Innlent

Ingvar í 16.-38. sæti á EM öldunga

Ingvar Ásmundsson hafnaði í 16. til 38. sæti á Evrópumóti öldunga í skák sem lauk í Bad Homburg í Þýskalandi í gær. Ingvar gerði jafntefli við þjóðverjann Michail Bogorads í lokaumferðinni og stóð uppi með sex vinninga. Ísraelski stórmeistarinn Mark Tseitlin bar sigur úr býtum í mótinu í karlaflokki en Evrópumeistari kvenna varð pólska skákkonan Hanna Erenska-Barlo. 220 skákmenn úr gjörvallri álfunni tóku þátt í mótinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×