Innlent

Ráðinn deildarforseti á Bifröst

Bernhard Þór Bernhardsson hefur verið ráðinn deildarforseti viðskiptadeildar Viðskiptaháskólans á Bifröst. Hann hefur þegar tekið til starfa en Magnús Árni Magnússon, fráfarandi forseti viðskiptadeildar, er nýráðinn deildarforseti félagsvísinda- og hagfræðideildar skólans. Átta sóttu um stöðuna. Bernhard Þór er fæddur árið 1972. Hann lauk BS-gráðu í viðskiptafræðum frá Bifröst árið 2001 með hæstu einkunn. Þá útskrifaðist hann með meistaragráðu frá Edinborgarháskóla árið 2002 og hefur hann starfað sem lektor á Bifröst síðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×