Erlent

Ekki sá usli sem búist var við

Fellibylurinn Dennis olli ekki eins miklum usla og búist var við á suðausturströnd Bandaríkjanna í nótt og í morgun. Fjöldi heimila skemmdist í Flórída og Alabama þegar bylurinn gekk yfir á 190 kílómetra hraða á klukkustund þegar mest var en um tvær milljónir manna voru hvattar til að yfirgefa heimili sín. Dennis náði ströndum Flórída í gær með þeim afleiðingum að rafmagnstruflanir urðu á hundrað og fjörutíu þúsund heimilum. Engan sakaði þó og virðist Dennis ekki ætla að valda sama óskunda í Bandaríkjunum og fellibylurinn Ívan olli fyrir röskum tíu mánuðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×