Innlent

Sjö bílar hið minnsta fastir

Að minnsta kosti sjö bílar eru fastir á milli aurskriða sem féllu á veginn um Fagradal milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar í dag. Slæmt veður er á þessum slóðum, rigning og rok, og óljóst hvenær hægt verður að opna veginn aftur. Vegagerðin segist ætla að reyna að opna alla vega efri skriðuna sem er nær Egilsstöðum en búast má við að ástandið vari að minnsta kosti fram á kvöld. Vegagerðin bendir vegfarendum að fara heldur um Breiðdalsheiði eða fjarðarleiðina. Ljósleiðari Símans rofnaði vegna aurskriðanna. Bilunin hefur engin áhrif á talsímasamband Símans á þessu svæði en aftur á móti liggur útsending Ríkisjónvarpsins niðri á Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði, Breiðdalsvík og Djúpavogi en útsending Ríkisútvarpsins er inni. Enn er leitað leiða til að tengja sambönd um aðrar leiðir. Viðgerðarmenn hafa enn ekki komist á staðinn til að meta aðstæður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×