Innlent

Lýstu yfir fullu trausti

Allir starfandi læknar á kvennadeild Landspítalans sögðust í yfirlýsingu í mars á síðasta ári bera fullt traust til þess fæðingarlæknis sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á föstudag fyrir stórfellt gáleysi. Aðspurður um hvort læknarnir hafi ekki verið fullfljótir að gefa út yfirlýsingu sem birt var í Morgunblaðinu á mars í fyrra vildi Reynir Tómas Geirsson, yfirmaður lækninga á kvennadeild Landspítalans, ekki tjá sig að svo stöddu. Landspítalinn þarf að greiða sjö og hálfa milljón króna í skaðabætu vegna stórfells gáleysis sem olli dauða ungabarns. Legvatnsstunga sem Þóra Fischer gerði á móður barnsins varð til þess að taka þurfti barnið með keisaraskurði fjórum klukkustundum síðar en það var þá alvarlega veikt af blæðingalosti og lést nokkurum sólarhringum síðar. Eftirliti var ekki sinnt sem skyldi og þegar komu fram klár merki um alvarlega fósturstreitu og grunur um blæðingarlost var seint og illa við því brugðist. Í yfirlýsingunni frá samstarfslæknum Þóru segir orðrétt: „Við samstarfslæknar hennar berum til hennar full traust og hörmum þá aðför sem hefur verið gerð að hennar mannorði og starfsheiðri í fjölmiðlum undanfarin misseri,“ og áttu þar við umfjöllun DV um málið en í viðtali við föður barnsins var Þóra nafngreind. Reynir Tómas hefur ekki lesið dóminn og vill því ekki tjá sig sem stendur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×