Langir biðlistar í sólina 11. júlí 2005 00:01 Vætutíð undanfarinna vikna hefur sett strik í reikning fjölmargra landsmanna sem hugðust verja sumarleyfinu á Íslandi. Ferðaskrifstofurnar hafa vart undan við að taka við óskum fólks um að komast til sólarlanda og er álag á símkerfum mikið og biðraðir myndast í afgreiðslusölum. "Það eru langir biðlistar í sólina," segir Tómas J. Gestsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Heimsferða sem man ekki aðra eins ásókn í sólarlandaferðir. "Það hefur rignt frá 20. júní með smá hléum og ásóknin í sólarlandaferðirnar hefur stigvaxið á þeim tíma." Uppbókað er í flestar ferðir hjá Heimsferðum fram yfir verslunarmannahelgi en þó mögulegt að finna smugur hér og þar, að sögn Tómasar. Hjá Plúsferðum er sama uppi á teningnum og segir Laufey Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri að þar á bæ sé allt uppselt. "Við höfum þegar fjölgað flugsætum og gistimöguleikum en allt selst eins og skot og biðlistarnir eru langir." Fólk hefur heimsótt fyrirtækið, nánast með grátstafina í kverkunum, og sagst ekki þola lengur við í rigningunni. "Landsmenn virðast hafa hugsað sér að góða veðrið sem var í fyrra kæmi aftur en það er segin saga að ef fólk vill komast til sólarlanda á ákveðnum tíma þarf að bóka ferðina með góðum fyrirvara. Helgi Jóhannsson hjá Sumarferðum segir ásóknina í sólina vera gríðarlega. "Fólk kemur eða hringir og vill komast út á morgun," segir hann. En eins og annars staðar er erfitt um vik, því uppselt er í flestar ferðir. "Við höfum þjappað í troðfullar vélar og reynt að útvega einhverja viðbótargistingu og tekist að bjarga einhverjum." Helgi veit dæmi þess að fólk hafi frestað sumarleyfinu sínu; hreinlega snúið til vinnu eftir nokkra daga í rigningunni og bíði þess að komast utan. "Menn eru uppgefnir. Hafa kannski verið á akstri í rigningu í fjóra daga og segja að þetta gangi ekki lengur." Og vinagreiðar eru hermdir upp á Helga. "Vinir og vandamenn hringa og segja að ég verði að bjarga málunum og trúa mér rétt tæplega þegar ég segi allt fullt. En svona er staðan.". Fréttir Innlent Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
Vætutíð undanfarinna vikna hefur sett strik í reikning fjölmargra landsmanna sem hugðust verja sumarleyfinu á Íslandi. Ferðaskrifstofurnar hafa vart undan við að taka við óskum fólks um að komast til sólarlanda og er álag á símkerfum mikið og biðraðir myndast í afgreiðslusölum. "Það eru langir biðlistar í sólina," segir Tómas J. Gestsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Heimsferða sem man ekki aðra eins ásókn í sólarlandaferðir. "Það hefur rignt frá 20. júní með smá hléum og ásóknin í sólarlandaferðirnar hefur stigvaxið á þeim tíma." Uppbókað er í flestar ferðir hjá Heimsferðum fram yfir verslunarmannahelgi en þó mögulegt að finna smugur hér og þar, að sögn Tómasar. Hjá Plúsferðum er sama uppi á teningnum og segir Laufey Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri að þar á bæ sé allt uppselt. "Við höfum þegar fjölgað flugsætum og gistimöguleikum en allt selst eins og skot og biðlistarnir eru langir." Fólk hefur heimsótt fyrirtækið, nánast með grátstafina í kverkunum, og sagst ekki þola lengur við í rigningunni. "Landsmenn virðast hafa hugsað sér að góða veðrið sem var í fyrra kæmi aftur en það er segin saga að ef fólk vill komast til sólarlanda á ákveðnum tíma þarf að bóka ferðina með góðum fyrirvara. Helgi Jóhannsson hjá Sumarferðum segir ásóknina í sólina vera gríðarlega. "Fólk kemur eða hringir og vill komast út á morgun," segir hann. En eins og annars staðar er erfitt um vik, því uppselt er í flestar ferðir. "Við höfum þjappað í troðfullar vélar og reynt að útvega einhverja viðbótargistingu og tekist að bjarga einhverjum." Helgi veit dæmi þess að fólk hafi frestað sumarleyfinu sínu; hreinlega snúið til vinnu eftir nokkra daga í rigningunni og bíði þess að komast utan. "Menn eru uppgefnir. Hafa kannski verið á akstri í rigningu í fjóra daga og segja að þetta gangi ekki lengur." Og vinagreiðar eru hermdir upp á Helga. "Vinir og vandamenn hringa og segja að ég verði að bjarga málunum og trúa mér rétt tæplega þegar ég segi allt fullt. En svona er staðan.".
Fréttir Innlent Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira