Innlent

Tveimur skotum færra en forsetinn

Davíð Oddsson utanríkisráðherra fór í opinbera heimsókn í rússneska herskipið Levsjenkó aðmírál í dag. Sautján fallbyssuskotum var hleypt af, Davíð til heiðurs. Hann ræddi við skipstjórnendur, skoðaði fleyið og fræddist um Íslandsheimsóknina. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fer um borð á morgun og verður þá nítján heiðursskotum hleypt af.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×