Innlent

Niðurskurður kynntur starfsmönnum

Niðurskurður í starfsemi Ríkisútvarpsins verður að öllum líkindum kynntur starfsmönnum RÚV á fundi síðar í vikunni. Þetta kom fram í máli Jóhönnu Margrétar Einarsdóttur, formanns Starfsmannafélags Ríkisútvarpsins, í Morgunútvarpinu á Talstöðinni í gær. Jóhanna Margrét sagðist lítið vita um það í hverju niðurskurðurinn fælist en áður hafði komið fram í Fréttablaðinu að um væri að ræða flatan tveggja prósenta niðurskurð í öllum deildum. Meðal annars á að hætta með Auðlindina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×