Innlent

Varað við veðurofsa á Kjalarnesi

Ökumaður bifhjóls missti stjórn á hjóli sínu og endaði utan vegar þegar skyndileg vindhviða reið yfir í Kollafirði fyrir stundu. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík er talið að meiðsl mannsins séu minniháttar og líklega þurfi ekki að ferja hann með sjúkraifreið í bæinn. Lögregla er enn að störfum á vettvangi. Veðurofsi er þessa stundina á Kjalarnesi og beinir lögregla þeim tilmælum til ökumanna að fara mjög varlega. Bílar með tjaldvagna og fellihýsi í eftirdragi gætu jafnvel þurft að bíða á meðan veðrið gengur yfir. Nokkrir lentu í vandræðum í hviðunum síðdegis og opnuðust til að mynda tjaldvagnar á bílum sem voru á fullri ferð. Enn sem komið er hefur veðrið þó ekki valdið neinu verulegu tjóni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×