Innlent

Sýning og tilsögn í fluguköstum

Fimm erlendir kastkennarar verða með kastsýningu og tilsögn í fluguköstum á Miklatúni í dag. Þar fer fremstur í flokki Henrik Mortensen sem er einhver besti flugukastari heims um þessar mundir. Gert er ráð fyrir því að veiðimenn fjölmenni á þennan viðburð og fylgist með hinum erlendu gestum auk þess að njóta tilsagnar Mortensens. Köstin og kennslan fer fram fyrir neðan Kjarvalsstaði og hefst klukkan 17.30.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×