Námskeið í uppeldi á Suðurnesjum 11. júlí 2005 00:01 Fjögur sveitarfélög á Reykjanesi hafa, fyrst allra í heimi, boðið upp á námskeið í barnauppeldi og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Sem dæmi má nefna að sú mikla aukning sem orðið hefur á notkun rítalíns á landinu, hefur ekki orðið á því svæði. Upphaf námskeiðins má rekja til þess að verið var að leita að námsefni fyrir foreldra barna með hegðunarörðugleika. Fjótlega kom í ljós að kennsluefnið og leiðbeiningarnar hentuðu öllum foreldrum að sögn Gylfa Jóns Gylfasonar yfirsálfræðings. Yfirskrift námskeiðsins, sem ætlað er foreldrum í Reykjanesbæ, Sandgerði, Höfnum og Vogum, er SOS-hjálp fyrir foreldra og hefur staðið yfir í fjögur ár. Og árangurinn virðist afar góður. Gylfi segir að niðurstöðurnar sýni greinilega að það dragi verulega úr slæmri hegðun og góð hegðun aukist. Yfir 800 manns, eða þriðji til fjórði hver uppalandi á svæðinu, hefur sótt þessi námskeið. Gylfi Jón telur það einföldun að segja að þeir foreldrar sem sækja námskeiðin séu þeir foreldrar sem hvort eð er hefðu vandað sig mest við uppeldið. Og hann nefnir að sprengingin sem oðrið hafi í notkun rítalíns hérlendis sé ekki að finna á þessu svæði. Einn vandi foreldra í dag, að mati Gylfa Jóns, er að þeir geta ekki alveg nýtt sér aðferðir sem foreldrar þeirra beittu því börn í dag séu mkilu fljótari en áður að setja spurningarmerki við hvort hlýða eigi eða ekki. Á Suðurnesjum núna fá því börnin sömu skilaboðin, hvar sem þau eru; kennarinn, foreldrið og sérfræðingurinn hafa öll sótt sama námskeiðið. 75-80% starfsmanna í leik- og grunnskólum í Reykjanesbæ, Garðinum, Sandgerði og Vogum hafa sótt námskeiðið. Gylfi Jón segist ekki vita til að reynt hafi verið að sameina uppeldisstefnu í heilum landshluta nokkurs staðar í heiminum. Hann segir ekki spurningu að fara eigi með svona námskeið víðar og kostnaðurinn sé ekki meiri en svo að ef tekst að koma í veg fyrir að eitt barn á þriggja ára fresti þrói með sér hegðunarörðugleika, borgi námskeiðið sig fjárhagslega. Gylfi Jón bendir á að Ísland sé eitt ríkasta samfélag veraldar og að sínu mati eigi og megi setja fjármagn í svona vinnu og fjölskyldugildin á oddinn. ... Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Fjögur sveitarfélög á Reykjanesi hafa, fyrst allra í heimi, boðið upp á námskeið í barnauppeldi og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Sem dæmi má nefna að sú mikla aukning sem orðið hefur á notkun rítalíns á landinu, hefur ekki orðið á því svæði. Upphaf námskeiðins má rekja til þess að verið var að leita að námsefni fyrir foreldra barna með hegðunarörðugleika. Fjótlega kom í ljós að kennsluefnið og leiðbeiningarnar hentuðu öllum foreldrum að sögn Gylfa Jóns Gylfasonar yfirsálfræðings. Yfirskrift námskeiðsins, sem ætlað er foreldrum í Reykjanesbæ, Sandgerði, Höfnum og Vogum, er SOS-hjálp fyrir foreldra og hefur staðið yfir í fjögur ár. Og árangurinn virðist afar góður. Gylfi segir að niðurstöðurnar sýni greinilega að það dragi verulega úr slæmri hegðun og góð hegðun aukist. Yfir 800 manns, eða þriðji til fjórði hver uppalandi á svæðinu, hefur sótt þessi námskeið. Gylfi Jón telur það einföldun að segja að þeir foreldrar sem sækja námskeiðin séu þeir foreldrar sem hvort eð er hefðu vandað sig mest við uppeldið. Og hann nefnir að sprengingin sem oðrið hafi í notkun rítalíns hérlendis sé ekki að finna á þessu svæði. Einn vandi foreldra í dag, að mati Gylfa Jóns, er að þeir geta ekki alveg nýtt sér aðferðir sem foreldrar þeirra beittu því börn í dag séu mkilu fljótari en áður að setja spurningarmerki við hvort hlýða eigi eða ekki. Á Suðurnesjum núna fá því börnin sömu skilaboðin, hvar sem þau eru; kennarinn, foreldrið og sérfræðingurinn hafa öll sótt sama námskeiðið. 75-80% starfsmanna í leik- og grunnskólum í Reykjanesbæ, Garðinum, Sandgerði og Vogum hafa sótt námskeiðið. Gylfi Jón segist ekki vita til að reynt hafi verið að sameina uppeldisstefnu í heilum landshluta nokkurs staðar í heiminum. Hann segir ekki spurningu að fara eigi með svona námskeið víðar og kostnaðurinn sé ekki meiri en svo að ef tekst að koma í veg fyrir að eitt barn á þriggja ára fresti þrói með sér hegðunarörðugleika, borgi námskeiðið sig fjárhagslega. Gylfi Jón bendir á að Ísland sé eitt ríkasta samfélag veraldar og að sínu mati eigi og megi setja fjármagn í svona vinnu og fjölskyldugildin á oddinn. ...
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira