Innlent

Strandblakvellir á Þingeyri

Unnið er að gerð tveggja strandblakvalla við íþróttamiðstöðina á Þingeyri að því er fram kemur á Þingeyrarvefnum. Íþróttafélagið Höfrungur stendur fyrir framkvæmdunum. Sandur í vellina kemur úr Önundarfirði og ætlar verktakafyrirtækið KNH að flytja hann til Þingeyrar. Stefnt er að því að vellirnir verði tilbúnir á sunnudag og fer þá fram keppni í strandblaki. Ísafjarðarbær kemur að verkefninu með vélavinnu og leggur til grasþökur til frágangs svæðisins. Til gamans má geta að Höfrungur sendi tvo keppendur á Íslandsmótið í strandblaki 2004 í Kópavogi síðasta sumar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×