Innlent

Ljósleiðari rofnaði fyrir austan

Ljósleiðari Símans rofnaði um hádegið í dag, að því er talið er vegna aurskriðunnar sem féll á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Bilunin hefur engin áhrif á talsímasamband Símans á þessu svæði. Aftur á móti liggur útsending Ríkisjónvarpsins niðri á Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði, Breiðdalsvík og Djúpavogi en útsending Ríkisútvarpsins er inni. Rofið hefur einnig áhrif á gagnaflutninga á Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og Djúpavogi og GSM-samband á Fáskrúðsfirði. Enn er leitað leiða til að tengja sambönd um aðrar leiðir. Viðgerð á ljósleiðaranum mun eitthvað dragast vegna gífurlegra rigninga. Vegir eru víða lokaðir vegna veðurs og ófærðar af völdum skriðufalla þannig að viðgerðarmenn hafa ekki komist á staðinn til að meta aðstæður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×