Fleiri fréttir Skósprengjumaður dæmdur Dómstóll í Lundúnum dæmdi í gær Saajid Badat, breskan ríkisborgara af arabískum uppruna, til þrettán ára fangelsisvistar fyrir að hafa áformað að granda farþegaþotu með sprengiefni földu í skósólum sínum. Til refsimildunar taldist að hinn dæmdi hætti af sjálfsdáðum við að fremja hryðjuverkið. 22.4.2005 00:01 Moska sprengd og þyrlu grandað Bílsprengja sprakk við mosku sjía-múslima á meðan föstudagsbænir stóðu yfir í Bagdad í gær, með þeim afleiðingum að átta manns féllu í valinn og tuttugu særðust. Tveir hópar uppreisnarmanna eignuðu sér ábyrgð á því að hafa skotið niður þyrlu með ellafu manns. Þá var birt myndbandsupptaka sem sagt var að sýndi þrjá rúmenska gísla. 22.4.2005 00:01 Ámælisvert að taka ekki við kæru Héraðsdómur Reykjavíkur gagnrýnir að Lögreglan í Reykjavík skyldi ekki samdægurs taka við kæru vegna nauðgunar og bera við vegna manneklu sökum námskeiðahalds. 22.4.2005 00:01 Niðurstaða sem beðið hefur verið "Þarna er um mikinn áfangasigur að ræða sem við innan verkalýðshreyfingarinnar höfum lengi beðið eftir," segir Þorbjörn Guðmundsson, formaður Samráðsnefndar iðn- og verkalýðsfélaganna sem starfa við Kárahnjúka. 22.4.2005 00:01 Fjölskyldan flúin af heimilinu Móðir sautján ára pilts sem varð fyrir skotárás á Vaðlaheiði um síðustu helgi segir skelfilegt að hugsa til þess að árásarmönnunum hafi verið sleppt úr haldi þrátt fyrir að þeir hafi verið á skilorði þegar árásin var framin. Öll fjölskyldan sé dauðhrædd og hafi yfirgefið heimili sitt. 22.4.2005 00:01 Davíð og Halldór deila Halldór Ásgrímsson ætlar að beita sér fyrir endurskoðun laga um eftirlaun ráðherra og þingmanna. Viðræður stjórnarflokkanna hafa staðið yfir í þrjá mánuði. Davíð Oddsson vill engu breyta og útilokar þar með stjórnarfrumvarp. Allir flokkar nema Sjálfstæðisflokkur hafa lýst yfir vilja til að breyta lögunum. </font /></b /> 22.4.2005 00:01 Ríkisstjórn í tíu ár Ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á tíu ára afmæli í dag. Aðeins viðreisnarstjórnin svokallaða, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, sat lengur en hún starfaði í tólf ár. Ef núverandi ríkisstjórn starfar til loka kjörtímabilsins mun hún slá það met. </font /></b /> 22.4.2005 00:01 Krefjast 60 þúsund ára fangelsis Sextíu þúsund ára fangelsisvistar er krafist yfir mönnum sem komu að skipulagningu hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin 11. september. Engin fordæmi eru fyrir annarri eins öryggisgæslu og við dómhúsið í Madríd á Spáni í dag. Þetta eru stærstu réttarhöld sem haldin hafa verið í Evrópu yfir meintum hryðjuverkamönnum al-Qaida. 22.4.2005 00:01 Blaðið í öll hús "Fréttablaðið hefur gengið afar vel og við teljum að rúm sé á markaðnum fyrir annað blað af svipuðum toga," segir Karl Garðarsson, einn eigenda og forsvarsmanna Blaðsins, sem er nýtt dagblað sem dreift verður í öll hús á höfuðborgarsvæðinu frá og með miðjum maí. 22.4.2005 00:01 Nýtt dagblað væntanlegt Nýtt dagblað hefur göngu sína í næsta mánuði. Það mun heita <em>Blaðið</em> og verður dreift ókeypis á Stór-Reykjavíkursvæðinu. 22.4.2005 00:01 Ríkisstjórnin tíu ára Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson halda á morgun upp á tíu ára ríkisstjórnarsamstarf. Þeir segjast hafa lært mikið af samstarfinu og eru ánægðir með árangur þess. 22.4.2005 00:01 Nuddgallinn verðlaunaður Þrjár stúlkur úr Menntaskólanum á Akureyri hlutu í dag fyrstu verðlaun í landskeppni ungra vísindamanna. Sigurverkefnið heitir „Nuddgallinn.“ 22.4.2005 00:01 Kvótakerfið eflir ekki fiskstofna Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segir kvótakerfið ekki hafa virkað til að efla fiskstofna þó kerfið virki vel rekstrarlega. Hann vil minnka loðnuveiðar og færa hluta af vísindastarfinu og ábyrgðinni til útgerðanna. 22.4.2005 00:01 Þorskurinn úrkynjast "Þeir smæstu lifa af en ekki þeir hæfustu", segir dr. Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur og bendir á nýja hættu sem steðjar að fiskistofnum við Íslandsstrendur.</font /></b /> 22.4.2005 00:01 Afstaðinn vetur fór öfga á milli Snjóflóð, hafís, metkuldi og óvenju mikil hlýindi eru meðal þess sem Vetur konungur bauð upp á. Hálendisvegir verða líklega opnaðir fyrr en venjulega.</font /></b /> 22.4.2005 00:01 Molinn opnaður á Reyðarfirði Ný skrifstofu- og verslunarmiðstöð, Molinn, var formlega tekin í notkun á Reyðarfirði í gær að viðstöddu fjölmenni. Byggingin er 2.500 fermetrar að stærð og í fyrstu verða þrjár verslanir með starfsemi í húsnæðinu, Krónan, Veiðiflugan og PEX tískuverslun, en fleiri fyrirtæki flytja starfsemi sína í húsnæðið á næstu vikum. 22.4.2005 00:01 Vilja halda rekstrinum á Akureyri Kaupfélag Eyfirðinga hefur keypt 70 prósenta hlut í Ásprenti-Stíl á Akureyri af Burðarási en Burðarás eignaðist hlutinn við sameiningu við fjárfestingafélagið Kaldbak. 22.4.2005 00:01 Lögðu hald á 200 kíló af matvælum Tollayfirvöld á Seyðisfirði lögðu á þriðjudaginn hald á um tvö hundruð kíló af matvöru sem fundust í farangri nokkurra farþega sem komu til landsins með Norrænu. Allt árið í fyrra var lagt hald á um 1.700 kíló á matvöru og því var magnið sem nú var tekið af farþegunum óvenjumikið en aðeins 51 farþegi kom með ferjunni. 22.4.2005 00:01 1.400 á hverja bensínstöð Í Evrópu er talið skynsamlegt að 5.000 íbúar séu á hverja bensínstöð, á Íslandi eru þeir um 1.400. Á Vestfjörðum eru þó ekki nema tæplega 400 íbúar á hverja bensínstöð.</font /></b /> 22.4.2005 00:01 Heita vatnið lækkar í verði Heita vatnið lækkar um eitt og hálft prósent í verði á markaðssvæði Orkuveitu Reykjavíkur frá og með 1. júní. Þetta var samþykkt á síðasta stjórnarfundi Orkuveitunnar. Þar var enn fremur ákveðið að rafmagnsverð myndi standa í stað. 22.4.2005 00:01 Munar allt að 75% á lyfjaverði Sjúklingar geta sparað sér allt að 75 prósent í lyfjakostnað með því að kanna verðið frá einu apóteki til annars. Þetta má lesa út úr verðkönnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands. 22.4.2005 00:01 Sprengja sprakk við híbýli Allawis Öflug sprengja var sprengd fyrir utan híbýli bráðabirgðaforsætisráðherra Íraks, Iyads Allawis, í gærkvöldi. Í morgun lýsti al-Qaida í Írak því yfir að samtökin hefðu sent hryðjuverkamenn sína til þess að ráða Allawi af dögum. Mennirnir hefðu verið sendir til höfuðstöðva trúleysingjanna og bandamanna þeirra úr röðum gyðinga og kristinna. Allawi komst undan þessari ör, segir í tilkynningunni, en það eru fleiri örvar til. 21.4.2005 00:01 Erill hjá lögreglunni á Selfossi Mikill erill var hjá lögreglunni á Selfossi í nótt. Annars vegar þurfti lögreglan að stöðva slagsmál milli tveggja manna við pylsuvagninn þar í bæ um klukkan fjögur í nótt og aftur stuttu síðar þegar önnur slagsmál brutust út við Kaffibarinn en greiðlega gekk að ganga frá málum og slasaðist enginn í átökunum. 21.4.2005 00:01 Ólæti í miðbæ Hafnarfjarðar Annasamt var hjá lögreglunni í Hafnarfirði í nótt og fengu tveir að gista í fangageymslum hennar vegna mikillar ölvunar og láta í miðbænum. Skýrsla verður tekin af þeim nú í morgunsárið þegar mesta víman er runnin af þeim. 21.4.2005 00:01 Greiðfært um helstu þjóðvegi Greiðfært er um alla helstu þjóðvegi landsins. Búið er að opna Gjábakkaveg milli Laugarvatns og Þingvalla fyrir almennri umferð en þar gilda 5 tonna takmarkanir á ásþunga. Þungatakmarkanir eru víða á vegum á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum og er það merkt við viðkomandi vegi. Umferð um hálendisvegi er almennt bönnuð vegna aurbleytu og hættu á skemmdum. 21.4.2005 00:01 Afskipti ekki sögð tímabær Utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna ræddu í gær hlutverk bandalagsins í Miðausturlöndum og komust að þeirri niðurstöðu að ekki væri tímabært fyrir NATO að hafa afskipti af framgangi mála þar. Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, hefur lagt til að bandalagið styðji friðarsamkomulag fyrir botni Miðjarðarhafs verði þess farið á leit en þær hugmyndir voru ekki studdar. 21.4.2005 00:01 Kannar stuðning við Berlusconi Carlo Azeglio Ciampi, forseti Ítalíu, ræðir sem stendur við fulltrúa allra flokka á ítalska þinginu til að reyna að skera úr um hvort að Silvio Berlusconi njóti nægs stuðnings til að fá umboð til stjórnarmyndunar. Berlusconi sagði af sér embætti í gær en vill mynda nýja stjórn með sömu flokkum og mynduðu fyrri stjórnina. 21.4.2005 00:01 Fjölbreytt dagskrá í dag Það verður fjölbreytt dagskrá víða um land í tilefni sumardagsins fyrsta. Á höfuðborgarsvæðinu verður boðið upp á skoðunarferðir, söfn verða opin og ýmiss konar afþreying í boði. Dagskrá sumardagsins fyrsta er auglýst í dagblöðunum í dag. 21.4.2005 00:01 Þyrla skotin niður í Írak Níu eru taldir látnir eftir að þyrla var skotin niður í Írak í morgun. Þetta hefur Reuters-fréttaveitan eftir heimildarmanni innan Bandaríkjahers. Þyrlan var á ferð fyrir norðan Bagdad þegar henni var grandað, en um borð voru þrír í áhöfn og sex farþegar, allt óbreyttir borgarar. Ekki er vitað hverrar þjóðar þeir voru. 21.4.2005 00:01 Útiloka ekki trúarbragðastríð Blóðsúthellingar og pólitískar deilur magna spennuna í Írak og virðist sem trúarbragðastríð sé ekki útilokað. Í dag stóð til að greina frá skipan nýrrar ríkisstjórnar Íraks en því hefur verið frestað eftir að til deilna kom enn á ný í gærkvöldi. 21.4.2005 00:01 Öðrum manna úr skotárás sleppt Annar mannanna sem skaut á sautján ára dreng á Akureyri um síðustu helgi hefur játað árásina og gefið greinargóða lýsingu á atburðarrásinni. Honum var sleppt í gær. 21.4.2005 00:01 Ósvör opnuð eftir breytingar Í dag klukkan tvö, sumardaginn fyrsta, verður sjóminjasafnið Ósvör opnað í Bolungarvík eftir miklar breytingar. Þar hefur meðal annars verið byggt þjónustuhús sem tekið verður í notkun í dag. Finnbogi Bernódusson hefur verið ráðinn safnvörður Ósvarar og tekur við af Geir Guðmundssyni sem verið hefur safnvörður um árabil en hann hefur í gegnum tíðina verið burðarásinn í uppbyggingu safnsins í Bolungarvík. 21.4.2005 00:01 Vill breytingar í Hvíta-Rússlandi Hvíta-Rússland er síðasta einræðisríkið í Mið-Evrópu og þar er tímabært að breytingar verði gerðar, segir Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 21.4.2005 00:01 Jemenar læra af Íslendingum Stjórnvöld í Jemen hafa ákveðið að leita á náðir Íslendinga og læra af reynslu íslenskra stjórnvalda af rafrænum ríkisrekstri. Jemenar vilja fara að íslenskri fyrirmynd, segir í þarlendum fjölmiðlum, og auka færni, skilvísi og samskipti innan hins opinbera. Í <em>Yemen Times</em> segir að íslenska tilraunin hafi leitt í ljós að rafræn samskipti og samvinna ráðuneyta auki mjög á skilvirkni. 21.4.2005 00:01 Þorskkvótinn ekki aukinn Stofnavísitala þorsks lækkaði um 16 prósent frá mælingu á síðasta ári og dreifing stofnsins bendir til þess að árgangurinn frá því í fyrra sé mjög lélegur. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir þetta þýða að kvótinn verði ekki aukinn á næsta ári. 21.4.2005 00:01 Aukin framlög tryggi rekstur skóla Formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar segir að með ákvörðun Reykjavíkurlistans um stóraukin framlög til einkarekinna grunnskóla verði hægt að tryggja rekstur þeirra. Sjálfstæðismenn telja ekki nógu langt gengið þar sem nemendum verði áfram mismunað eftir skólum. 21.4.2005 00:01 Creuzfeld-Jakob finnst í Hollandi Hollensk stjórnvöld greindu frá því í dag að fyrsta tilfellið af Creuzfeld-Jakob sjúkdómnum hefði greinst í landinu. Að sögn talsmanna innanríkisráðuneytis Hollands greindist maður sem lagður var inn á sjúkrahús í borginni Utrecht með veikina, en hana má rekja til neyslu á kúariðusýktu kjöti. Heilbrigðisyfirvöld innan Evrópusambandsins hafa þegar verið látin vita af tilfellinu. 21.4.2005 00:01 Magnús inn fyrir Sigurjón Magnús Þór Hafsteinsson hefur skipt sæti við Sigurjón Þórðarson sem áheyrnarfulltrúi Frjálslynda flokksins í menntamálanefnd Alþingis. 21.4.2005 00:01 Gutierrez fær hæli í Brasilíu Lucio Gutierrez, hinum brottrekna forseta Ekvadors, var í dag veitt pólitískt hæli í Brasilíu, daginn eftir að þing landsins vék honum úr embætti. Gutierrez leitaði til brasilíska sendiráðsins í Quito, höfuðborg Ekvadors, í gær í kjölfar brottvikningarinnar en eftirmaður hans, varaforsetinn Alfredo Palacio, hafði gefið út handtökuskipun á hendur honum. 21.4.2005 00:01 Hestadagar í Skagafirði Alþjóðlegu hestadagarnir <em>Tekið til kostanna</em> hefjast í dag í Skagafirði og standa fram á sunnudag. Hugmyndin er búa til markaðstorg fyrir íslenska hestinn og hefur hátíðin m.a. verið markaðssett í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Meðal þess sem boðið er upp á eru fræðsluerindi, reiðkennsla, töltkeppni, kynbótadómar, skeifukeppni Hólaskóla og þá verða stórsýningar föstudags- og laugardagskvöld. 21.4.2005 00:01 Skemmtun í miðri viku Á nær öllu landinu voru skemmtistaðir opnir síðasta vetrardag og dansleikir víða. Alls sóttu 160 nemendur Menntaskólans á Akureyri dansleik í félagsheimili Ólafsfirðinga, Tjarnaborg. Lögreglan segir ballið hafa farið vel fram. 21.4.2005 00:01 Ungt fólk með efni á Suðurnesjum Tvö fíkniefnamál komu upp í umdæmi lögreglunnar í Keflavík í fyrrinótt. Þrír menn yfir tvítugu voru teknir með minniháttar magn af hassi við Narðvík. 21.4.2005 00:01 Létust í rútuslysi í Víetnam Þrjátíu og einn maður lét lífið þegar rúta ók út af fjallvegi í Kon Tum héraði í Víetnam í dag. Hinir látnu voru allir fyrrverandi hermenn á leið til Ho Chi Minh borgar til að minnast þess að 30 ár eru síðan Víetnamstríðinu lauk. Aðeins tveir úr rútunni lifðu slysið af, annar þeirra rútubílstjórinn. 21.4.2005 00:01 Og Vodafone yfirtekur Fjöltengi "Þetta held ég að allir hafi séð fyrir nema Alfreð Þorsteinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á sínum tíma," segir Guðlaugur Þór Þórðarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en fjarskiptafyrirtækið Og Vodafone hefur að mestu lokið yfirtöku á Fjöltengi, internetfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. 21.4.2005 00:01 Segja 11 hafa farist með þyrlu Eigendur þyrlunnar sem skotin var niður í Írak í dag segja að ellefu hafi látist þegar hún féll til jarðar. Aðsögn talsmanna Heli Air, búlgarsks fyrirtækis sem átti þyrluna, lést þriggja manna búlgörsk áhöfn og sex bandarískir farþegar auk tveggja varða, en þjóðerni þeirra er ekki á hreinu. 21.4.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Skósprengjumaður dæmdur Dómstóll í Lundúnum dæmdi í gær Saajid Badat, breskan ríkisborgara af arabískum uppruna, til þrettán ára fangelsisvistar fyrir að hafa áformað að granda farþegaþotu með sprengiefni földu í skósólum sínum. Til refsimildunar taldist að hinn dæmdi hætti af sjálfsdáðum við að fremja hryðjuverkið. 22.4.2005 00:01
Moska sprengd og þyrlu grandað Bílsprengja sprakk við mosku sjía-múslima á meðan föstudagsbænir stóðu yfir í Bagdad í gær, með þeim afleiðingum að átta manns féllu í valinn og tuttugu særðust. Tveir hópar uppreisnarmanna eignuðu sér ábyrgð á því að hafa skotið niður þyrlu með ellafu manns. Þá var birt myndbandsupptaka sem sagt var að sýndi þrjá rúmenska gísla. 22.4.2005 00:01
Ámælisvert að taka ekki við kæru Héraðsdómur Reykjavíkur gagnrýnir að Lögreglan í Reykjavík skyldi ekki samdægurs taka við kæru vegna nauðgunar og bera við vegna manneklu sökum námskeiðahalds. 22.4.2005 00:01
Niðurstaða sem beðið hefur verið "Þarna er um mikinn áfangasigur að ræða sem við innan verkalýðshreyfingarinnar höfum lengi beðið eftir," segir Þorbjörn Guðmundsson, formaður Samráðsnefndar iðn- og verkalýðsfélaganna sem starfa við Kárahnjúka. 22.4.2005 00:01
Fjölskyldan flúin af heimilinu Móðir sautján ára pilts sem varð fyrir skotárás á Vaðlaheiði um síðustu helgi segir skelfilegt að hugsa til þess að árásarmönnunum hafi verið sleppt úr haldi þrátt fyrir að þeir hafi verið á skilorði þegar árásin var framin. Öll fjölskyldan sé dauðhrædd og hafi yfirgefið heimili sitt. 22.4.2005 00:01
Davíð og Halldór deila Halldór Ásgrímsson ætlar að beita sér fyrir endurskoðun laga um eftirlaun ráðherra og þingmanna. Viðræður stjórnarflokkanna hafa staðið yfir í þrjá mánuði. Davíð Oddsson vill engu breyta og útilokar þar með stjórnarfrumvarp. Allir flokkar nema Sjálfstæðisflokkur hafa lýst yfir vilja til að breyta lögunum. </font /></b /> 22.4.2005 00:01
Ríkisstjórn í tíu ár Ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á tíu ára afmæli í dag. Aðeins viðreisnarstjórnin svokallaða, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, sat lengur en hún starfaði í tólf ár. Ef núverandi ríkisstjórn starfar til loka kjörtímabilsins mun hún slá það met. </font /></b /> 22.4.2005 00:01
Krefjast 60 þúsund ára fangelsis Sextíu þúsund ára fangelsisvistar er krafist yfir mönnum sem komu að skipulagningu hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin 11. september. Engin fordæmi eru fyrir annarri eins öryggisgæslu og við dómhúsið í Madríd á Spáni í dag. Þetta eru stærstu réttarhöld sem haldin hafa verið í Evrópu yfir meintum hryðjuverkamönnum al-Qaida. 22.4.2005 00:01
Blaðið í öll hús "Fréttablaðið hefur gengið afar vel og við teljum að rúm sé á markaðnum fyrir annað blað af svipuðum toga," segir Karl Garðarsson, einn eigenda og forsvarsmanna Blaðsins, sem er nýtt dagblað sem dreift verður í öll hús á höfuðborgarsvæðinu frá og með miðjum maí. 22.4.2005 00:01
Nýtt dagblað væntanlegt Nýtt dagblað hefur göngu sína í næsta mánuði. Það mun heita <em>Blaðið</em> og verður dreift ókeypis á Stór-Reykjavíkursvæðinu. 22.4.2005 00:01
Ríkisstjórnin tíu ára Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson halda á morgun upp á tíu ára ríkisstjórnarsamstarf. Þeir segjast hafa lært mikið af samstarfinu og eru ánægðir með árangur þess. 22.4.2005 00:01
Nuddgallinn verðlaunaður Þrjár stúlkur úr Menntaskólanum á Akureyri hlutu í dag fyrstu verðlaun í landskeppni ungra vísindamanna. Sigurverkefnið heitir „Nuddgallinn.“ 22.4.2005 00:01
Kvótakerfið eflir ekki fiskstofna Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segir kvótakerfið ekki hafa virkað til að efla fiskstofna þó kerfið virki vel rekstrarlega. Hann vil minnka loðnuveiðar og færa hluta af vísindastarfinu og ábyrgðinni til útgerðanna. 22.4.2005 00:01
Þorskurinn úrkynjast "Þeir smæstu lifa af en ekki þeir hæfustu", segir dr. Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur og bendir á nýja hættu sem steðjar að fiskistofnum við Íslandsstrendur.</font /></b /> 22.4.2005 00:01
Afstaðinn vetur fór öfga á milli Snjóflóð, hafís, metkuldi og óvenju mikil hlýindi eru meðal þess sem Vetur konungur bauð upp á. Hálendisvegir verða líklega opnaðir fyrr en venjulega.</font /></b /> 22.4.2005 00:01
Molinn opnaður á Reyðarfirði Ný skrifstofu- og verslunarmiðstöð, Molinn, var formlega tekin í notkun á Reyðarfirði í gær að viðstöddu fjölmenni. Byggingin er 2.500 fermetrar að stærð og í fyrstu verða þrjár verslanir með starfsemi í húsnæðinu, Krónan, Veiðiflugan og PEX tískuverslun, en fleiri fyrirtæki flytja starfsemi sína í húsnæðið á næstu vikum. 22.4.2005 00:01
Vilja halda rekstrinum á Akureyri Kaupfélag Eyfirðinga hefur keypt 70 prósenta hlut í Ásprenti-Stíl á Akureyri af Burðarási en Burðarás eignaðist hlutinn við sameiningu við fjárfestingafélagið Kaldbak. 22.4.2005 00:01
Lögðu hald á 200 kíló af matvælum Tollayfirvöld á Seyðisfirði lögðu á þriðjudaginn hald á um tvö hundruð kíló af matvöru sem fundust í farangri nokkurra farþega sem komu til landsins með Norrænu. Allt árið í fyrra var lagt hald á um 1.700 kíló á matvöru og því var magnið sem nú var tekið af farþegunum óvenjumikið en aðeins 51 farþegi kom með ferjunni. 22.4.2005 00:01
1.400 á hverja bensínstöð Í Evrópu er talið skynsamlegt að 5.000 íbúar séu á hverja bensínstöð, á Íslandi eru þeir um 1.400. Á Vestfjörðum eru þó ekki nema tæplega 400 íbúar á hverja bensínstöð.</font /></b /> 22.4.2005 00:01
Heita vatnið lækkar í verði Heita vatnið lækkar um eitt og hálft prósent í verði á markaðssvæði Orkuveitu Reykjavíkur frá og með 1. júní. Þetta var samþykkt á síðasta stjórnarfundi Orkuveitunnar. Þar var enn fremur ákveðið að rafmagnsverð myndi standa í stað. 22.4.2005 00:01
Munar allt að 75% á lyfjaverði Sjúklingar geta sparað sér allt að 75 prósent í lyfjakostnað með því að kanna verðið frá einu apóteki til annars. Þetta má lesa út úr verðkönnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands. 22.4.2005 00:01
Sprengja sprakk við híbýli Allawis Öflug sprengja var sprengd fyrir utan híbýli bráðabirgðaforsætisráðherra Íraks, Iyads Allawis, í gærkvöldi. Í morgun lýsti al-Qaida í Írak því yfir að samtökin hefðu sent hryðjuverkamenn sína til þess að ráða Allawi af dögum. Mennirnir hefðu verið sendir til höfuðstöðva trúleysingjanna og bandamanna þeirra úr röðum gyðinga og kristinna. Allawi komst undan þessari ör, segir í tilkynningunni, en það eru fleiri örvar til. 21.4.2005 00:01
Erill hjá lögreglunni á Selfossi Mikill erill var hjá lögreglunni á Selfossi í nótt. Annars vegar þurfti lögreglan að stöðva slagsmál milli tveggja manna við pylsuvagninn þar í bæ um klukkan fjögur í nótt og aftur stuttu síðar þegar önnur slagsmál brutust út við Kaffibarinn en greiðlega gekk að ganga frá málum og slasaðist enginn í átökunum. 21.4.2005 00:01
Ólæti í miðbæ Hafnarfjarðar Annasamt var hjá lögreglunni í Hafnarfirði í nótt og fengu tveir að gista í fangageymslum hennar vegna mikillar ölvunar og láta í miðbænum. Skýrsla verður tekin af þeim nú í morgunsárið þegar mesta víman er runnin af þeim. 21.4.2005 00:01
Greiðfært um helstu þjóðvegi Greiðfært er um alla helstu þjóðvegi landsins. Búið er að opna Gjábakkaveg milli Laugarvatns og Þingvalla fyrir almennri umferð en þar gilda 5 tonna takmarkanir á ásþunga. Þungatakmarkanir eru víða á vegum á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum og er það merkt við viðkomandi vegi. Umferð um hálendisvegi er almennt bönnuð vegna aurbleytu og hættu á skemmdum. 21.4.2005 00:01
Afskipti ekki sögð tímabær Utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna ræddu í gær hlutverk bandalagsins í Miðausturlöndum og komust að þeirri niðurstöðu að ekki væri tímabært fyrir NATO að hafa afskipti af framgangi mála þar. Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, hefur lagt til að bandalagið styðji friðarsamkomulag fyrir botni Miðjarðarhafs verði þess farið á leit en þær hugmyndir voru ekki studdar. 21.4.2005 00:01
Kannar stuðning við Berlusconi Carlo Azeglio Ciampi, forseti Ítalíu, ræðir sem stendur við fulltrúa allra flokka á ítalska þinginu til að reyna að skera úr um hvort að Silvio Berlusconi njóti nægs stuðnings til að fá umboð til stjórnarmyndunar. Berlusconi sagði af sér embætti í gær en vill mynda nýja stjórn með sömu flokkum og mynduðu fyrri stjórnina. 21.4.2005 00:01
Fjölbreytt dagskrá í dag Það verður fjölbreytt dagskrá víða um land í tilefni sumardagsins fyrsta. Á höfuðborgarsvæðinu verður boðið upp á skoðunarferðir, söfn verða opin og ýmiss konar afþreying í boði. Dagskrá sumardagsins fyrsta er auglýst í dagblöðunum í dag. 21.4.2005 00:01
Þyrla skotin niður í Írak Níu eru taldir látnir eftir að þyrla var skotin niður í Írak í morgun. Þetta hefur Reuters-fréttaveitan eftir heimildarmanni innan Bandaríkjahers. Þyrlan var á ferð fyrir norðan Bagdad þegar henni var grandað, en um borð voru þrír í áhöfn og sex farþegar, allt óbreyttir borgarar. Ekki er vitað hverrar þjóðar þeir voru. 21.4.2005 00:01
Útiloka ekki trúarbragðastríð Blóðsúthellingar og pólitískar deilur magna spennuna í Írak og virðist sem trúarbragðastríð sé ekki útilokað. Í dag stóð til að greina frá skipan nýrrar ríkisstjórnar Íraks en því hefur verið frestað eftir að til deilna kom enn á ný í gærkvöldi. 21.4.2005 00:01
Öðrum manna úr skotárás sleppt Annar mannanna sem skaut á sautján ára dreng á Akureyri um síðustu helgi hefur játað árásina og gefið greinargóða lýsingu á atburðarrásinni. Honum var sleppt í gær. 21.4.2005 00:01
Ósvör opnuð eftir breytingar Í dag klukkan tvö, sumardaginn fyrsta, verður sjóminjasafnið Ósvör opnað í Bolungarvík eftir miklar breytingar. Þar hefur meðal annars verið byggt þjónustuhús sem tekið verður í notkun í dag. Finnbogi Bernódusson hefur verið ráðinn safnvörður Ósvarar og tekur við af Geir Guðmundssyni sem verið hefur safnvörður um árabil en hann hefur í gegnum tíðina verið burðarásinn í uppbyggingu safnsins í Bolungarvík. 21.4.2005 00:01
Vill breytingar í Hvíta-Rússlandi Hvíta-Rússland er síðasta einræðisríkið í Mið-Evrópu og þar er tímabært að breytingar verði gerðar, segir Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 21.4.2005 00:01
Jemenar læra af Íslendingum Stjórnvöld í Jemen hafa ákveðið að leita á náðir Íslendinga og læra af reynslu íslenskra stjórnvalda af rafrænum ríkisrekstri. Jemenar vilja fara að íslenskri fyrirmynd, segir í þarlendum fjölmiðlum, og auka færni, skilvísi og samskipti innan hins opinbera. Í <em>Yemen Times</em> segir að íslenska tilraunin hafi leitt í ljós að rafræn samskipti og samvinna ráðuneyta auki mjög á skilvirkni. 21.4.2005 00:01
Þorskkvótinn ekki aukinn Stofnavísitala þorsks lækkaði um 16 prósent frá mælingu á síðasta ári og dreifing stofnsins bendir til þess að árgangurinn frá því í fyrra sé mjög lélegur. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir þetta þýða að kvótinn verði ekki aukinn á næsta ári. 21.4.2005 00:01
Aukin framlög tryggi rekstur skóla Formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar segir að með ákvörðun Reykjavíkurlistans um stóraukin framlög til einkarekinna grunnskóla verði hægt að tryggja rekstur þeirra. Sjálfstæðismenn telja ekki nógu langt gengið þar sem nemendum verði áfram mismunað eftir skólum. 21.4.2005 00:01
Creuzfeld-Jakob finnst í Hollandi Hollensk stjórnvöld greindu frá því í dag að fyrsta tilfellið af Creuzfeld-Jakob sjúkdómnum hefði greinst í landinu. Að sögn talsmanna innanríkisráðuneytis Hollands greindist maður sem lagður var inn á sjúkrahús í borginni Utrecht með veikina, en hana má rekja til neyslu á kúariðusýktu kjöti. Heilbrigðisyfirvöld innan Evrópusambandsins hafa þegar verið látin vita af tilfellinu. 21.4.2005 00:01
Magnús inn fyrir Sigurjón Magnús Þór Hafsteinsson hefur skipt sæti við Sigurjón Þórðarson sem áheyrnarfulltrúi Frjálslynda flokksins í menntamálanefnd Alþingis. 21.4.2005 00:01
Gutierrez fær hæli í Brasilíu Lucio Gutierrez, hinum brottrekna forseta Ekvadors, var í dag veitt pólitískt hæli í Brasilíu, daginn eftir að þing landsins vék honum úr embætti. Gutierrez leitaði til brasilíska sendiráðsins í Quito, höfuðborg Ekvadors, í gær í kjölfar brottvikningarinnar en eftirmaður hans, varaforsetinn Alfredo Palacio, hafði gefið út handtökuskipun á hendur honum. 21.4.2005 00:01
Hestadagar í Skagafirði Alþjóðlegu hestadagarnir <em>Tekið til kostanna</em> hefjast í dag í Skagafirði og standa fram á sunnudag. Hugmyndin er búa til markaðstorg fyrir íslenska hestinn og hefur hátíðin m.a. verið markaðssett í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Meðal þess sem boðið er upp á eru fræðsluerindi, reiðkennsla, töltkeppni, kynbótadómar, skeifukeppni Hólaskóla og þá verða stórsýningar föstudags- og laugardagskvöld. 21.4.2005 00:01
Skemmtun í miðri viku Á nær öllu landinu voru skemmtistaðir opnir síðasta vetrardag og dansleikir víða. Alls sóttu 160 nemendur Menntaskólans á Akureyri dansleik í félagsheimili Ólafsfirðinga, Tjarnaborg. Lögreglan segir ballið hafa farið vel fram. 21.4.2005 00:01
Ungt fólk með efni á Suðurnesjum Tvö fíkniefnamál komu upp í umdæmi lögreglunnar í Keflavík í fyrrinótt. Þrír menn yfir tvítugu voru teknir með minniháttar magn af hassi við Narðvík. 21.4.2005 00:01
Létust í rútuslysi í Víetnam Þrjátíu og einn maður lét lífið þegar rúta ók út af fjallvegi í Kon Tum héraði í Víetnam í dag. Hinir látnu voru allir fyrrverandi hermenn á leið til Ho Chi Minh borgar til að minnast þess að 30 ár eru síðan Víetnamstríðinu lauk. Aðeins tveir úr rútunni lifðu slysið af, annar þeirra rútubílstjórinn. 21.4.2005 00:01
Og Vodafone yfirtekur Fjöltengi "Þetta held ég að allir hafi séð fyrir nema Alfreð Þorsteinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á sínum tíma," segir Guðlaugur Þór Þórðarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en fjarskiptafyrirtækið Og Vodafone hefur að mestu lokið yfirtöku á Fjöltengi, internetfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. 21.4.2005 00:01
Segja 11 hafa farist með þyrlu Eigendur þyrlunnar sem skotin var niður í Írak í dag segja að ellefu hafi látist þegar hún féll til jarðar. Aðsögn talsmanna Heli Air, búlgarsks fyrirtækis sem átti þyrluna, lést þriggja manna búlgörsk áhöfn og sex bandarískir farþegar auk tveggja varða, en þjóðerni þeirra er ekki á hreinu. 21.4.2005 00:01