Erlent

Eftirlýstur í 182 löndum

Norskur kaupsýslumaður, sem farið hefur huldu höfði í tæpt ár, fannst látinn í bíl sínum í Svíþjóð að því er fram kemur á netmiðlinum Nettavisen. Maðurinn hét Ole Christian Bach og hafði verið ákærður af efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar og var eftirlýstur í 182 löndum. Lögmaður Bach segir í viðtali við Nettavisen að sænska lögreglan hafi veitt honum eftirför og króað hann af. Þegar að honum var komið var hann hins vegar látinn, með skotsár á höfði, og segist lögreglan ekki hafa heypt af skotinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×