Fleiri fréttir Viðurlög við kaupum á vélaolíu Ef þú kaupir notaðan fólksbíl sem einhvern tíma hefur verið tekin vélaolía á, ert það þú sem færð sektina ef upp kemst um málið en ekki fyrri eigandi. Sektin getur numið tugum þúsunda króna. Sindri Sindrason veit meira um málið. 4.7.2005 00:01 Foo Fighters á Íslandi Ísland er uppáhaldsstaðurinn okkar að spila á í heiminum, segir Dave Grohl, söngvari Foo Fighters. Tónleikar með hljómsveitinni verða haldnir í Egilshöllinni annað kvöld. 4.7.2005 00:01 Eldur í eldhúsi við Rauðarárstíg Á áttunda tímanum í kvöld varð eldur laus í eldhúsi íbúðar sem stendur við Rauðarárstíg. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá Slökkviliði Reykjavíkur voru tveir slökkvibílar sendir á staðinn. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og engin slys urðu á fólki. 4.7.2005 00:01 Mikill munur á matarverði Mikill munur var á hæsta og lægsta verði margra vörutegunda í verðkönnun sem Alþýðusamband Íslands framkvæmdi í byrjun mánaðarins. 4.7.2005 00:01 Samfylking fær bestu bitana Ný tillaga framsóknarmanna vegna áframhaldandi samstarfs R-listans í Reykjavík gerir ráð fyrir að Samfylkingin fái fyrsta val um borgarstjóra, formann borgarráðs og forseta borgarstjórnar samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 4.7.2005 00:01 Líks leitað í Grafarvogi Lögreglumenn og slökkviliðsmenn leituðu í gærkvöld að líki við Gullinbrú í Reykjavík. Leitin hófst eftir að barn sagði frá því að það hefði séð lík á floti þar sem það var á ferð. Að sögn lögreglu var lýsing barnsins þannig að ekki var annað hægt en að hefja leit af fullri alvöru. 4.7.2005 00:01 Fundu 40.000 ára gömul fótspor Breskir vísindamenn telja sig hafa fundið sönnun þess að fyrstu mennirnir hafi verið komnir til Ameríku fyrir 40 þúsund árum, það er 26.500 árum fyrr en hingað til hefur verið talið. 4.7.2005 00:01 Grundvallarmálin í Gleneagles Upptakturinn að leiðtogafundi sjö helstu iðnríkja heims og Rússlands hefur verið í lengra lagi og vakið nánast meiri athygli en sjálfur fundurinn. Á morgun koma leiðtogarnir loks saman í Gleneagles og taka ákvarðanir sem gætu haft veruleg áhrif á líf stórs hluta heimsbyggðarinnar. Málin í brennidepli eru aðstoð við fátækustu ríki og hlýnun jarðar. 4.7.2005 00:01 Hjón slasast í gassprengingu Maður og kona fengu annars og þriðja stigs bruna eftir gassprengingu á tjaldstæðinu í Bjarkarlundi í fyrrakvöld. Maðurinn var inni í hjólhýsi sínu ásamt konunni að skipta um gaskút þegar upp kom gasleki. Sprengingin varð þegar gasið komst í snertingu við loga sem var á gashellu inni í hjólhýsinu. 4.7.2005 00:01 Segir fleiri spurningar vakna Helgi Hjörvar segir það vekja upp spurningar að Ker hafi skrifað undir afsal að flokksskrifstofum Framsóknar um það leyti sem Búnaðarbanki var seldur árið 2002. Aðdróttanir úr lausu lofti gripnar segja framsóknarmenn sem keyptu húsið 1997.</font /></b /> 4.7.2005 00:01 Grunuðum nauðgara sleppt Lögreglan á Höfn í Hornafirði hefur sleppt manninum sem handtekinn var í gær vegna gruns um að hafa nauðgað konu í bænum í fyrrinótt. Konan kærði nauðgun til lögreglunnar og var maðurinn handtekinn í kjölfarið. Sökum ölvunar var ekki hægt að yfirheyra hann strax en það er búið nú og hefur honum verið sleppt. Rannsókn málsins heldur áfram. 3.7.2005 00:01 Kaupin á Somerfield í uppnámi Kaupin á Somerfield-verslanakeðjunni komust í uppnám um helgina eftir að eigendur Baugs voru ákærðir fyrir auðgunarbrot og fleira, samkvæmt breskum fjölmiðlum. Samkvæmt þeim á Jón Ásgeir Jóhannesson að hafa boðist til að draga sig út úr tilboði sem fyrirtækið hefur gert ásamt fleirum í Somerfield. 3.7.2005 00:01 Sendiherra Egyptalands rænt í Írak Sendiherra Egyptalands í Írak var rænt í gærkvöldi. Fréttastofa Reuters hefur þetta eftir egypskum sendiráðsstarfsmanni en hann segir sendiherrann hafa verið að kaupa dagblað úti á götu þegar tvær BMW-bifreiðar, fullar af vopnuðum mönnum, hafi rennt upp að honum og numið hann á brott. 3.7.2005 00:01 Viðgerð lokið á Farice-strengnum Viðgerð er lokið á Farice-strengnum lauk í nótt en ekkert samband hefur verið um hann um nokkura daga skeið. Viðgerðin hófst um miðnætti og var samband komið á um klukkan þrjú. 3.7.2005 00:01 Ók á konu og flúði Ekið var á konu við Vaglaskóg í nótt og ökumaðurinn stakk síðan af. Þegar hann var kominn nokkuð frá vettvangi beið lögreglan á Akureyri eftir honum og gómaði hann. Þá var einnig ekið á mann á Flúðum seint í gærkvöldi. 3.7.2005 00:01 Stakkst réttindalaus inn í garð Sautján ára ökumaður en réttindalaus reyndi að hrista lögregluna af sér um hálfþrjúleytið í nótt með þeim afleiðingum að hann stakkst inn í garð á mótum Langholtsvegar og Skeiðarvogs og staðnæmdist harkalega á húsinu. 3.7.2005 00:01 19 námamenn látast í Kína Nítján námamenn létust þegar gassprenging varð í ólöglegri kolanámu í Shanxi í norðvesturhluta Kína. 34 menn höfðu lokast inni í sprengingu í gær, fjórum tókst að komast út og ellefu var bjargað, en þeir nítján sem eftir voru létu lífið í annarri sprengingu í morgun. 3.7.2005 00:01 Gonzales kom óvænt til Íraks Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Alberto Gonzales, kom í óvænta heimsókn til Íraks í morgun. Ráðherrann mun eiga fund við embættismenn írakska dómsmálaráðuneytisins og aðra ráðamenn í Bagdad að sögn talsmanns bandaríska sendiráðsins í borginni. Einnig mun hann að líkindum ræða við forsætisráðherra Íraks, Ibrahim al-Jaafari. 3.7.2005 00:01 Höfn: Hafast við í íþróttahúsinu Tæplega hundrað manns hafast nú við í íþróttahúsinu á Höfn í Hornafirði eftir að fólkið neyddist til að yfirgefa tjöld sín vegna vonskuveðurs. Lögregla, björgunarsveitir og starfsmenn Rauða krossins brugðust skjótt við og hjálpuðu fólki að taka niður tjöld sín og búnað og komast í skjól. 3.7.2005 00:01 Enginn handtekinn í nauðgunarmáli Enginn hefur enn verið handtekinn vegna nauðgunarmáls sem kom upp í Ólafsvík í fyrrinótt. Fimmtán ára stúlka kærði nauðgun og taldi að sér hefði verið byrlað ólyfjan. Tvær aðrar stúlkur tilkynntu lögreglu líka að þær teldu að þeim hafi verið byrlað einhverju álíka. 3.7.2005 00:01 Kaup 10-11 einn ákæruliða Kaupin á Somerfield-verslanakeðjunni eru komin í uppnám vegna ákærunnar á eigendur Baugs. Breskir fjölmiðlar segja einn ákæruliðanna gegn Jóni Ásgeiri snúa að kaupum Baugs á verslanakeðjunni 10-11. 3.7.2005 00:01 Mikið neðansjávargos virðist hafið Mikið neðansjávargos virðist hafið skammt frá japönsku eyjunni Iwo Jima. Starfsmenn japönsku landhelgisgæslunnar sáu gufustrók rísa upp úr sjónum í gær og í könnunarflugi kom í ljós að hann náði kílómetra upp í loftið og vatnið virtist rauðleitt þar sem strókurinn kom upp. 3.7.2005 00:01 Sungið að nýju í dönskum skólum Leiðtogar danska Þjóðarflokksins ætla að senda fulltrúum sínum í sveitarstjórnum beiðni um að þeir beiti sér fyrir því að morgunsöngur verði tekinn upp að nýju í dönskum grunnskólum. 3.7.2005 00:01 Lokaður vegna aurskriðu Vegurinn um Fagradal milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar er lokaður vegna aurskriðu við Mýrarbotna. Slæmt veður er á þessum slóðum, rigning og rok, og óljóst hvenær hægt verður að opna veginn aftur. 3.7.2005 00:01 Mannránið hefndaraðgerð? Talið er að ránið á sendiherra Egyptalands í Írak í gærkvöldi hafi verið hefndaraðgerð. Hann hafði aðeins verið nokkrar vikur í starfi. 3.7.2005 00:01 Sýning og tilsögn í fluguköstum Fimm erlendir kastkennarar verða með kastsýningu og tilsögn í fluguköstum á Miklatúni í dag. Þar fer fremstur í flokki Henrik Mortensen sem er einhver besti flugukastari heims um þessar mundir. 3.7.2005 00:01 Ljósleiðari rofnaði fyrir austan Ljósleiðari Símans rofnaði um hádegið í dag, að því er talið er vegna aurskriðunnar sem féll á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Bilunin hefur engin áhrif á talsímasamband Símans á þessu svæði. Aftur á móti liggur útsending Ríkisjónvarpsins niðri en útsending Ríkisútvarpsins er inni. 3.7.2005 00:01 Ungmenni selja klámmyndir af sér Nokkur ungmenni í Noregi hafa verið staðin að því undanfarið að setja myndir af sér í kynferðislegum athöfnum á Netið, gegn greiðslu. Talsmaður barnaverndunarráðs þar í landi segir þetta ekki geta flokkast undir neitt annað en vændi. Margir unglinganna sem um ræðir eru undir lögaldri. 3.7.2005 00:01 Varað við veðurofsa á Kjalarnesi Ökumaður bifhjóls missti stjórn á hjóli sínu og endaði utan vegar þegar skyndileg vindhviða reið yfir í Kollafirði fyrir stundu. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík er talið að meiðsl mannsins séu minniháttar. Veðurofsi er þessa stundina á Kjalarnesi og beinir lögregla þeim tilmælum til ökumanna að fara mjög varlega. Bílar með tjaldvagna og fellihýsi í eftirdragi gætu jafnvel þurft að bíða á meðan veðrið gengur yfir.</font /> 3.7.2005 00:01 Samfylkingin tilnefnir síðust Samfylkingin hefur tilnefnt fulltrúa í nefnd um endurskipulagningu lagalegrar umgjarðar um stjórnmálastarfsemi á Íslandi, síðust flokka á Alþingi. Dregist hefur í meira en mánuð að halda fyrsta fund í nefndinni, þar sem beðið var tilnefningar frá Samfylkingunni, en nú er undirbúningur að starfsemi nefndarinnar hafinn. 3.7.2005 00:01 Sjö bílar hið minnsta fastir Að minnsta kosti sjö bílar eru fastir á milli aurskriða sem féllu á veginn um Fagradal milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar í dag. Slæmt veður er á þessum slóðum, rigning og rok, og búast má við að ástandið vari að minnsta kosti fram á kvöld. 3.7.2005 00:01 Páfi vongóður um fund G8 Benedikt páfi segist vona að fundur leiðtoga G8-ríkjanna, stærstu iðnríkja heims, í næstu viku muni verða til þess að gripið verði til árangursríkra aðgerða til að sporna við fátækt og hungri í heiminum, sérstaklega í Afríku. Þetta kom fram í vikulegri predikun hans á St. Péturstorgi í dag. 3.7.2005 00:01 Sviftivindasamt víða um land Það er mjög sviftivindasamt víða um land og vill Umferðarstofa beina þeim tilmælum til ökumanna, og þá sérstaklega þeirra sem að eru með eftirvagna, að halda löglegum hraða. Samkvæmt upplýsingum frá umferðarfulltrúa slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Umferðarstofu gengur umferðin yfirleitt vel fyrir sig og það virðist ekki vera mikið um framúrakstur 3.7.2005 00:01 Útskrifaður af sjúkrahúsi Starfsmaður Landspítalans, sem veiktist af hermannaveiki, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Hann er nú í endurhæfingu og eru batahorfur mjög góðar. 3.7.2005 00:01 Þrjár sprengjur sprungu í Pristina Þrjár sprengjur sprungu í miðborg Pristina í Kosovo í nótt. Sprengjurnar sprungu nær samtímis við húsnæði Sameinuðu þjóðanna, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og héraðsstjórnarinnar. 3.7.2005 00:01 200 bíða eftir að komast í meðferð Eftirmeðferðarstöðvum SÁÁ, Vík og Staðarfelli, þarf að loka í sex vikur yfir sumarmánuðina. Þórarinn Tyrfingsson segir nauðsynlegt að loka til að spara peninga. 3.7.2005 00:01 Skessuhorn kaupir vefinn 847.is Fyrirtækið Skessuhorn ehf, sem gefur út héraðsfréttablaðið Skessuhorn á Vesturlandi og vefmiðilinn skessuhorn.is, hefur fest kaup á hestavefnum 847.is. 3.7.2005 00:01 Peningaþvætti ekki í ákæruliðunum Peningaþvætti kemur ekki fyrir í ákæruliðunum í Baugsmálinu. Ríkislögreglustjórinn fékk fyrir rúmum fjórtán mánuðum aðgang að gögnum Kaupþings í Lúxemborg um reikninga fyrirtækja Baugs á þeim forsendum að sterkur grunur léki á peningaþvætti. 3.7.2005 00:01 Sigur Rós syngur á íslensku Upptökum á nýrri geislaplötu hljómsveitarinnar Sigur Rósar er lokið en þær hafa staðið með hléum síðasta eina og hálfa árið. 3.7.2005 00:01 Vegurinn opnaður um níuleytið Vegurinn um Fagradal milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða mun verða opnaður um klukkan níu í kvöld að sögn Vegagerðarinnar. Unnið hefur verið að því frá því upp úr hádegi að ryðja veginn eftir að aurskriður féllu á hann. Ökumönnum er þó bent á að fara varlega því fleiri aurskriður gætu fallið. 3.7.2005 00:01 Ingvar í 16.-38. sæti á EM öldunga Ingvar Ásmundsson hafnaði í 16. til 38. sæti á Evrópumóti öldunga í skák sem lauk í Bad Homburg í Þýskalandi í gær. 3.7.2005 00:01 Enn haldið sofandi í öndunarvél Manni er enn haldið sofandi í öndunarvél eftir að hann slasaðist alvarlega í árekstri jeppa og fólksbíls á Hellisheiði á sjötta tímanum á föstudaginn. Að sögn lækna hefur ástand mannsins lítið breyst undanfarinn sólarhring. 3.7.2005 00:01 Asíuljón drukknuðu Yfir sjö þúsund þorp hafa verið rýmd og 176 þúsund eru heimilislausir í Indlandi eftir flóð vegna monsúnvindsins í Suður-Asíu. Að minnsta kosti 131 dó í gær auk þess sem sem eitt asíuljón fannst dautt eftir að hafa drukknað, en einungis 358 slík ljón eru þá eftir í heiminum. 3.7.2005 00:01 Bandarískur njósnari slapp Bandarískum njósnara tókst að komast undan óvinum sínum í austurhluta Afganistan. Maðurinn er hluti sérsveitarhóps sem hefur verið týndur síðan á þriðjudaginn, samkvæmt fréttastofu CNN. 3.7.2005 00:01 Fleiri skriður gætu fallið Vegurinn um Fagradal er lokaður vegna aurskriðna en vonast er til að hægt verði að opna hann seint í kvöld. Að minnsta kosti sjö bílar voru fastir í dag á milli skriðna og er óttast að fleiri skriður geti fallið. Tæplega hundrað manns flúðu tjaldstæðið á Höfn í Hornafirði vegna vonskuveðurs og leituðu skjóls í íþróttahúsinu. 3.7.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Viðurlög við kaupum á vélaolíu Ef þú kaupir notaðan fólksbíl sem einhvern tíma hefur verið tekin vélaolía á, ert það þú sem færð sektina ef upp kemst um málið en ekki fyrri eigandi. Sektin getur numið tugum þúsunda króna. Sindri Sindrason veit meira um málið. 4.7.2005 00:01
Foo Fighters á Íslandi Ísland er uppáhaldsstaðurinn okkar að spila á í heiminum, segir Dave Grohl, söngvari Foo Fighters. Tónleikar með hljómsveitinni verða haldnir í Egilshöllinni annað kvöld. 4.7.2005 00:01
Eldur í eldhúsi við Rauðarárstíg Á áttunda tímanum í kvöld varð eldur laus í eldhúsi íbúðar sem stendur við Rauðarárstíg. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá Slökkviliði Reykjavíkur voru tveir slökkvibílar sendir á staðinn. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og engin slys urðu á fólki. 4.7.2005 00:01
Mikill munur á matarverði Mikill munur var á hæsta og lægsta verði margra vörutegunda í verðkönnun sem Alþýðusamband Íslands framkvæmdi í byrjun mánaðarins. 4.7.2005 00:01
Samfylking fær bestu bitana Ný tillaga framsóknarmanna vegna áframhaldandi samstarfs R-listans í Reykjavík gerir ráð fyrir að Samfylkingin fái fyrsta val um borgarstjóra, formann borgarráðs og forseta borgarstjórnar samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 4.7.2005 00:01
Líks leitað í Grafarvogi Lögreglumenn og slökkviliðsmenn leituðu í gærkvöld að líki við Gullinbrú í Reykjavík. Leitin hófst eftir að barn sagði frá því að það hefði séð lík á floti þar sem það var á ferð. Að sögn lögreglu var lýsing barnsins þannig að ekki var annað hægt en að hefja leit af fullri alvöru. 4.7.2005 00:01
Fundu 40.000 ára gömul fótspor Breskir vísindamenn telja sig hafa fundið sönnun þess að fyrstu mennirnir hafi verið komnir til Ameríku fyrir 40 þúsund árum, það er 26.500 árum fyrr en hingað til hefur verið talið. 4.7.2005 00:01
Grundvallarmálin í Gleneagles Upptakturinn að leiðtogafundi sjö helstu iðnríkja heims og Rússlands hefur verið í lengra lagi og vakið nánast meiri athygli en sjálfur fundurinn. Á morgun koma leiðtogarnir loks saman í Gleneagles og taka ákvarðanir sem gætu haft veruleg áhrif á líf stórs hluta heimsbyggðarinnar. Málin í brennidepli eru aðstoð við fátækustu ríki og hlýnun jarðar. 4.7.2005 00:01
Hjón slasast í gassprengingu Maður og kona fengu annars og þriðja stigs bruna eftir gassprengingu á tjaldstæðinu í Bjarkarlundi í fyrrakvöld. Maðurinn var inni í hjólhýsi sínu ásamt konunni að skipta um gaskút þegar upp kom gasleki. Sprengingin varð þegar gasið komst í snertingu við loga sem var á gashellu inni í hjólhýsinu. 4.7.2005 00:01
Segir fleiri spurningar vakna Helgi Hjörvar segir það vekja upp spurningar að Ker hafi skrifað undir afsal að flokksskrifstofum Framsóknar um það leyti sem Búnaðarbanki var seldur árið 2002. Aðdróttanir úr lausu lofti gripnar segja framsóknarmenn sem keyptu húsið 1997.</font /></b /> 4.7.2005 00:01
Grunuðum nauðgara sleppt Lögreglan á Höfn í Hornafirði hefur sleppt manninum sem handtekinn var í gær vegna gruns um að hafa nauðgað konu í bænum í fyrrinótt. Konan kærði nauðgun til lögreglunnar og var maðurinn handtekinn í kjölfarið. Sökum ölvunar var ekki hægt að yfirheyra hann strax en það er búið nú og hefur honum verið sleppt. Rannsókn málsins heldur áfram. 3.7.2005 00:01
Kaupin á Somerfield í uppnámi Kaupin á Somerfield-verslanakeðjunni komust í uppnám um helgina eftir að eigendur Baugs voru ákærðir fyrir auðgunarbrot og fleira, samkvæmt breskum fjölmiðlum. Samkvæmt þeim á Jón Ásgeir Jóhannesson að hafa boðist til að draga sig út úr tilboði sem fyrirtækið hefur gert ásamt fleirum í Somerfield. 3.7.2005 00:01
Sendiherra Egyptalands rænt í Írak Sendiherra Egyptalands í Írak var rænt í gærkvöldi. Fréttastofa Reuters hefur þetta eftir egypskum sendiráðsstarfsmanni en hann segir sendiherrann hafa verið að kaupa dagblað úti á götu þegar tvær BMW-bifreiðar, fullar af vopnuðum mönnum, hafi rennt upp að honum og numið hann á brott. 3.7.2005 00:01
Viðgerð lokið á Farice-strengnum Viðgerð er lokið á Farice-strengnum lauk í nótt en ekkert samband hefur verið um hann um nokkura daga skeið. Viðgerðin hófst um miðnætti og var samband komið á um klukkan þrjú. 3.7.2005 00:01
Ók á konu og flúði Ekið var á konu við Vaglaskóg í nótt og ökumaðurinn stakk síðan af. Þegar hann var kominn nokkuð frá vettvangi beið lögreglan á Akureyri eftir honum og gómaði hann. Þá var einnig ekið á mann á Flúðum seint í gærkvöldi. 3.7.2005 00:01
Stakkst réttindalaus inn í garð Sautján ára ökumaður en réttindalaus reyndi að hrista lögregluna af sér um hálfþrjúleytið í nótt með þeim afleiðingum að hann stakkst inn í garð á mótum Langholtsvegar og Skeiðarvogs og staðnæmdist harkalega á húsinu. 3.7.2005 00:01
19 námamenn látast í Kína Nítján námamenn létust þegar gassprenging varð í ólöglegri kolanámu í Shanxi í norðvesturhluta Kína. 34 menn höfðu lokast inni í sprengingu í gær, fjórum tókst að komast út og ellefu var bjargað, en þeir nítján sem eftir voru létu lífið í annarri sprengingu í morgun. 3.7.2005 00:01
Gonzales kom óvænt til Íraks Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Alberto Gonzales, kom í óvænta heimsókn til Íraks í morgun. Ráðherrann mun eiga fund við embættismenn írakska dómsmálaráðuneytisins og aðra ráðamenn í Bagdad að sögn talsmanns bandaríska sendiráðsins í borginni. Einnig mun hann að líkindum ræða við forsætisráðherra Íraks, Ibrahim al-Jaafari. 3.7.2005 00:01
Höfn: Hafast við í íþróttahúsinu Tæplega hundrað manns hafast nú við í íþróttahúsinu á Höfn í Hornafirði eftir að fólkið neyddist til að yfirgefa tjöld sín vegna vonskuveðurs. Lögregla, björgunarsveitir og starfsmenn Rauða krossins brugðust skjótt við og hjálpuðu fólki að taka niður tjöld sín og búnað og komast í skjól. 3.7.2005 00:01
Enginn handtekinn í nauðgunarmáli Enginn hefur enn verið handtekinn vegna nauðgunarmáls sem kom upp í Ólafsvík í fyrrinótt. Fimmtán ára stúlka kærði nauðgun og taldi að sér hefði verið byrlað ólyfjan. Tvær aðrar stúlkur tilkynntu lögreglu líka að þær teldu að þeim hafi verið byrlað einhverju álíka. 3.7.2005 00:01
Kaup 10-11 einn ákæruliða Kaupin á Somerfield-verslanakeðjunni eru komin í uppnám vegna ákærunnar á eigendur Baugs. Breskir fjölmiðlar segja einn ákæruliðanna gegn Jóni Ásgeiri snúa að kaupum Baugs á verslanakeðjunni 10-11. 3.7.2005 00:01
Mikið neðansjávargos virðist hafið Mikið neðansjávargos virðist hafið skammt frá japönsku eyjunni Iwo Jima. Starfsmenn japönsku landhelgisgæslunnar sáu gufustrók rísa upp úr sjónum í gær og í könnunarflugi kom í ljós að hann náði kílómetra upp í loftið og vatnið virtist rauðleitt þar sem strókurinn kom upp. 3.7.2005 00:01
Sungið að nýju í dönskum skólum Leiðtogar danska Þjóðarflokksins ætla að senda fulltrúum sínum í sveitarstjórnum beiðni um að þeir beiti sér fyrir því að morgunsöngur verði tekinn upp að nýju í dönskum grunnskólum. 3.7.2005 00:01
Lokaður vegna aurskriðu Vegurinn um Fagradal milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar er lokaður vegna aurskriðu við Mýrarbotna. Slæmt veður er á þessum slóðum, rigning og rok, og óljóst hvenær hægt verður að opna veginn aftur. 3.7.2005 00:01
Mannránið hefndaraðgerð? Talið er að ránið á sendiherra Egyptalands í Írak í gærkvöldi hafi verið hefndaraðgerð. Hann hafði aðeins verið nokkrar vikur í starfi. 3.7.2005 00:01
Sýning og tilsögn í fluguköstum Fimm erlendir kastkennarar verða með kastsýningu og tilsögn í fluguköstum á Miklatúni í dag. Þar fer fremstur í flokki Henrik Mortensen sem er einhver besti flugukastari heims um þessar mundir. 3.7.2005 00:01
Ljósleiðari rofnaði fyrir austan Ljósleiðari Símans rofnaði um hádegið í dag, að því er talið er vegna aurskriðunnar sem féll á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Bilunin hefur engin áhrif á talsímasamband Símans á þessu svæði. Aftur á móti liggur útsending Ríkisjónvarpsins niðri en útsending Ríkisútvarpsins er inni. 3.7.2005 00:01
Ungmenni selja klámmyndir af sér Nokkur ungmenni í Noregi hafa verið staðin að því undanfarið að setja myndir af sér í kynferðislegum athöfnum á Netið, gegn greiðslu. Talsmaður barnaverndunarráðs þar í landi segir þetta ekki geta flokkast undir neitt annað en vændi. Margir unglinganna sem um ræðir eru undir lögaldri. 3.7.2005 00:01
Varað við veðurofsa á Kjalarnesi Ökumaður bifhjóls missti stjórn á hjóli sínu og endaði utan vegar þegar skyndileg vindhviða reið yfir í Kollafirði fyrir stundu. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík er talið að meiðsl mannsins séu minniháttar. Veðurofsi er þessa stundina á Kjalarnesi og beinir lögregla þeim tilmælum til ökumanna að fara mjög varlega. Bílar með tjaldvagna og fellihýsi í eftirdragi gætu jafnvel þurft að bíða á meðan veðrið gengur yfir.</font /> 3.7.2005 00:01
Samfylkingin tilnefnir síðust Samfylkingin hefur tilnefnt fulltrúa í nefnd um endurskipulagningu lagalegrar umgjarðar um stjórnmálastarfsemi á Íslandi, síðust flokka á Alþingi. Dregist hefur í meira en mánuð að halda fyrsta fund í nefndinni, þar sem beðið var tilnefningar frá Samfylkingunni, en nú er undirbúningur að starfsemi nefndarinnar hafinn. 3.7.2005 00:01
Sjö bílar hið minnsta fastir Að minnsta kosti sjö bílar eru fastir á milli aurskriða sem féllu á veginn um Fagradal milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar í dag. Slæmt veður er á þessum slóðum, rigning og rok, og búast má við að ástandið vari að minnsta kosti fram á kvöld. 3.7.2005 00:01
Páfi vongóður um fund G8 Benedikt páfi segist vona að fundur leiðtoga G8-ríkjanna, stærstu iðnríkja heims, í næstu viku muni verða til þess að gripið verði til árangursríkra aðgerða til að sporna við fátækt og hungri í heiminum, sérstaklega í Afríku. Þetta kom fram í vikulegri predikun hans á St. Péturstorgi í dag. 3.7.2005 00:01
Sviftivindasamt víða um land Það er mjög sviftivindasamt víða um land og vill Umferðarstofa beina þeim tilmælum til ökumanna, og þá sérstaklega þeirra sem að eru með eftirvagna, að halda löglegum hraða. Samkvæmt upplýsingum frá umferðarfulltrúa slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Umferðarstofu gengur umferðin yfirleitt vel fyrir sig og það virðist ekki vera mikið um framúrakstur 3.7.2005 00:01
Útskrifaður af sjúkrahúsi Starfsmaður Landspítalans, sem veiktist af hermannaveiki, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Hann er nú í endurhæfingu og eru batahorfur mjög góðar. 3.7.2005 00:01
Þrjár sprengjur sprungu í Pristina Þrjár sprengjur sprungu í miðborg Pristina í Kosovo í nótt. Sprengjurnar sprungu nær samtímis við húsnæði Sameinuðu þjóðanna, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og héraðsstjórnarinnar. 3.7.2005 00:01
200 bíða eftir að komast í meðferð Eftirmeðferðarstöðvum SÁÁ, Vík og Staðarfelli, þarf að loka í sex vikur yfir sumarmánuðina. Þórarinn Tyrfingsson segir nauðsynlegt að loka til að spara peninga. 3.7.2005 00:01
Skessuhorn kaupir vefinn 847.is Fyrirtækið Skessuhorn ehf, sem gefur út héraðsfréttablaðið Skessuhorn á Vesturlandi og vefmiðilinn skessuhorn.is, hefur fest kaup á hestavefnum 847.is. 3.7.2005 00:01
Peningaþvætti ekki í ákæruliðunum Peningaþvætti kemur ekki fyrir í ákæruliðunum í Baugsmálinu. Ríkislögreglustjórinn fékk fyrir rúmum fjórtán mánuðum aðgang að gögnum Kaupþings í Lúxemborg um reikninga fyrirtækja Baugs á þeim forsendum að sterkur grunur léki á peningaþvætti. 3.7.2005 00:01
Sigur Rós syngur á íslensku Upptökum á nýrri geislaplötu hljómsveitarinnar Sigur Rósar er lokið en þær hafa staðið með hléum síðasta eina og hálfa árið. 3.7.2005 00:01
Vegurinn opnaður um níuleytið Vegurinn um Fagradal milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða mun verða opnaður um klukkan níu í kvöld að sögn Vegagerðarinnar. Unnið hefur verið að því frá því upp úr hádegi að ryðja veginn eftir að aurskriður féllu á hann. Ökumönnum er þó bent á að fara varlega því fleiri aurskriður gætu fallið. 3.7.2005 00:01
Ingvar í 16.-38. sæti á EM öldunga Ingvar Ásmundsson hafnaði í 16. til 38. sæti á Evrópumóti öldunga í skák sem lauk í Bad Homburg í Þýskalandi í gær. 3.7.2005 00:01
Enn haldið sofandi í öndunarvél Manni er enn haldið sofandi í öndunarvél eftir að hann slasaðist alvarlega í árekstri jeppa og fólksbíls á Hellisheiði á sjötta tímanum á föstudaginn. Að sögn lækna hefur ástand mannsins lítið breyst undanfarinn sólarhring. 3.7.2005 00:01
Asíuljón drukknuðu Yfir sjö þúsund þorp hafa verið rýmd og 176 þúsund eru heimilislausir í Indlandi eftir flóð vegna monsúnvindsins í Suður-Asíu. Að minnsta kosti 131 dó í gær auk þess sem sem eitt asíuljón fannst dautt eftir að hafa drukknað, en einungis 358 slík ljón eru þá eftir í heiminum. 3.7.2005 00:01
Bandarískur njósnari slapp Bandarískum njósnara tókst að komast undan óvinum sínum í austurhluta Afganistan. Maðurinn er hluti sérsveitarhóps sem hefur verið týndur síðan á þriðjudaginn, samkvæmt fréttastofu CNN. 3.7.2005 00:01
Fleiri skriður gætu fallið Vegurinn um Fagradal er lokaður vegna aurskriðna en vonast er til að hægt verði að opna hann seint í kvöld. Að minnsta kosti sjö bílar voru fastir í dag á milli skriðna og er óttast að fleiri skriður geti fallið. Tæplega hundrað manns flúðu tjaldstæðið á Höfn í Hornafirði vegna vonskuveðurs og leituðu skjóls í íþróttahúsinu. 3.7.2005 00:01