Innlent

Félagsþjónusta á síðasta ári

Alls fengu 14.475 heimili í Reykjavík þjónustu hjá Félagsþjónustunni á síðasta ári. Algengasta þjónustan sem var veitt eru húsaleigubætur og nokkra athygli vekur að fjöldi þiggjenda var mun meiri á síðasta ári en árið 2003, en það var á síðari hluta síðasta árs sem bankarnir komu inn á íbúðalánamarkaðinn. Kostnaður vegna húsaleigubóta var um 40 prósentum hærri árið 2004 en 2003. Næst flestir fengu fjárhagsaðstoð, en þar var þróunin í hina áttina og nokkuð færri fengu fjárhagsaðstoð en árið 2003. Kostnaður við veitta fjárhagsaðstoð var þrátt fyrir það ögn meiri. Heildarrekstrarútgjöld Félagsþjónustunnar jukust um rúman hálfan milljarð króna, úr 4.974 milljónum króna í 5.488 milljónir króna, og hafa útgjöld Félagsþjónustunnar rúmlega tvöfaldast frá árinu 2000, en það ár námu rekstrarútgjöldin 2.667 krónum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×