skoðar Aðmírálinn Davíð Oddson forsætisráðherra heimsótti um tvöleytið í gær rússneska kafbátaskipið Aðmíral Levchenko, sem liggur við Reykjavíkurhöfn. Í samræmi við alþjóðlegar hefðir var skotið sautján sinnum úr fallbyssum skipsins við komu hans í það. 11.7.2005 00:01 Ætlar ekki að svara Helga Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, sagðist í bréfi sem hann sendi Helga Hjörvar alþingismanni ekki telja í sínum verkahring að leita svara við einstökum spurningum, sem kunna að vakna í huga nefndarmanna um sölu ríkisbankanna. 11.7.2005 00:01 Ríkisendurskoðun svarar Helga Ríkisendurskoðandi sendi formanni fjárlaganefndar í gær bréf þar sem hann svarar í rauninni spurningum sem Helgi beindi í síðustu viku til formannsins. Þar áréttar ríkisendurskoðandi að hann hafi alls ekki verið að fjalla um hækkun á markaðsvirði hlutabréfa þegar hann sagði í minnisblaði sínu að enginn söluhagnaður hefði orðið hjá Skinney-Þinganesi við sölu á bréfum sínum í Hesteyri. 11.7.2005 00:01 Taugatitringur enn í London Gríðarlegur taugatitringur er enn í London þótt lífið í borginni sé um það bil að komast í eðlilegt horf eftir hryðjuverkaárásirnar í síðustu viku. Öryggisgæsla hefur verið hert enn frekar. 11.7.2005 00:01 Íbúum létt þrátt fyrir mikið tjón Tjón af völdum fellibylsins Dennis hleypur á hundruðum milljarða. Íbúar telja sig hafa sloppið við það versta enda dró mátt úr fellibylnum rétt áður en hann gekk á land. 11.7.2005 00:01 Kennsl borin á fyrstu líkin Kennsl voru í gær borin á fyrstu lík fórnarlamba hryðjuverkanna í London á fimmtudag. Susan Levy 53 ára, tveggja barna móðir, lést í mannskæðustu árásinni, á Piccadilly-leiðinni þar sem 21 lét lífið. Eiginmaður hennar og sonur höfðu leitað hennar öllum stundum þar til þeim var tilkynnt um lát hennar. 11.7.2005 00:01 Fjöldamorðanna í Srebrenica minnst Um 50 þúsund manns tóku þátt í minningarathöfn um þá sem fórust í fjöldamorðum Bosníu-Serba á bosnískum múslimum í og við Srebrenica fyrir tíu árum. 11.7.2005 00:01 Fékk mánuð fyrir að aka á stúlku Tæplega tvítugur piltur var dæmdur í mánaðarfangelsi fyrir að aka niður 15 ára gamla stúlku við Bíldudal um miðjan júlí í fyrra með þeim afleiðingum að hún lést. 11.7.2005 00:01 Fréttablaðið bætir sig á landsvísu Lestur Fréttablaðsins eykst á milli fjölmiðlakannanna Gallups meðan dregur úr lestri Morgunblaðsins og DV. Blaðið kemur nýtt inn með 44 % lestur á höfuðborgarsvæðinu. Sjónvarpsþátturinn Út og suður með Gísla Einarssyni er langvinsælastur. 11.7.2005 00:01 Kynferðisbrotadómi áfrýjað Ríkissaksóknari hefur áfrýjað til Hæstaréttar máli þar sem Héraðsdómur Norðurlands vestra sýknaði mann af kynferðisbroti gegn 10 ára gamalli systurdóttur hans. 11.7.2005 00:01 Skipun að ofan um áframhald Viðræðunefnd flokkanna sem að Reykjavíkurlistanum standa hefur fengið skipun að ofan um að hætta karpi í fjölmiðlum. Forysta flokkanna í borginni vill áframhaldandi samstarf. Nefndin boðaði í gær breytt vinnulag og "farsæla" niðurstöðu í framhaldinu. 11.7.2005 00:01 Vanbúin á leið inn í Þórsmörk Lögreglan á Hvolsvelli hafði í gær afskipti af þýskri konu með barn sem ætlaði á puttanum inn í Þórsmörk vanbúin til slíkra ferða. 11.7.2005 00:01 Lögreglan aðhafðist ekki Lögreglan sá ekki ástæðu til að aðhafast þegar barnslát á Kvennadeild Landspítalans var kært þangað en spítalinn og læknirinn sem kom að málinu hafa verið dæmdir til skaðabótagreiðslu fyrir stórfellt gáleysi. Allir læknar kvennadeildarinnar gáfu út yfirlýsingu í fyrra þar sem fullu trausti er lýst á viðkomandi lækni. 11.7.2005 00:01 Árni segist aldrei hafa sagt ósatt Árni Magnússon félagsmálaráðherra segist aldrei hafa sagt Alþingi ósatt. Hann segir Íbúðalánasjóð ekki fara út fyrir lánaheimildir sínar og að sjóðurinn sé ekki að lána eftir tveimur leiðum, beint til lántakenda og til lántakenda í gegnum banka og sparisjóði. 11.7.2005 00:01 Námskeið í uppeldi á Suðurnesjum Fjögur sveitarfélög á Reykjanesi hafa, fyrst allra í heimi, boðið upp á námskeið í barnauppeldi og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Sem dæmi má nefna að sú mikla aukning sem orðið hefur á notkun rítalíns á landinu, hefur ekki orðið á því svæði. 11.7.2005 00:01 Tveimur skotum færra en forsetinn Davíð Oddsson utanríkisráðherra fór í opinbera heimsókn í rússneska herskipið Levsjenkó aðmírál í dag. Sautján fallbyssuskotum var hleypt af, Davíð til heiðurs. Hann ræddi við skipstjórnendur, skoðaði fleyið og fræddist um Íslandsheimsóknina. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fer um borð á morgun og verður þá nítján heiðursskotum hleypt af. 11.7.2005 00:01 Tíu ár frá fjöldamorðunum Tugþúsundir minntust þess í Srebrenica í Bosníu í dag að tíu ár eru liðin frá því að átta þúsund íslamskir karlar og drengir voru myrtir á hrottalegan hátt af Bosníu-Serbum í Bosníustríðinu. 11.7.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Framtíð R-listans að ráðast Það gæti ráðist á fundi viðræðunefndar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna í dag hvort R-lista flokkarnir bjóða áfram sameiginlega fram fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. 11.7.2005 00:01
Vopnað rán í Domus Medica Vopnað rán var framið í Lyf og heilsu í Domus Medica við Egilsgötu fyrir stundu. Maður með klút fyrir andlitinu og hníf í hendi kom inn í apótekið og ógnaði starfsfólki. Ræninginn beitti hnífnum þó ekki en hafði lítilræði af lyfjum á brott með sér. 11.7.2005 00:01
16 létust í gassprengingu Sextán manns létu lífið þegar öflug gassprenging varð í verslun í bænum Ukhta í norðausturhluta Rússlands fyrir stundu. Verslunin er á tveimur hæðum og er önnur hæðin nánast ónýt. 11.7.2005 00:01
Lýstu yfir fullu trausti Allir starfandi læknar á kvennadeild Landspítalans sögðust í yfirlýsingu í mars á síðasta ári bera fullt traust til þess fæðingarlæknis sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á föstudag fyrir stórfellt gáleysi. Yfirmaður lækninga á kvennadeild vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofan leitaði eftir því en læknamistökin urðu til þess að ungbarn lést. 11.7.2005 00:01
Fyrstu hettusóttartilfellin í 6 ár Hettusótt, sem ekki hefur greinst hér á landi síðan árið 1999, greindist nýverið í þremur einstaklingum. Tveir þeirra sem sýktust höfðu ekki verið bólusettir gegn hettusótt að því er fram kemur í farsóttarfréttum frá Landlæknisembættinu. 11.7.2005 00:01
Niðurskurður kynntur starfsmönnum Niðurskurður í starfsemi Ríkisútvarpsins verður að öllum líkindum kynntur starfsmönnum RÚV á fundi síðar í vikunni. 11.7.2005 00:01
Skoða rússneska kafbátaskipið Til stendur að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Davíð Oddsson utanríkisráðherra heimsæki rússneska kafbátaskipið Aðmírál Levchenko í dag. Skotið verður úr fallbyssum til heiðurs þeim við komu þeirra um borð. 11.7.2005 00:01
Harður árekstur í Húnavatnssýslu Harður árekstur varð í Húnavatnssýslu á Þjóðvegi eitt á móts við bæinn Vatnshorn rétt fyrir klukkan eitt. Einn hlaut beinbrot en aðrir slösuðust minniháttar. 11.7.2005 00:01
Tveir létust á flugsýningu Tvær litlar flugvélar flugu hvor á aðra á flugsýningu í Kanada í gær með þeim afleiðingum að báðir flugmennirnir létust samstundis. Flugvélarnar voru að líkja eftir orrustum í fyrri heimsstyrjöldinni en ekki vildi betur til en svo að önnur vélin flaug upp undir hina. 11.7.2005 00:01
Kúabændur fari yfir skipulagið Landsamband Kúabænda hvetur kúabændur til að fara yfir framleiðsluskipulag búa sinna þar sem framleiða þarf meiri mjólk. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri afurðastöðva var mjólkurframleiðslan í júní 9,9 milljónir lítra en í júní í fyrra var hún 10,1 milljón lítra. 11.7.2005 00:01
Ráðinn framkvæmdastjóri Samson Birgir Már Ragnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samson eignarhaldsfélags ehf. en félagið fer með um 45% eignarhlut í Landsbanka Íslands. Birgir Már er fæddur árið 1974 og lauk hann embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands 1999. Hann útskrifaðist með meistaragráðu í lögum frá Lagaskóla Harvard árið 2003. 11.7.2005 00:01
Fleiri dauðsföll sökum inflúensu Infúensa í byrjun árs er talin hafa valdið því að dánartölur fyrstu tíu vikur ársins eru mun hærri en meðaltalið segir til um. Fyrstu tvær vikurnar í febrúar létust á bilinu 55 til 60 hvora viku sem er yfir efri viðmiðunarmörkum. 11.7.2005 00:01
Ráðinn deildarforseti á Bifröst Bernhard Þór Bernhardsson hefur verið ráðinn deildarforseti viðskiptadeildar Viðskiptaháskólans á Bifröst. Hann hefur þegar tekið til starfa en Magnús Árni Magnússon, fráfarandi forseti viðskiptadeildar, er nýráðinn deildarforseti félagsvísinda- og hagfræðideildar skólans. Átta sóttu um stöðuna. 11.7.2005 00:01
Ræningjans enn leitað Lögreglan leitar enn manns sem framdi vopnað rán í Lyf og heilsu í Domus Medica upp úr klukkan hálf eitt í dag. Maðurinn, sem var með klút fyrir andlitinu og hníf í hendi, kom inn í apótekið og ógnaði starfsfólki. 11.7.2005 00:01
Langir biðlistar í sólina Annir eru á ferðaskrifstofum þessa dagana vegna sóknar fólks í að komast í sólarlandaferðir. Víðast hvar er fullbókað og biðlistar langir. Reynt er eftir megni að fjölga flugsætum og gistirýmum. Dæmi eru um að fólk fresti sumarleyfum sínum þar til það kemst í sólina. </font /></b /> 11.7.2005 00:01
Mannskæðasta námuslys ársins Að minnsta kosti 59 eru sagðir hafa látist í gassprengingu í kolanámu í Kína í morgun. Fyrst var talið að 22 hafi látist en kínverskir fjölmiðlar greindu frá því nú síðdegis að 37 lík til viðbótar hafi fundist ofan í námunni. 11.7.2005 00:01
Strandblakvellir á Þingeyri Unnið er að gerð tveggja strandblakvalla við íþróttamiðstöðina á Þingeyri að því er fram kemur á Þingeyrarvefnum. 11.7.2005 00:01
Londonárás: 52 látnir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði á breska þinginu í dag að allt benti til þess að hryðjuverkaárásunum í London í síðustu viku hefðu verið skipulagðar af íslömskum öfgamönnum. Staðfest hefur verið að 52 létust í árásunum og eru 56 enn á spítala. 11.7.2005 00:01
Eftirlýstur í 182 löndum Norskur kaupsýslumaður, sem farið hefur huldu höfði í tæpt ár, fannst látinn í bíl sínum í Svíþjóð að því er fram kemur á netmiðlinum Nettavisen. Maðurinn hét Ole Christian Bach og hafði verið ákærður af efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar og var eftirlýstur í 182 löndum. 11.7.2005 00:01
Í lopapeysu með grænan hatt Lögreglan í Reykjavík leitar enn manns sem framdi vopnað rán í verslun Lyf og heilsu í Domus Medica í hádeginu í dag. Maðurinn, sem er lágvaxinn og grannur, var klæddur í rauðleita lopapeysu með röndum á ermum og með grænan hatt. Hann er talinn vera á aldrinum 20 til 30 ára. 11.7.2005 00:01
Vendipunktur hjá R-listanum Ákveðinn vendipunktur varð á fundi fulltrúa aðildarflokka R-listans í dag að því er segir í tilkynningu frá fundarmönnum. Hvað þar var um að ræða er ekki útskýrt nánar. 11.7.2005 00:01
Þarfnast brýnnar endurskoðunar Neyðarskipulag almannavarna þarfnast brýnnar endurskipulagningar. Liðin eru þrettán til fimmtán ár síðan skipulagið var síðast endurskoðað en upphaflega var gengið út frá því að endurskoðun færi fram á fimm ára fresti að sögn Björns Halldórssonar, deildarstjóra almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. 11.7.2005 00:01
Rændi lyfjum vopnaður hnífi Ungur maður vopnaður hnífi réðst inn í verslun Lyf og heilsu í Domus Medica við Eiríksgötu í hádeginu í gær. Maðurinn var með klút fyrir andlitinu er hann hljóp inn í búðina, ógnaði starfsfólki með hnífnum og stökk yfir búðarborðið þar sem hann rótaði í lyfjaskúffum. Maðurinn hafði lyf á brott með sér en ekki er talið að um verulegt magn hafi verið að ræða. 11.7.2005 00:01
Harður árekstur tveggja vörubíla Vörubílstjóri var fluttur með sjúkrabifreið til Reykjavíkur eftir mjög harðan árekstur tveggja vörubifreiða og fólksbíls við Vatnshorn í Húnaþingi vestra eftir hádegi í gær. Annar vörubílstjórinn slasaðist minna og tveir sem í fólksbílnum voru sluppu nær ómeiddir. 11.7.2005 00:01
Ekki sá usli sem búist var við Fellibylurinn Dennis olli ekki eins miklum usla og búist var við á suðausturströnd Bandaríkjanna í nótt og í morgun. Fjöldi heimila skemmdist í Flórída og Alabama þegar bylurinn gekk yfir á 190 kílómetra hraða á klukkustund þegar mest var en um tvær milljónir manna voru hvattar til að yfirgefa heimili sín. 11.7.2005 00:01
R-listi: Viðræðum haldið áfram Flokkarnir þrír sem standa að R-listanum ákváðu rétt fyrir klukkan sex að halda áfram viðræðum um samstarf. Fyrr í dag hótuðu framsóknarmenn í samninganefnd fyrir R-listann að hætta samstarfinu ef Samfylkingin kæmi ekki með nýtt útspil á fundi flokkanna sem haldinn var síðdegis. 11.7.2005 00:01
Koizumi ræddi hvalveiðimál Halldór Ásgrímsson átti í gær fund með Junichiro Koizumi, starfsbróður sínum í Japan. Samstarf ríkjanna í hvalveiðimálum bar á góma að frumkvæði Koizumi og samkvæmt frétt Associated Press mun Halldór hafa sagt við Koizumi að ef Íslendingar hæfu atvinnuveiðar á hval myndu finnast leiðir til að starfa með Japönum. 11.7.2005 00:01
Félagsþjónusta á síðasta ári Alls fengu 14.475 heimili í Reykjavík þjónustu hjá Félagsþjónustunni á síðasta ári. Algengasta þjónustan sem var veitt eru húsaleigubætur og nokkra athygli vekur að fjöldi þiggjenda var mun meiri á síðasta ári en árið 2003, en það var á síðari hluta síðasta árs sem bankarnir komu inn á íbúðalánamarkaðinn. 11.7.2005 00:01
Davíð skoðar Aðmírálinn Davíð Oddson forsætisráðherra heimsótti um tvöleytið í gær rússneska kafbátaskipið Aðmíral Levchenko, sem liggur við Reykjavíkurhöfn. Í samræmi við alþjóðlegar hefðir var skotið sautján sinnum úr fallbyssum skipsins við komu hans í það. 11.7.2005 00:01
Ætlar ekki að svara Helga Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, sagðist í bréfi sem hann sendi Helga Hjörvar alþingismanni ekki telja í sínum verkahring að leita svara við einstökum spurningum, sem kunna að vakna í huga nefndarmanna um sölu ríkisbankanna. 11.7.2005 00:01
Ríkisendurskoðun svarar Helga Ríkisendurskoðandi sendi formanni fjárlaganefndar í gær bréf þar sem hann svarar í rauninni spurningum sem Helgi beindi í síðustu viku til formannsins. Þar áréttar ríkisendurskoðandi að hann hafi alls ekki verið að fjalla um hækkun á markaðsvirði hlutabréfa þegar hann sagði í minnisblaði sínu að enginn söluhagnaður hefði orðið hjá Skinney-Þinganesi við sölu á bréfum sínum í Hesteyri. 11.7.2005 00:01
Taugatitringur enn í London Gríðarlegur taugatitringur er enn í London þótt lífið í borginni sé um það bil að komast í eðlilegt horf eftir hryðjuverkaárásirnar í síðustu viku. Öryggisgæsla hefur verið hert enn frekar. 11.7.2005 00:01
Íbúum létt þrátt fyrir mikið tjón Tjón af völdum fellibylsins Dennis hleypur á hundruðum milljarða. Íbúar telja sig hafa sloppið við það versta enda dró mátt úr fellibylnum rétt áður en hann gekk á land. 11.7.2005 00:01
Kennsl borin á fyrstu líkin Kennsl voru í gær borin á fyrstu lík fórnarlamba hryðjuverkanna í London á fimmtudag. Susan Levy 53 ára, tveggja barna móðir, lést í mannskæðustu árásinni, á Piccadilly-leiðinni þar sem 21 lét lífið. Eiginmaður hennar og sonur höfðu leitað hennar öllum stundum þar til þeim var tilkynnt um lát hennar. 11.7.2005 00:01
Fjöldamorðanna í Srebrenica minnst Um 50 þúsund manns tóku þátt í minningarathöfn um þá sem fórust í fjöldamorðum Bosníu-Serba á bosnískum múslimum í og við Srebrenica fyrir tíu árum. 11.7.2005 00:01
Fékk mánuð fyrir að aka á stúlku Tæplega tvítugur piltur var dæmdur í mánaðarfangelsi fyrir að aka niður 15 ára gamla stúlku við Bíldudal um miðjan júlí í fyrra með þeim afleiðingum að hún lést. 11.7.2005 00:01
Fréttablaðið bætir sig á landsvísu Lestur Fréttablaðsins eykst á milli fjölmiðlakannanna Gallups meðan dregur úr lestri Morgunblaðsins og DV. Blaðið kemur nýtt inn með 44 % lestur á höfuðborgarsvæðinu. Sjónvarpsþátturinn Út og suður með Gísla Einarssyni er langvinsælastur. 11.7.2005 00:01
Kynferðisbrotadómi áfrýjað Ríkissaksóknari hefur áfrýjað til Hæstaréttar máli þar sem Héraðsdómur Norðurlands vestra sýknaði mann af kynferðisbroti gegn 10 ára gamalli systurdóttur hans. 11.7.2005 00:01
Skipun að ofan um áframhald Viðræðunefnd flokkanna sem að Reykjavíkurlistanum standa hefur fengið skipun að ofan um að hætta karpi í fjölmiðlum. Forysta flokkanna í borginni vill áframhaldandi samstarf. Nefndin boðaði í gær breytt vinnulag og "farsæla" niðurstöðu í framhaldinu. 11.7.2005 00:01
Vanbúin á leið inn í Þórsmörk Lögreglan á Hvolsvelli hafði í gær afskipti af þýskri konu með barn sem ætlaði á puttanum inn í Þórsmörk vanbúin til slíkra ferða. 11.7.2005 00:01
Lögreglan aðhafðist ekki Lögreglan sá ekki ástæðu til að aðhafast þegar barnslát á Kvennadeild Landspítalans var kært þangað en spítalinn og læknirinn sem kom að málinu hafa verið dæmdir til skaðabótagreiðslu fyrir stórfellt gáleysi. Allir læknar kvennadeildarinnar gáfu út yfirlýsingu í fyrra þar sem fullu trausti er lýst á viðkomandi lækni. 11.7.2005 00:01
Árni segist aldrei hafa sagt ósatt Árni Magnússon félagsmálaráðherra segist aldrei hafa sagt Alþingi ósatt. Hann segir Íbúðalánasjóð ekki fara út fyrir lánaheimildir sínar og að sjóðurinn sé ekki að lána eftir tveimur leiðum, beint til lántakenda og til lántakenda í gegnum banka og sparisjóði. 11.7.2005 00:01
Námskeið í uppeldi á Suðurnesjum Fjögur sveitarfélög á Reykjanesi hafa, fyrst allra í heimi, boðið upp á námskeið í barnauppeldi og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Sem dæmi má nefna að sú mikla aukning sem orðið hefur á notkun rítalíns á landinu, hefur ekki orðið á því svæði. 11.7.2005 00:01
Tveimur skotum færra en forsetinn Davíð Oddsson utanríkisráðherra fór í opinbera heimsókn í rússneska herskipið Levsjenkó aðmírál í dag. Sautján fallbyssuskotum var hleypt af, Davíð til heiðurs. Hann ræddi við skipstjórnendur, skoðaði fleyið og fræddist um Íslandsheimsóknina. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fer um borð á morgun og verður þá nítján heiðursskotum hleypt af. 11.7.2005 00:01
Tíu ár frá fjöldamorðunum Tugþúsundir minntust þess í Srebrenica í Bosníu í dag að tíu ár eru liðin frá því að átta þúsund íslamskir karlar og drengir voru myrtir á hrottalegan hátt af Bosníu-Serbum í Bosníustríðinu. 11.7.2005 00:01