Langir biðlistar í sólina 11. júlí 2005 00:01 Vætutíð undanfarinna vikna hefur sett strik í reikning fjölmargra landsmanna sem hugðust verja sumarleyfinu á Íslandi. Ferðaskrifstofurnar hafa vart undan við að taka við óskum fólks um að komast til sólarlanda og er álag á símkerfum mikið og biðraðir myndast í afgreiðslusölum. "Það eru langir biðlistar í sólina," segir Tómas J. Gestsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Heimsferða sem man ekki aðra eins ásókn í sólarlandaferðir. "Það hefur rignt frá 20. júní með smá hléum og ásóknin í sólarlandaferðirnar hefur stigvaxið á þeim tíma." Uppbókað er í flestar ferðir hjá Heimsferðum fram yfir verslunarmannahelgi en þó mögulegt að finna smugur hér og þar, að sögn Tómasar. Hjá Plúsferðum er sama uppi á teningnum og segir Laufey Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri að þar á bæ sé allt uppselt. "Við höfum þegar fjölgað flugsætum og gistimöguleikum en allt selst eins og skot og biðlistarnir eru langir." Fólk hefur heimsótt fyrirtækið, nánast með grátstafina í kverkunum, og sagst ekki þola lengur við í rigningunni. "Landsmenn virðast hafa hugsað sér að góða veðrið sem var í fyrra kæmi aftur en það er segin saga að ef fólk vill komast til sólarlanda á ákveðnum tíma þarf að bóka ferðina með góðum fyrirvara. Helgi Jóhannsson hjá Sumarferðum segir ásóknina í sólina vera gríðarlega. "Fólk kemur eða hringir og vill komast út á morgun," segir hann. En eins og annars staðar er erfitt um vik, því uppselt er í flestar ferðir. "Við höfum þjappað í troðfullar vélar og reynt að útvega einhverja viðbótargistingu og tekist að bjarga einhverjum." Helgi veit dæmi þess að fólk hafi frestað sumarleyfinu sínu; hreinlega snúið til vinnu eftir nokkra daga í rigningunni og bíði þess að komast utan. "Menn eru uppgefnir. Hafa kannski verið á akstri í rigningu í fjóra daga og segja að þetta gangi ekki lengur." Og vinagreiðar eru hermdir upp á Helga. "Vinir og vandamenn hringa og segja að ég verði að bjarga málunum og trúa mér rétt tæplega þegar ég segi allt fullt. En svona er staðan.". Fréttir Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Sjá meira
Vætutíð undanfarinna vikna hefur sett strik í reikning fjölmargra landsmanna sem hugðust verja sumarleyfinu á Íslandi. Ferðaskrifstofurnar hafa vart undan við að taka við óskum fólks um að komast til sólarlanda og er álag á símkerfum mikið og biðraðir myndast í afgreiðslusölum. "Það eru langir biðlistar í sólina," segir Tómas J. Gestsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Heimsferða sem man ekki aðra eins ásókn í sólarlandaferðir. "Það hefur rignt frá 20. júní með smá hléum og ásóknin í sólarlandaferðirnar hefur stigvaxið á þeim tíma." Uppbókað er í flestar ferðir hjá Heimsferðum fram yfir verslunarmannahelgi en þó mögulegt að finna smugur hér og þar, að sögn Tómasar. Hjá Plúsferðum er sama uppi á teningnum og segir Laufey Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri að þar á bæ sé allt uppselt. "Við höfum þegar fjölgað flugsætum og gistimöguleikum en allt selst eins og skot og biðlistarnir eru langir." Fólk hefur heimsótt fyrirtækið, nánast með grátstafina í kverkunum, og sagst ekki þola lengur við í rigningunni. "Landsmenn virðast hafa hugsað sér að góða veðrið sem var í fyrra kæmi aftur en það er segin saga að ef fólk vill komast til sólarlanda á ákveðnum tíma þarf að bóka ferðina með góðum fyrirvara. Helgi Jóhannsson hjá Sumarferðum segir ásóknina í sólina vera gríðarlega. "Fólk kemur eða hringir og vill komast út á morgun," segir hann. En eins og annars staðar er erfitt um vik, því uppselt er í flestar ferðir. "Við höfum þjappað í troðfullar vélar og reynt að útvega einhverja viðbótargistingu og tekist að bjarga einhverjum." Helgi veit dæmi þess að fólk hafi frestað sumarleyfinu sínu; hreinlega snúið til vinnu eftir nokkra daga í rigningunni og bíði þess að komast utan. "Menn eru uppgefnir. Hafa kannski verið á akstri í rigningu í fjóra daga og segja að þetta gangi ekki lengur." Og vinagreiðar eru hermdir upp á Helga. "Vinir og vandamenn hringa og segja að ég verði að bjarga málunum og trúa mér rétt tæplega þegar ég segi allt fullt. En svona er staðan.".
Fréttir Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Sjá meira