Innlent

Davíð skoðar Aðmírálinn

Davíð Oddson forsætisráðherra heimsótti um tvöleytið í gær rússneska kafbátaskipið Aðmíral Levchenko, sem liggur við Reykjavíkurhöfn. Í samræmi við alþjóðlegar hefðir var skotið sautján sinnum úr fallbyssum skipsins við komu hans í það. Aðmírállinn verður opinn almenningi milli 14:00 og 16:00 í dag og milli 10:00 og 12:00 á morgun. Eftir það siglir hann norður á Hornstrandir og leggur blómsveig í hafið til minningar um skipalest sem fórst þar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×