Erlent

Fjöldamorðanna í Srebrenica minnst

Um 50 þúsund manns tóku þátt í minningarathöfn um þá sem fórust í fjöldamorðum Bosníu-Serba á bosnískum múslimum í og við Srebrenica fyrir tíu árum. "Þeir myrtu alla í lífi mínu og það eina sem ég vil nú er að þeir seku verði látnir svara til saka," sagði Fatima Budic sem grét við kistu sem innihélt lík fjórtán ára sonar hennar sem var myrtur í fjöldamorðunum. Kistum með líkamsleifum 610 einstaklinga sem nýlega hafa verið borin kennsl á var komið fyrir í miðstöð sem reist var til minningar um fjöldamorðin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×