Fleiri fréttir

Læknafélag Íslands kærir ríkið

Læknafélag Íslands hefur stefnt Landspítala-háskólasjúkrahúsi fyrir að veita unglæknum ekki uppsafnað frí fái þeir ekki ellefu klukkustunda hvíld á sólarhring.

Sátt virðist í sjónmáli

Sátt virðist í sjónmáli í milliríkjadeilu Kínverja og Japana sem hefur farið stigvaxandi undanfarnar víkur. Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans og Hu Jintao, forseti Kína, funduðu saman í Indónesíu í gær þar sem fram fer ráðstefna leiðtoga Asíu- og Afríkuríkja. 

Hnúfubakur í Reykjavíkurhöfn

Hnúfubakur lagði leið sinni inn í Reykjavíkurhöfn og vakti mikla lukku hjá ferðamönnum. "Þetta er í fyrsta sinn sem ég veit til þess að stórhveli hafi komið inn í höfnina hér í Reykjavík," segir Einar Örn Einarsson, skipstjóri á hvalaskoðunarskipinu Eldingu.

Biðst afsökunar á grimmdarverkum

Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, hefur beðist afsökunar á grimmdarverkum Japana í Seinni heimsstyrjöld. Koizumi hélt í nótt ávarp á ráðstefnu Asíu- og Afríkuþjóða í Jakarta á Indónesíu og sagði þar að grimmdarverk Japana hefðu valdið öðrum Asíuþjóðum gríðarlegu tjóni og þjáningum.

Bjargaði börnum úr háska

Tvö þriggja ára börn, drengur og stúlka, voru hætt komin þegar þau féllu fram af sjávarkambi og ofan í sjó við Kolgrafarfjörð á Snæfellsnesi í gær. Kona bjargaði lífi þeirra með því að sýna mikið áræði.

Skotbardagi í Kristjaníu

Einn maður beið bana og þrír voru fluttir með skotsár á sjúkrahús eftir að til skotbardaga kom á Pusher Street í fríríkinu Kristjaníu í Kaupmannahöfn undir kvöld í gær. Árásarmennirnir fjórir komust undan í stolnum bíl og er þeirra enn leitað. Að sögn sjónarvotta beittu þeir m.a. vélbyssum.

Fjórði maðurinn handtekinn

Lögreglan á Akureyri hefur handtekið fjórða manninn í tengslum við rannsókn á stóru fíkniefnamáli sem upp kom fyrir viku. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og eru nú þrír í varðhaldi vegna málsins en einum hefur verið sleppt.

Játar aðild að hryðjuverkunum

Marokkómaðurinn Zacarias Moussaoui mun í dag játa aðild sína að hryðjuverkunum 11. september árið 2001 fyrir dómstóli í Virginíu í Bandaríkjunum. Hann er sá eini sem þegar hefur verið ákærður í Bandaríkjunum vegna hryðjuverkanna og gæti átt yfir höfði sér dauðarefsingu.

Lýsa ábyrgð á ódæðinu

Hópur sem kallar sig „Íslamska herinn í Írak“ segist bera ábyrgð á því að búlgörsk þyrla var skotin niður í Írak í gær, með þeim afleiðingum að tíu manns létust. Þá segist hópurinn hafa náð þeim eina úr áhöfninni sem komst lífs af og að hann hafi verið drepinn í gær.

62% Frakka andvíg

Meira en 62 prósent Frakka ætla að hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins, samkvæmt skoðanakönnun sem birtist í frönsku dagblaði í dag. Aldrei áður hefur andstaða við stjórnarskrána mælst meiri en sextíu prósent í skoðanakönnun í Frakklandi.

Þrjú fíkniefnamál á sólarhring

Þrjú fíkniefnamál komu upp á Suðurnesjum frá því í fyrrakvöld og þar til í gærkvöld. Hald var lagt á amfetamín í öllum tilvikum en önnur efni fundust ekki.

Fjórir fallnir í Sádi-Arabíu

Minnst fjórir hafa fallið í valinn í bardögum lögreglumanna og uppreisnarmanna í borginni Mekka í Sádi-Arabíu í gærkvöldi og í nótt. Bardagarnir byrjuðu þegar fjórir uppreisnarmenn í dulargervi reyndu að smygla sér inn í borgina í gærkvöldi.

Japanar horfa mest á sjónvarp

Japanar eiga heimsmetið í sjónvarpsglápi. Samkvæmt nýrri könnun horfa þeir að jafnaði á sjónvarp í um fimm klukkustundir á hverjum degi. Það er nærri klukkutíma meira en Grikkir sem horfa mest allra Evrópuþjóða á sjónvarp, eða í rétt rúmar fjórar klukkustundir á degi hverjum.

Gæti valdi algjörri ringulreið

Verði stjórnarskrá Evrópusambandsins hafnað gæti það valdið algjörri ringulreið. Þetta segir Peter Mandelson, viðskiptastjóri Evrópusambandsins. Hann telur að höfnun myndi hafa afar neikvæð áhrif á efnahagslíf innan sambandsins og að stöðnun væri líkleg.

Enn beðið nýrrar stjórnar

Enn verður bið á því að ný ríkisstjórn taki til starfa í Írak. Þetta sagði Jalal Talabani, forseti Íraks í viðtali í gærkvöldi. Hann segir að enn eigi eftir að nást samkomulag um það með hvaða hætti súnnítar muni koma að stjórninni, sem sé nauðsynlegt eigi að nást fram breið sátt allra landsmanna um hina nýju stjórn.

HIV-sýktum fjölgar í Þýskalandi

HIV-sýkingum meðal samkynhneigðra karlmanna í Þýskalandi fjölgar nú og er munurinn sex prósent á milli áranna 2003 og 2004. Ástæða þessa mun vera sú að smokkanotkun hefur minnkað og það færist í vöxt að ákveðnir þjóðfélagshópar stundi kynlíf án varna.

Berlusconi myndi nýja stjórn

Carlo Azeglio Ciampi, forseti Ítalíu, boðaði fyrir stundu Silvio Berlusconi á sinn fund síðdegis í dag. Þar hyggst hann biðja Berlusconi að mynda ríkisstjórn á ný. Ciampi hefur í gær og morgun fundað með leiðtogum ítalskra stjórnmálaflokka til að kanna hvort Berlusconi nyti nægilegs stuðnings til að mynda ríkisstjórn á ný.

Skyndihjálparþekking skipti sköpum

Kona, sem með snarræði bjargaði þriggja ára stúlku frá drukknun á Snæfellsnesi í gær, segir að þekking sín á skyndihjálp hafi tvímælalaust skipt sköpum um björgunina.

Neyðarfundur í sjávarútvegsnefnd

Þorskaflinn hefur að jafnaði verið mun minni, í þau rúmlega tuttugu ár sem veiðunum hefur verið stjórnað með kvótum til að byggja stofninn upp, en hann var um áraraðir þegar menn gátu stundað veiðarnar frjálst. Þetta verður meðal annars rætt á neyðarfundi sem boðað hefur verið til í sjávarútvegsnefnd Alþingis eftir hádegi.

Gríðarleg öryggisgæsla á Spáni

Gríðarleg öryggisgæsla er vegna réttarhalda yfir tuttugu og fjórum meintum hryðjuverkamönnum al-Qaida á Spáni. Krafist er sextíu þúsund ára fangelsis yfir hverjum þeirra.

Ákæran á Clinton hefnd

Herferð repúblíkana gegn Bill Clinton og ákæran á hendur honum vegna meinsæris voru hefnd fyrir ákæruna á hendur Richard Nixon. Þetta segir Henry Hyde, einhver reyndasti þingmaður repúblíkana á Bandaríkjaþingi og formaður dómsmálanefndar þingsins.

Jón leggur í langsund

Jón S. von Tetzchner, íslenskur forstjóri norska vafrafyrirtækisins Opera Software, sagðist á vinnufundi í fyrirtækinu ætla að synda frá Noregi til Bandaríkjana ef fleiri en milljón hlaða niður nýjustu útgáfu vafrans sem út kom á þriðjudag á fyrstu fjórum dögunum.

Kjörseðlar sendir út í dag

Kjörstjórn Samfylkingarinnar vegna formannskosninganna sendir í dag út tæplega 20 þúsund kjörseðla til allra sem skráðir eru í flokkinn. Flokksmönnum hefur fjölgað um 54 prósent frá áramótum, langmest síðustu dagana og vikurnar áður en skráningarfrestur til þátttöku í formannskjörinu rann út.

Leiðtogar Kína og Japans funda

Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, segist vera á leið til fundar við Hu Jintao, forseta Kína. Koizumi baðst fyrr í morgun opinberlega afsökunar á grimmdarverkum Japana í Seinni heimsstyrjöld.

Mikill munur á tilboðum í uppgröft

Gríðarmikill munur var á hæsta og lægsta tilboði til Landsvirkjunar í uppgröft í sumar á mannvistarleifum á svonefndum Hálsum sem fara undir vatn þegar Kárahnjúkalón verður fyllt. Lægsta tilboð átti Fornleifastofnun Íslands, 11,5 milljónir króna.

Molinn opnaður á Reyðarfirði

Ný verslunarmiðstöð, sem hlotið hefur nafnið Molinn, verður opnuð á Reyðarfirði í dag. Hún er um 2700 fermetra stór en byggingarframkvæmdir hófust á síðasta ári.

Hvíldartíminn í bága við ESB

Íslensk stjórnvöld framfylgdu ekki vinnutímatilskipun Evrópusambandsins varðandi hvíldartíma unglækna, samkvæmt áliti sem ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur sent íslenskum stjórnvöldum. Stjórnvöldum hefur verið veittur tveggja mánaða frestur til að grípa til viðeigandi ráðstafana. 

Flóttamenn efstir á blaði

Flóttamenn og hælisleitendur eru efst á blaði í kosningabaráttunni í Bretlandi. Íhaldsmenn leggja ofuráherslu á að fækka innflytjendum og Blair forsætisráðherra tekur orðið í sama streng.

Tíu ár í stjórn

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Davíð Oddsson utanríkisráðherra boðuðu til blaðamannafundar eftir hádegi í tilefni af því að tíu ár eru liðin frá því ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins tók við völdum.

Heitt vatn lækkar um 1,5%

Orkuveita Reykjavíkur hefur ákveðið að lækka verð á heitu vatni um 1,5%, frá 1. júní næstkomandi. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi orkuveitunnar í fyrradag.

Nauðgunarfórnarlambi vísað frá

Héraðsdómur Reykjavíkur gagnrýnir lögregluna í Reykjavík og telur ámælisvert að hún skuli ekki hafa, í nóvember síðastliðnum, tekið á móti nauðgunarkæru konu þegar í stað, eins og henni hafi borið að gera.

Brýnt að ganga ekki lengra

Persónuvernd telur brýnt að ekki verði gengið lengra en brýna nauðsyn beri til þegar um er að ræða jafn almenna og umfangsmikla skráningu á persónuupplýsingum og gert er ráð fyrir í nýju frumvarpi um breytingu á lögum um fjarskipti.

Börnin við góða líðan

Börnin tvö, sem féllu í sjóinn í Kolgrafafirði í fyrradag, voru við góða líðan á Barnaspítalanum í gær og sagði Sigurður Kristjánsson barnalæknir að engin hætta væri á ferðum.

Kók um borð að nýju

Icelandair og Vífilfell undirrituðu í dag samning um að vörur Vífilfells verði á ný fáanlegar um borð í vélum Icelandair og næstu tvö árin hið minnsta. Samningurinn felur í sér kaup Icelandair á gosdrykkjum, bjór, vatni, safa og léttum vínum frá Vífilfelli.

Þýska mannætan aftur fyrir rétt

Mál þýsku mannætunnar Armin Meiwes, sem dæmdur var í átta og hálfs árs fangelsi á síðasta ári fyrir að drepa mann og leggja hann sér til munns að því loknu, verður tekið upp að nýju. Hinn vægi dómur olli hneykslan víða um heim þegar hann féll.

Hækkað um þrettán milljónir

"Þetta er fyrsta eignin sem ég man eftir að sé auglýst mikið dýrari svona skömmu eftir að við seljum hana," segir Óskar Ásgeirsson, hjá Ríkiskaupum. Rúmur mánuður er síðan stofnunin seldi fasteignina að Kleifarvegi 15 hæstbjóðanda á 55 milljónir króna en sama eign er nú til sölu óbreytt á almennum markaði á 68 milljónir króna.

Brasilísk kona í 2 ára fangelsi

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag 26 ára brasilíska konu í tveggja ára fangelsi fyrir að smygla til landsins 860 grömmum af kókaíni og tæplega 11 grömmum af LSD í desember í fyrra. Konan faldi fíkniefnin innanklæða og í leggöngum en efnin fundust við líkamsleit á Keflavíkurflugvelli. Hún var handtekin og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan.

Europris hættir með ferskvöru

"Þarna erum við að sníða verslanir okkar hér á landi eftir verslunum Europris á erlendri grund," segir Matthías Eiríksson, framkvæmdastjóri Europris á Íslandi. Miklar breytingar eiga sér stað í verslunum þeirra þessa dagana og verður hætt að bjóða upp á ferskvörur eins og mjólk, brauð og kjöt að þeim loknum.

Fellst á kröfu Impregilo

Yfirskattanefnd féllst á kröfu ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo um að ógilda álagningu skattstjóra vegna ágalla á málsmeðferð og leiðir það til endurgreiðslu 22 milljóna króna sem innheimtar voru í staðgreiðsluskatta.

Skólagjöld ekki handan við hornið

Menntamálaráðherra telur ótímabært að segja til um hvort skólagjöld verði tekin upp við Háskóla Íslands í kjölfar stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar um háskólann. Heildstæð löggjöf um háskólastigið verður lögð fram á þingi næsta vetur.

Þrýst á stjórnvöld vegna unglækna

Eftirlitsstofnun EFTA hefur sent stjórnvöldum "rökstutt álit" vegna þess að ekki hefur verið gengið í að laga vinnu unglækna að vinnutímatilskipun Evrópusambandsins. Stjórnvöld hafa tvo mánuði til að reiða fram áætlun, sem átti að vera frágengin í ágúst í fyrra.

Telja samtvinnun óheimila

Stjórn INTER, samtaka netþjónusta, sendi í gær kvörtun til Samkeppnisstofnunar vegna nýrra tilboða á netþjónustu hjá Og Vodafone og Símanum. INTER telur að um ólöglega samtvinnun þjónustu á milli óskyldra markaða sé að ræða, auk skaðlegrar undirverðlagningar.

Annþór vill málið aftur í hérað

Verjandi Annþórs Kristjáns Karlssonar krafðist þess fyrir Hæstarétti í gær að máli hans yrði vísað aftur heim í hérað. Í nóvemberlok voru Annþór og Ólafur Valtýr Rögnvaldsson dæmdir í fangelsi fyrir að ráðast inn á heimili mjaðmagrindarbrotins manns og ganga í skrokk á honum.

Upptaka af morði á borgurum

Hryðjuverkamenn í Írak sendu í dag frá sér upptöku þar sem sjá má þyrlu með óbreyttum borgurum skotna niður. Blóðugar árásir kostuðu á annan tug lífið í Írak í dag.

Læknafélagið gagnrýnir stjórnvöld

Læknafélag Íslands gagnrýndi í gær að stjórnvöld hér skuli engar ráðstafanir hafa gert til að tryggja að unglæknar séu ekki látnir vinna lengri vinnuviku en heimilt er samkvæmt ákvæðum vinnutímatilskipunar.

Sjá næstu 50 fréttir