Innlent

Útskrifaður af sjúkrahúsi

Starfsmaður Landspítalans, sem veiktist af hermannaveiki, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Hann er nú í endurhæfingu og eru batahorfur mjög góðar. Maðurinn var útskrifaður í síðustu viku. Hann veiktist erlendis þann 15. maí en hann hafði farið af landi brott þremur dögum fyrr. Hann var fluttur heim og lagður inn á Landspítalann þar sem hann lá í fjórar vikur. Í þrjár og hálfa viku var honum haldið sofandi í öndunarvél. Að sögn sonar mannsins er faðir hans allur að koma til og sýnir hann framfarir daglega. Fyrir dyrum stendur endurhæfing í tvo til þrjá mánuði vegna hinnar löngu legu. Sonur mannsins, sem er læknir, segir að batahorfur föður síns séu mjög góðar og ekkert bendi til annars en að hann nái fullum bata eftir þessi veikindi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×