Fleiri fréttir

Sjálfsmorðsárás í Bagdad

Átján fórust og yfir fjörutíu særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Bagdad í morgun. Árásin var gerð á skráningarstöð nýliða fyrir írakska herinn. Þetta er mannskæðasta árásin í Írak í þessari viku, en vikan þykir raunar hafa verið hlutfallslega róleg.

Fellibylurinn Dennis í hámarki

Nærri einni og hálfri milljón hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín við Mexíkó-flóa í Bandaríkjunum, en hann hefur dýpkað mjög og er óttast að hann geti valdið gríðarlegri eyðileggingu.

Tvær kenningar um árásina

Margar kenningar eru á lofti varðandi árásirnar á Lundúni og ein er sú að hvítir málaliðar kunni að hafa framið hryðjuverkin fyrir al-Qaeda og að sami hópur sé að verki og í Madríd. Í gær bárust fregnir af því að Bretar hefðu beðið um að leitað yrði eftir Mohamed Guerbouzi, íslömskum fræðimanni með breskan og marokkóskan ríkisborgararétt, um alla Evrópu. Nú virðist sem hann hafi verið útilokaður sem leiðtogi hryðjuverkahópsins.

Breskir fjölmiðlar um Baugsmálið

Breskir fjölmiðlar virðast ganga út frá þeirri staðreynd að hefndarhugur og pólitísk óvild hafi verið kveikjan að rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra á hendur Baugsmönnum. Mikið hefur verið fjallað um málið að undanförnu í Bretlandi og hafa margir blaðamenn líkt viðskiptaháttum Íslands við Rússland.

Rússneskt herskip í heimsókn

Vináttuheimsókn tveggja rússneskra herskipa hefst í Reykjavík í dag. Stórt kafbátavarnaskip, Admirall Levchencko kemur til hafnar í Reykjavík um hádegi og klukkan eitt verður 21 fallbyssuskoti skotið frá borði skipsins í virðingarskyni við Íslands, móttökulandið. Íslenskum almenningi verður boðið að skoða skipið á þriðjudag og miðvikudag.

Ummæli múslímaprests olía á eld

Í viðtali við danska blaðið Politiken í gærkvöldi segir Troels Lund Poulsen, talsmaður utanríkismála annars stjórnarflokkanna í Danmörku, að með ummælum sínum hafi trúarleiðtoginn verið að réttlæta hryðjuverk. Að mati Poulsens er það ekki lögmætt viðhorf, eins og hann orðar það, að kenna Bandaríkjamönnum um, þannig bæti leiðtoginn olíu á eld öfgafullra múslima.

Viðbúnaðarstig í London hækkað

Leitin að þeim sem gerðu árásirnar í Lundúnum heldur áfram, en fyrrverandi lögreglustjóri Lundúna telur hryðjuverkamennina innlenda. Enn er reynt að bjarga líkum úr lestargöngum við King's Cross, við erfiðar aðstæður.

Órói á Sæluhelgi

Grunur leikur á að karlmaður hafi verið skallaður í andlitið á Suðureyri í nótt, en áverkar virðast ekki alvarlegir við fyrstu sýn að sögn lögreglu.  Enginn var handtekinn og árásin hefur ekki verið kærð.  Nú stendur yfir hátíðin Sæluhelgi á Suðureyri og er þar talsverður fjöldi gesta.  Sérstakt eftirlit hefur verið með ungmennum og hefur verið lagt hald á áfengi í fórum nokkurra unglinga undir lögaldri.

Fækkun í herliðum á næsta ári

Bandaríkjamenn og Bretar ætla að fækka um helming í herliði sínu fyrir mitt næsta ár, samkvæmt leyniskýrslu breska varnarmálaráðuneytisins, sem lekið hefur verið í fjölmiðla.

Þjófar gómaðir í Grafarvogi

Tveir menn ruddust inn í Lyfju Austurveri og reyndu að komast á brott með lyf en hurfu á brott tómhentir.  Fóru því næst í Dómínós Pizza í Spönginni, vopnaði hnífi sem þeir eru þó ekki taldir hafa ógnað með.  Þaðan komust þeir undan með eitthvað af fé en náðust fljótlega í Brekkuhúsum í Grafarvogi.  Þessa stundina er verið að flytja þá niður á lögreglustöð til yfirheyrslu.

Styrjaldarloka minnst í Lundúnum

Tugþúsundir manna tóku þátt í hátíðahöldum í Lundúnum í dag þar sem fórna þjóðarinnar í seinni heimsstyrjöldinni var minnst.  Elísabet Englandsdrottning og Tony Blair forsætisráðherra mættu til messu í Westminster Abbey í dag, ásamt hundruðum uppgjafa hermanna. Gríðarlegur mannfjöldi safnaðist saman við kirkjuna

Fjölamorðanna í Srebrenica minnst

Þúsundir múslíma í Bosníu röktu í dag slóð þeirra átta þúsund karla og drengja sem voru drepnir í bænum Srebrenica. Tíu árum eftir voðaverkin er biturð og reiði enn áberandi í Bosníu og íbúar þar segjast óttast að átök geti brotist út hvenær sem er.

Tugir farast í sprengjuárásum

Að minnsta kosti fjörutíu manns létust í fimm sjálfsmorðsárásum í Írak í gær. Mannskæðasta árásin átti sér stað þegar maður sprengdi sig í loft upp fyrir utan skráningarstöð hersins við flugvöllinn Muthana í Bagdad. Þar létust 25 og 47 eru særðir.</font />

Deilan gæti farið fyrir félagsdóm

Verkalýðsfélag Akraness ætlar að fara með deilu sína við Fang ehf. fyrir félagsdóm ef ekki nást fram kjarabætur fyrir starfsmenn fyrirtækisins.

Engin þörf á fjölgun

Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri gefur lítið fyrir ummæli Arnar Sigurðssonar, talsmanns Höfuðborgarsamtakanna, um að flokkarnir sem standa að R-lista ættu að slíta að samstarfi sínu og frekar beita sér fyrir að fjölga borgarfulltrúum svo skipting þeirra endurspegli betur vilja almennings.

Persónuvernd krefst skýringa

Persónuvernd hefur krafið Landspítalann um skýringar á rafrænu sjúkraskrárkerfi spítalans og þeirri ákvörðun að hætta að takmarka aðgang að gagnagrunni spítalans, við ákveðnar sérgreinar. Allir læknar hafa nú aðgang að öllum sjúkráskrám á rafrænu formi, fyrir utan nokkra sjúkdómaflokka sem gætu fallið undir feimnismál.

Ráðherra fer með rangt mál

Formaður efnahags og viðskiptanefndar segir félagsmálaráðherra hafa farið með rangt mál um lánastarfsemi Íbúðalánasjóðs á þinginu í mars. Hann segir ráðherrann annaðhvort ekki vita betur, eða að veruleikinn sé allur annar en komið hafi fram í umræðum síðustu daga. Nema ráðherrann hafi vísvitandi sagt þinginu ósatt en það sé mjög alvarlegt mál.

London í dag

Hryðjuverk og viðvaranir komu ekki í veg fyrir að um tvöhundruð þúsund Lundúnabúar þyrptust út á götur borgarinnar til að minnast endaloka seinni heimsstyrjaldarinnar. Á sama tíma bárust fregnir af handtöku meintra hryðjuverkamanna.

Múslimar í Danmörku

Trúarleiðtogi múslima í Kaupmannahöfn sagði í ræðu á föstudaginn að hann fordæmdi hryðjuverkin í London. Hann kenndi jafnframt Bandaríkjamönnum um slíkar árásir, þar sem þeir træðu hugmyndafræði sinni uppá aðra menningarheima.

Baugur með augum Breta

Breskir fjölmiðlar halda því fram í umfangsmikilli umfjöllun sinni um Baugsmálið að sambandsslit, afbrýðisemi og pólitísk óvild séu kveikjan að rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglusjóra á hendur Baugsmönnum. Óhætt er að segja að breskir blaðamenn dragi upp all sérstaka mynd af íslensku þjóðfélagi í skrifum sínum í dag.

Rændu apótek og pítsustað

"Auðvitað var okkur brugðið enda alveg fáránlegt að ræna pítsustað á þessum tíma," segir Ingólfur Kristinsson, starfsmaður á Domino´s pítsustaðnum í Spönginni í Reykjavík, þar sem vopnaður maður framdi rán í gær.

Fannst á Langjökli

Þýski ferðamaðurinn sem leitað var á Langjökli á laugardag fannst á hábungi jökulsins tuttugu mínútur í tíu í fyrrakvöld. Hann fann til eymsla í baki og fennt hafði yfir tjald hans og annan búnað og sendi því út neyðarboð.

Vatn Eyjabakka virkjað

Upphaflega stóð til að sökkva Eyjabökkum og gera þar stórt miðlunarlón. Þau áform mættu harðri andstöðu náttúruverndarsamtaka og var fallið frá þeim fyrir fimm árum þegar erlendir samningsaðilar vildu stærra álver sem kallaði á meiri orku. Það var þó aldrei hætt við að virkja vatnið af Eyjabökkum, það verður í staðinn gert með með litlu lóni.

Mávar til vandræða

Mávar virðast hafa hertekið Seltjörnina á Seltjarnaresi. Þar hefur vanalega verið að finna litríkt fuglalíf en þessa dagana er litadýrðin lítil og fátt annað en svartir og hvítir mávar sjást þar á sveimi.

R-listinn gæti sprungið í dag

Það getur ráðið úrslitum um framtíð Reykjavíkurlistans hvaða tillögur Samfylkingin leggur fram á viðræðufundi aðildarflokkanna í dag. Fari fulltrúar hennar fram á fleiri sæti en boðið hefur verið getur það þýtt endalok listans. </font />

Hættið í nafni almættisins

"Við skulum biðja fyrir þeim sem létust, þeim sem særðust og þeim sem standa þeim nærri. En við skulum líka biðja fyrir árásarmönnunum: Látum Guð snerta hjörtu þeirra," sagði Benedikt XVI páfi þegar hann ávarpaði fólk af svölum sínum við Péturstorg.

Óvissa um uppruna tilræðismanna

Þrír menn voru handteknir á Heathrow flugvelli í gær á grundvelli heimilda laga um hryðjuverkastarfsemi. Yfirvöld neituðu því þó að handtakan stæði í tengslum við hryðjuverkaárásirnar á fimmtudag. "Þessar handtökur eru ekki á grundvelli upplýsinga um sprengingarnar í Lundúnum," sagði Brian Paddick hjá lögreglunni.

Telja öll líkin fundin

Lundúnalögreglan telur að tekist hafi að finna öll líkin sem grafin voru undir braki á stöðunum fjórum í London þar sem hryðjuverkin voru gerð á fimmtudag. Talið er að endanleg tala látinna verði 49 eða litlu fleiri.

Tvær milljónir flýðu heimili sín

Hátt í tvær milljónir einstaklinga þurftu að yfirgefa heimili sín í strandbyggðum Flórída og Alabama þegar fellibylurinn Dennis gekk yfir og olli miklum skemmdum. Fellibylurinn fór yfir á sama stað og fellibylurinn Ivan olli miklum skemmdum fyrir innan við ári síðan. Skaðinn þá var svo mikill að enn er ekki búið að byggja upp allt sem eyddist þá.

Minningin er aldrei langt undan

Eftir því sem dagarnir líða frá hryðjuverkunum á fimmtudaginn er lífið í höfuðborg Bretlands smátt og smátt að komast í sitt fyrra horf. Margir borgarbúar minntust þeirra sem létust með því að leggja blóm við King's Cross stöðina.</font /></b />

Mikið forskot hægrimanna

Kristilegir demókratar og systurflokkur hans í Bæjaralandi fengju 43 prósent atkvæða ef kosið yrði nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem birt var í Berliner Morgenpost í gær. Jafnaðarmannaflokkur Gerhards Schröder kanslara fengi 28 prósent atkvæða og Græningjar, sem mynda stjórn með honum, átta prósent.

Aftur að samningaborðinu

Norður-kóresk stjórnvöld snúa aftur að samningaviðræðum um lausn kjarnorkudeilunnar á Kóreuskaga, ári eftir að þau hættu að mæta á samningafundi. Þessu lýstu þau yfir eftir leynilegan fund sem fulltrúar Norður-Kóreu og Bandaríkjanna áttu í Peking, höfuðborg Kína, um helgina.

42 skot í Reykjavíkurhöfn

Rússneski tundurspillirinn Admiral Levtsjenko kom til Reykjavíkur um hádegisbilið í gær í tilefni af því að 60 ár eru liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Tundurspillirinn skaut 21 púðurskoti til heiðurs íslensku þjóðinni við komuna til hafnar og varðskipið Týr, sem lá við landfestar í Reykjavíkurhöfn, svaraði í sömu mynt.

Björgunaraðgerðir í London

Björgunarmenn reyna nú sitt ítrasta til að bjarga líkum þeirra sem fórust í hryðjuverkaárásunum á London, en fjöldi þeirra liggur í löskuðum lestargöngum langt undir yfirborði jarðar. Staðfest hefur verið að fjörutíu og níu voru myrtir í árásinni en vitað er að rauntalan er hærri þar sem líkin í göngunum eru ekki talin með.

Sjálfstæðisflokkkur með meirihluta

Sjálfstæðisflokkurinn næði meirihluta í borgarstjórn ef nú yrði gengið til kosninga samkvæmt nýrri Gallup könnun. Niðurstöður hennar gefa til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn fengi 50,2 prósent atkvæða, R-listinn 49 prósent og Frjálslyndi flokkurinn 0,8 prósent ef kosið yrði til borgarstjórnar í dag.

Árásir á uppreisnarmenn í Írak

Bandarískir landgönguliðar hófu í morgun nýja hrynu árása á uppreisnarmenn, en til stendur að reyna að útrýma búðum uppreisnarmanna í Efrat-dalnum. Fimm hundruð bandarískir og hundrað írakskir hermenn taka þátt í aðgerðinni.

Spænskir stjórnmálamenn skotmörk

Spænskir stjórnmálamenn eru enn á skotmarkalista ETA, aðskilnaðarsamtaka herskárra Baska, þrátt fyrir að samtökin hafi lýst yfir vopnahléi í byrjun júní. Þar var sagt að ekki yrði reynt að ráða stjórnmálamenn af dögum, en nú segja spænsk dagblöð frá því að stjórnmálamenn sem séu í héraðsstjórnum eða ríkisstjórninni séu enn í sigtinu.

Fellibylurinn Dennis

Þrjátíu og tveir hafa týnt lífi eftir yfirreið fellibylsins Dennis um Karabíska hafið. Dennis skall á Havana á Kúbu snemma í morgun og reif þar upp tré með rótum og rafmagnslaust varð í borginni. Á ferði sinni yfir Kúbu dró úr krafti Dennis sem er langstærsti fellibylurinn sem sést hefur á svæðinu í ár og raunar er hann talinn öflugasti fellibylur sem mælst hefur svo snemma á árinu.

Mjótt á mununum í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn næði meirihluta í borgarstjórn ef gengið yrði til kosninga nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups.  Fimmtíu komma tvö prósent þeirra sem tóku þátt sögðust ætla að kjósa Sjálfsstæðisflokkinn, fjörutíu og níu prósent R-listann og núll komma átta prósent Frjálslynda flokkinn.  Sexhundruð og sjötíu Reykvíkingar á kosningaaldri voru í úrtakinu og var svarhlutfall 56,1 eitt prósent.

Leit hafin að grunuðum

Breska lögreglan Scotland Yard og leyniþjónustan MI 5 hafa beðið kollega sína um alla Evrópu að hafa uppi á Mohamed Guerbouzi, fjörutíu og fjögurra ára gömlum íslömskum fræðimanni með breskan og marokkóskan ríkisborgararétt. Talið er að hann geti verið leiðtogi hópsins sem skipulagði hryðjuverkin á fimmtudaginn.

Fylgisbreytingin eru tíðindi

<font face="Helv"> </font>Þetta er breyting því langt er síðan fylgi Sjálfstæðisflokksins og R-listans hefur mælst svo jafnt sem nú," segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði. Niðurstöður nýrrar fylgiskönnunar benda til þess að fylgi Sjálfstæðisflokksins og R-listans sé nánast jafnt.

Fíknefni finnast í Herjólfi

Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók tvítugan mann með fíkniefni í fórum sínum við komu Herjólfs til Vestmannaeyja í gærkvöldi þar sem lögregla viðhafði reglubundið eftirlit. Við leit í bifreið mannsins fundust fíkniefni með aðstoð fíkniefnaleitarhunds.

Árásirnar afar vel skipulagðar

Óttast er að allt að 75 hafi týnt lífi í hryðjuverkunum London. Enn hefur ekki tekist að ná öllum líkum úr lestarvögnunum og á meðan leita grátandi ættingjar að þeim sem saknað er. Flest bendir til að árásirnar hafi verið vel skipulagðar en þær voru gerðar nánast samtímis á þremur stöðum.  Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 var í London og hún segir rannsóknina á hryðjuverkunum eina þá viðamestu sem lögreglan í Lundúnum hefur staðið frammi fyrir.

Stígamót gera athugasemd við dóm

Magnús Einarsson var dæmdur í níu ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir að bana 25 ára gamalli eiginkonu sinni og barnsmóður, Sæunni Pálsdóttur. Magnús játaði að hafa kyrkt Sæunni með þvottasnúru. Við málsmeðferð kom fram að erfiðleikar voru í hjónabandi þeirra. Í niðurstöðu dómsins segir að ekki verði vísað á bug frásögn Magnúsar um að Sæunn hafi skýrt honum frá kynferðislegum samskiptum sínum við aðra menn, og lýst þeim í smáatriðum.

Engin hrossakaup um málskotsrétt

Össur Skarphéðinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórnarskrárnefnd, telur sig bundinn af samþykkt landsfundar flokksins um málskotsrétt forseta Íslands.

Sjá næstu 50 fréttir