Innlent

Enn haldið sofandi í öndunarvél

Manni er enn haldið sofandi í öndunarvél eftir að hann slasaðist alvarlega í árekstri jeppa og fólksbíls á Hellisheiði á sjötta tímanum á föstudaginn. Að sögn lækna hefur ástand mannsins lítið breyst undanfarinn sólarhring. Bílarnir rákust saman við Skíðaskálann í Hveradalabrekku. Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir áreksturinn og þrír þeirra hafa verið útskrifaðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×