Innlent

Kúabændur fari yfir skipulagið

Landsamband Kúabænda hvetur kúabændur til að fara yfir framleiðsluskipulag búa sinna þar sem framleiða þarf meiri mjólk. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri afurðastöðva var mjólkurframleiðslan í júní 9,9 milljónir lítra en í júní í fyrra var hún 10,1 milljón lítra. Ljóst er því að landsframleiðslan í júlí og ágúst þarf að vera að minnsta kosti hálfri milljón lítrum meiri en í júní og ágúst. Samtals hafa nú verið framleiddir 93,5 milljónir lítrar mjólkur og þarf framleiðslan í júlí og ágúst því að skila a.m.k. 19 milljónum lítrum ef framleiða á alla þá mjólk sem iðnaðurinn hefur kallað eftir sem eru 112,5 milljónir lítra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×