Peningaþvætti ekki í ákæruliðunum 3. júlí 2005 00:01 Peningaþvætti kemur ekki fyrir í ákæruliðunum í Baugsmálinu. Ríkislögreglustjórinn fékk fyrir rúmum fjórtán mánuðum aðgang að gögnum Kaupþings í Lúxemborg um reikninga fyrirtækja Baugs á þeim forsendum að sterkur grunur léki á peningaþvætti. Í Lúxemborg ríkir bankaleynd og aðgangur að reikningum er aðeins veittur lögreglu ef grunur leikur á peningaþvætti eða innherjaviðskiptum. Samkævmt öruggum heimildum fréttastofu koma hvorki peningaþvætti né innherjaviðskipti fyrir í ákæruliðunum fjörutíu í Baugsmálinu. Að öðru leyti hafa engar upplýsingar fengist um innihald ákæruliðanna að öðru leyti en því að þar séu mjög alvarlegar ásakanir um fjárdrátt. Ákærurnar verða ekki þingfestar fyrr en 17. ágúst og verða því ekki gerðar opinberar fyrr en þá. Ekki er óvarlegt að ætla að ferlið sem þá taki við gæti tekið eitt og hálft til tvö ár og fyrst þá verði málið til lykta leitt. Í gær sagðist Jón Gerald Sullenberger ætla í meiðyrðamál við Jónatan Þórmundsson lagaprófessor. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, segir hann ekki hafa nokkrar forsendur til þess, enda hafi það komið fram í fréttum Ríkissjónvarpssins í gær að Jón Gerald hafi viðurkennt í yfirheyrslum hjá lögreglu að hafa haft í hótunum við Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra fyrirtækisins. Það sé því alls ekki of langt gengið hjá Jónatani að komast að þeirri niðurstöðu að Jón Gerald hafi farið fram með málið af hefndarhug. „Ég held að það væri þá nær fyrir Jónatan Þórmundsson að íhuga einhvers konar málsókn á hendur Jóni Gerald, en það mun hann auðvitað ekki gera því þetta er auðvitað ekki svaravert,“ segir Hreinn. Hreinn telur það einkennilega tilviljun að Jón Gerald, sem búsettur er í Bandaríkjunum, hafi verið staðsettur á Íslandi þegar ákærur voru gefnar út. Honum finnst það allt að því broslegt að hann hafi verið hér á þeim tímapunkti, gefi viðtöl og hóti að fara í mál við allt og alla.m Aðspurður hvort hann telji að Jón Gerald hafi vitað hvenær ákæran yrði birt segist Hreinn ekki hafa hugmynd um það en tímasetning heimsóknar Jóns sé óneitanlega athyglisverð. Breskir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að kaup Baugs á Somerfield-verslanakeðjunni væru komin í uppnám vegna ákærunnar á eigendur Baugs. Sunday Times greindi frá því að Jón Ásgeir hefði boðist til að draga sig út úr tilboðinu, enda gæti fjármögnun kaupanna reynst erfið því hæpið væri að bankar myndu lána til kaupanna á meðan slíkt óvissuástand ríkti um Baug. Hreinn segir þetta vissulega munu hafa mikil áhrif fyrir félagið erlendis og það sé verkefni sem verið sé að takast á við um þessar mundir. Í dagblaðinu Daily Telegraph í dag var því haldið fram að einn ákæruliðanna gegn Jóni Ásgeiri sneri að kaupum Baugs á verslunum 10-11. Jón Ásgeir hafi hagnast persónulega á kaupunum með því að kaupa verslanakeðjuna fyrst sjálfur, en selja hana síðan Baugi. Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Peningaþvætti kemur ekki fyrir í ákæruliðunum í Baugsmálinu. Ríkislögreglustjórinn fékk fyrir rúmum fjórtán mánuðum aðgang að gögnum Kaupþings í Lúxemborg um reikninga fyrirtækja Baugs á þeim forsendum að sterkur grunur léki á peningaþvætti. Í Lúxemborg ríkir bankaleynd og aðgangur að reikningum er aðeins veittur lögreglu ef grunur leikur á peningaþvætti eða innherjaviðskiptum. Samkævmt öruggum heimildum fréttastofu koma hvorki peningaþvætti né innherjaviðskipti fyrir í ákæruliðunum fjörutíu í Baugsmálinu. Að öðru leyti hafa engar upplýsingar fengist um innihald ákæruliðanna að öðru leyti en því að þar séu mjög alvarlegar ásakanir um fjárdrátt. Ákærurnar verða ekki þingfestar fyrr en 17. ágúst og verða því ekki gerðar opinberar fyrr en þá. Ekki er óvarlegt að ætla að ferlið sem þá taki við gæti tekið eitt og hálft til tvö ár og fyrst þá verði málið til lykta leitt. Í gær sagðist Jón Gerald Sullenberger ætla í meiðyrðamál við Jónatan Þórmundsson lagaprófessor. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, segir hann ekki hafa nokkrar forsendur til þess, enda hafi það komið fram í fréttum Ríkissjónvarpssins í gær að Jón Gerald hafi viðurkennt í yfirheyrslum hjá lögreglu að hafa haft í hótunum við Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra fyrirtækisins. Það sé því alls ekki of langt gengið hjá Jónatani að komast að þeirri niðurstöðu að Jón Gerald hafi farið fram með málið af hefndarhug. „Ég held að það væri þá nær fyrir Jónatan Þórmundsson að íhuga einhvers konar málsókn á hendur Jóni Gerald, en það mun hann auðvitað ekki gera því þetta er auðvitað ekki svaravert,“ segir Hreinn. Hreinn telur það einkennilega tilviljun að Jón Gerald, sem búsettur er í Bandaríkjunum, hafi verið staðsettur á Íslandi þegar ákærur voru gefnar út. Honum finnst það allt að því broslegt að hann hafi verið hér á þeim tímapunkti, gefi viðtöl og hóti að fara í mál við allt og alla.m Aðspurður hvort hann telji að Jón Gerald hafi vitað hvenær ákæran yrði birt segist Hreinn ekki hafa hugmynd um það en tímasetning heimsóknar Jóns sé óneitanlega athyglisverð. Breskir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að kaup Baugs á Somerfield-verslanakeðjunni væru komin í uppnám vegna ákærunnar á eigendur Baugs. Sunday Times greindi frá því að Jón Ásgeir hefði boðist til að draga sig út úr tilboðinu, enda gæti fjármögnun kaupanna reynst erfið því hæpið væri að bankar myndu lána til kaupanna á meðan slíkt óvissuástand ríkti um Baug. Hreinn segir þetta vissulega munu hafa mikil áhrif fyrir félagið erlendis og það sé verkefni sem verið sé að takast á við um þessar mundir. Í dagblaðinu Daily Telegraph í dag var því haldið fram að einn ákæruliðanna gegn Jóni Ásgeiri sneri að kaupum Baugs á verslunum 10-11. Jón Ásgeir hafi hagnast persónulega á kaupunum með því að kaupa verslanakeðjuna fyrst sjálfur, en selja hana síðan Baugi.
Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira