Innlent

Skoða rússneska kafbátaskipið

Til stendur að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Davíð Oddsson utanríkisráðherra heimsæki rússneska kafbátaskipið Aðmírál Levchenko í dag. Skotið verður úr fallbyssum til heiðurs þeim við komu þeirra um borð.  Til stóð að forseti Íslands kæmi um borð klukkan tíu í morgun en það hafði ekki verið um hádegið. Samkvæmt upplýsingum frá rússneska sendiráðinu er þó von á honum síðar í dag. Samkvæmt dagskrá er von á Davíð Oddssyni klukkan tvö í dag. Skotið verður úr fallbyssum skipsins samkvæmt alþjóðlegum reglum. Mun Ólafur Ragnar fá 19 skot sér til heiðurs og Davíð Oddsson utanríkisráðherra 17 skot samkvæmt reglum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×