Samfylking fær bestu bitana 4. júlí 2005 00:01 Ný tillaga framsóknarmanna vegna áframhaldandi samstarfs R-listans í Reykjavík gerir ráð fyrir að Samfylkingin fái fyrsta val um borgarstjóra, formann borgarráðs og forseta borgarstjórnar samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Í gær fór fram fundur meðal samstarfsnefndar Reykjavíkurlistans en þar voru ýmsar tillögur ræddar fram og aftur. Ágreiningur hefur verið með hvaða hætti hver flokkur skuli bjóða fram og einnig hvernig listinn í heild eigi að líta út fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Hefur Samfylkingin gert þar kröfur sem öðrum hefur litist miður á. Þorlákur Björnsson, Framsóknarflokki, segir enn töluvert í samkomulag milli flokkanna en á næsta fundi muni skýrast hvort Samfylkingin hafi í raun hug á að starfa með hinum flokkunum áfram og boltinn sé hjá þeim. Margar tillögur hafa þegar verið lagðar fram en fundarmenn gefa sér nú eina viku fyrir næsta fund að ákvarða hvort sátt náist um hugmynd Framsóknar og standa vonir til að svo verði enda vilji flestra að klára þessi mál sem fyrst. Páll Halldórsson, fulltrúi Samfylkingar í samráðshópnum, sagði málin öll í réttum farvegi. "Það hafa komið fram gildar hugmyndir á öllum okkar fundum og öll þessi vinna snýst um að ná samkomulagi um þær. Það tekur tíma að velta þeim hugmyndum á milli og kannski fæst vænleg niðurstaða og kannski ekki." Svandís Svavarsdóttir frá Vinstri grænum sagði fundinn hafa gengið bærilega en hún segir að tíminn sé orðinn knappur. "Ég hefði viljað sjá þetta ganga hraðar fyrir sig enda nóg af öðrum málefnum sem taka þarf til skoðunar." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Ný tillaga framsóknarmanna vegna áframhaldandi samstarfs R-listans í Reykjavík gerir ráð fyrir að Samfylkingin fái fyrsta val um borgarstjóra, formann borgarráðs og forseta borgarstjórnar samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Í gær fór fram fundur meðal samstarfsnefndar Reykjavíkurlistans en þar voru ýmsar tillögur ræddar fram og aftur. Ágreiningur hefur verið með hvaða hætti hver flokkur skuli bjóða fram og einnig hvernig listinn í heild eigi að líta út fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Hefur Samfylkingin gert þar kröfur sem öðrum hefur litist miður á. Þorlákur Björnsson, Framsóknarflokki, segir enn töluvert í samkomulag milli flokkanna en á næsta fundi muni skýrast hvort Samfylkingin hafi í raun hug á að starfa með hinum flokkunum áfram og boltinn sé hjá þeim. Margar tillögur hafa þegar verið lagðar fram en fundarmenn gefa sér nú eina viku fyrir næsta fund að ákvarða hvort sátt náist um hugmynd Framsóknar og standa vonir til að svo verði enda vilji flestra að klára þessi mál sem fyrst. Páll Halldórsson, fulltrúi Samfylkingar í samráðshópnum, sagði málin öll í réttum farvegi. "Það hafa komið fram gildar hugmyndir á öllum okkar fundum og öll þessi vinna snýst um að ná samkomulagi um þær. Það tekur tíma að velta þeim hugmyndum á milli og kannski fæst vænleg niðurstaða og kannski ekki." Svandís Svavarsdóttir frá Vinstri grænum sagði fundinn hafa gengið bærilega en hún segir að tíminn sé orðinn knappur. "Ég hefði viljað sjá þetta ganga hraðar fyrir sig enda nóg af öðrum málefnum sem taka þarf til skoðunar."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira