Innlent

Höfn: Hafast við í íþróttahúsinu

Tæplega hundrað manns hafast nú við í íþróttahúsinu á Höfn í Hornafirði eftir að fólkið neyddist til að yfirgefa tjöld sín vegna vonskuveðurs. Lögregla, björgunarsveitir og starfsmenn Rauða krossins brugðust skjótt við og hjálpuðu fólki að taka niður tjöld sín og búnað og komast í skjól. Að sögn lögreglunnar hefur enginn lent í sérstökum vandræðum vegna þessa, enda var skjótt brugðist við. Töluverður mannfjöldi er í bænum vegna Humarhátíðar. Veðurstofan spáir stormi á austanverðu landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×