Fleiri fréttir Ein fjölmennasta útför sögunnar Milljónir manna fylgdust með útför Jóhannesar Páls II páfa í gær. Margir líkfylgdargesta kölluðu eftir því að hann yrði tekinn í dýrlingatölu. </font /></b /> 8.4.2005 00:01 Jóakim og Alexandra skilin Lögskilnaður Jóakims Danaprins og Alexöndru prinsessu var í gær staðfestur af konunglegum dómstól. Þar með lauk lögformlega tíu ára hjónabandi þeirra, en þetta er fyrsti skilnaðurinn í dönsku konungsfjölskyldunni í nærri 160 ár. 8.4.2005 00:01 Íslandskynning í hartnær öld Nýlega birtist í þýska vikuritinu Die Zeit nokkuð ítarleg og lofsamleg grein um rithöfundinn Jón Sveinsson, Nonna, bæinn hans Akureyri og fleira tengt Íslandi. 8.4.2005 00:01 Fær ekki starfslokasamning Útvarpið skýrði frá því í gær að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefur hafnað beiðni lögmanns Auðuns Georgs Ólafssonar um viðræður um starfslokasamning við Ríkisútvarpið. 8.4.2005 00:01 Lækkun fimmta daginn í röð Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði í gær, fimmta daginn í röð. Við lokun markaða hafði verðið á olíufatinu lækkað um fjóra Bandaríkjadali frá því í byrjun vikunnar. 8.4.2005 00:01 Brúðkaup eftir jarðarför Kominn beint úr jarðarför páfa gengur Karl Bretaprins í dag að eiga Camillu Parker Bowles í borgaralegri hjónavígslu í Windsor vestur af Lundúnum. Sjónvarpað verður frá kirkjulegri blessunarathöfn í kapellu Windsor-kastala í framhaldi af vígslunni. 8.4.2005 00:01 Prinsessa fæðist Martha Lovísa Noregsprinsessa og eiginmaður hennar, rithöfundurinn Ari Behn, eignuðust í gær dóttur sem gefið hefur verið nafnið Leah Isadora. 8.4.2005 00:01 Olíuskattur lagður á farmiðaverð Flugfélög víða um heim eru farin að bregðast við hækkandi eldsneytisverði með álagningu sérstaks olíuskatts ofan á farmiðaverð. SAS-flugfélagið er til dæmis að íhuga það og vænta má þess að Flugleiðir geri það lika enda hafa bæði félögin gert það áður við svipaðar aðstæður og nú. 7.4.2005 00:01 Fólk haldi sig fjarri miðborginni Yfirvöld í Rómaborg hvetja pílagríma sem koma til borgarinnar í dag til þess að halda sig fjarri miðborginni vegna öngþveitis. Fjórar milljónir pílagríma hafa þegar lagt leið sína til Rómar síðan á sunnudaginn og er búist við að nokkrar milljónir manna eigi enn eftir að bætast við. Þegar horfir til vandræða í borginni þar sem þrjár milljónir manna búa alla jafna. 7.4.2005 00:01 Mega hafa opið á hvítasunnudag Margar matvöruverslanir mega hafa opið á hvítasunnudag samkvæmt nýjum lögum um afgreiðslutíma verslana á stórhátíðum. Þannig mega þessar verslanir framvegis hafa opið á páskadag og föstudaginn langa. Þau skilyrði eru sett að verslunarrýmið sé innan við 600 fermetrar og að matvöruviðskipti séu meginumsvif. Breytingin nær því ekki til stórmarkaða. 7.4.2005 00:01 Íslendingar einna hamingjusamastir Íslendingar eru ein af hamingjusömustu þjóðum í heimi samkvæmt niðurstöðum nýrrar alþjóðlegrar könnunar sem greint var frá í <em>Berlingske Tidende</em> í gær. Íslendingar mældust ásamt Írum í fjórða til fimmta sæti yfir þær þjóðir þar sem hamingjan er mest með 7,8 í einkunn á skalanum 0 til 10. 7.4.2005 00:01 Reynt að spilla sögulegri rútuferð Uppreisnarmenn í Kasmír-héraði á Indlandi gerðu í morgun árás á rútu sem fór í fyrstu áætlunarferðina á milli indverska og pakistanska hluta héraðsins í nærri sextíu ár. Samkvæmt fyrstu fréttum sakaði þó engan. Gríðarleg öryggisgæsla var á svæðinu í morgun þegar rútan lagði af stað. 7.4.2005 00:01 Hvítar konur launalægstar Hvítar konur með háskólamenntun eru með lægri laun í Bandaríkjunum en háskólamenntaðar kynsystur þeirra af asískum og afrískum uppruna. Konur af asískum uppruna eru launahæstar háskólamenntaðra kvenna í Bandaríkjunum með að jafnaði um 2,6 milljónir íslenskra króna í árslaun. Konur af afrískum uppruna þéna að jafnaði rúmar 2,4 milljónir en hvítar konur reka lestina með ríflega 2,2 tvær milljónir í árslaun. 7.4.2005 00:01 Farsímar taki við af sjónvarpi Farsímar taka brátt við af sjónvarpi sem helsti auglýsingamiðill heimsins. Þetta segir Andrew Robinson, einn helsti auglýsingasérfræðingur heims. Hann segir að með nýrri upptökutækni verði sífellt auðveldara fyrir fólk að forðast auglýsingar í sjónvarpi. Leiðin fyrir auglýsendur til þess að nálgast fólk verði í framtíðinni í gegnum farsíma og eins fartölvur. 7.4.2005 00:01 Undir áhrifum í bíltúr á Laugavegi Lögreglan í Reykjavík stöðvaði ökumann í miðborginni í nótt og reyndist hann nær alveg út úr heiminum af áfengis- og vímuefnaneyslu. Vegfarendur um Laugaveg gerðu lögreglunni viðvart um skrykkjótt og stórhættulegt aksturslag mannsins niður Laugaveginn en þar ók hann meðal annars utan í bíl. 7.4.2005 00:01 Skilur ekki óbeit í garð Fischers Anatolí Karpov, fyrrverandi heimsmeistari í skák, segist ekki skilja óbeit bandarískra stjórnvalda í garð Bobbys Fischers, mannsins sem margir telja mesta skákmann sem bandaríska þjóðin hefur alið. 7.4.2005 00:01 Gaf sig fram við lögreglu í morgun Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið annan mannanna sem hafa verið eftirlýstir í tengslum við morðið á leigubílstjóranum Torben Vagn Knudsen um páskana, en hann var bútaður í nokkra hluta og þeir skildir eftir á tveimur stöðum í borginni. Maðurinn sem handtekinn var heitir Jared Heller og er bandarískur, en hann gaf sig fram við lögreglu snemma í morgun eftir að hafa verið eftirlýstur í um viku. 7.4.2005 00:01 IRA íhugar að leggja niður vopn Írski lýðveldisherinn, IRA, segist munu íhuga tilmæli Gerrys Adams, leiðtoga Sinn Fein, sem í gær hvatti IRA til að leggja niður vopn og hætta vopnaðri baráttu gegn yfirráðum Breta á Norður-Írlandi. Pólitískir andstæðingar Sinn Fein segja málið allt eitt stórt leikrit, vandlega skipulagt sem innlegg í bresku kosningabaráttuna. 7.4.2005 00:01 Vilja viðræður um reykingabann Hótel- og veitingamenn samþykktu á fundi sínum á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar í morgun að ganga til viðræðna við stjórnvöld um að reykingar verði bannaðar á veitinga- og skemmtistöðum frá og með 1. júní 2007. Í tilkynningu frá veitingamönnum kemur fram að miklar breytingar hafi orðið síðustu árin á reykingavenjum fólks og tillitssemi aukist til muna. 7.4.2005 00:01 Alþjóðaheilbrigðisdagurinn í dag Alþjóðaheilbrigðisdagurinn er í dag og er hann haldinn undir kjörorðinu Sérhver móðir - sérhvert barn. Í tilefni dagsins var efnt til morgunverðarfundar á Nordica-hótelinu í á morgun að því er segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. 7.4.2005 00:01 Miðborg Rómar að springa Rómaborg er að springa á saumunum og yfirvöld segja að það komist hreinlega ekki fleiri fyrir í miðborginni. Fólk er hvatt til að halda sig fjarri. 7.4.2005 00:01 Mótmæltu styttingu stúdentsprófs Framhaldsskólanemar úr Reykjavík fjölmenntu á Austurvöll nú á tólfta tímanum til að mótmæla fyrirhugaðri styttingu á námi til stúdentsprófs. Eins og gengur og gerist með framhaldsskólanema fylgdi þeim töluverður hávaði, söngur og köll. 7.4.2005 00:01 Bandaríkjamenn og Fischer sættist Anatolí Karpov, fyrrverandi heimsmeistari í skák, segist ekki skilja óbeit bandarískra stjórnvalda í garð Bobbys Fischers, mannsins sem margir telja mesta skákmann sem bandaríska þjóðin hefur alið. Hann vill að Bandaríkjamenn og Fischer sættist. 7.4.2005 00:01 Gæsluvarðhald framlengt Gæsluvarðhald yfir erlendri konu á sjötugsaldri sem tekin var á Keflavíkurflugvelli fyrir að smygla kókaíni í hárkollu hefur verið framlengt í sex vikur, eða til 15. maí. Að sögn Ásgeirs Karlssonar hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík hefur enginn annar verið yfirheyrður eða handtekinn vegna málsins en hann segir yfirheyrslur yfir konunni hafa gengið vel. 7.4.2005 00:01 Umferðartafir á Holtavörðuheiði Lögreglan í Borgarnesi varar vegfarendur við umferðartöfum á Holtavörðuheiðinni nú í hádeginu þar sem verið er að flytja flutningabíl sem valt út af veginum í gær. 7.4.2005 00:01 Færri slasast í umferðinni Slösuðum í umferðinni hefur fækkað um rúmlega 50 prósent á síðustu 10 árum. Þetta kemur fram í Skýrslu um umferðarslys árið 2004 sem kynnt var í morgun. Þar kemur fram að í fyrra slösuðust 115 manns alvarlega í umferðarslysum en árið á undan slösuðust 145 alvarlega. Alls létust 23 í umferðarslysum í fyrra og er það sami fjöldi og lést árið áður. 7.4.2005 00:01 Breyta þarf eignarhaldi félaga Búist er við að fjölmiðlanefnd menntamálaráðherra nái í dag samkomulagi um það að leggja til að í nýjum fjölmiðlalögum verði gert ráð fyrir banni við því að einstaklingur eða fyrirtæki eigi meira en fjórðung í fjölmiðlafyrirtæki. Fréttablaðið greinir frá þessu. Miðað verði við að þetta ákvæði nái aðeins til fjölmiðlafyrirtækja með ákveðna markaðshlutdeild, líklega 25 til 30 prósent. Samkvæmt þessu þyrfti að breyta eignarhaldi á 365 fjölmiðlum, Skjá einum og Morgunblaðinu. 7.4.2005 00:01 Tæp hálf milljón vegna móðurmissis Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða systkinum tæplega hálfa milljón króna í bætur vegna andláts móður þeirra, sem lést af völdum læknamistaka. 7.4.2005 00:01 Hættu lífi sínu í rútuferð Söguleg rútuferð var farin í morgun á milli indverska og pakistanska hluta Kasmírhéraðs. Fimmtíu farþegar hættu lífi sínu með því að taka þátt í þessari friðarför sem vonir standa til að marki upphafið að friðsamlegri samskiptum Indlands og Pakistans. 7.4.2005 00:01 Óttast afleiðingar við sölu sjóðs Einhver banki eða peningastofnun mun eignast fyrsta veðrétt í nær öllum bújörðum hér á landi ef hugmyndir um að selja Lánasjóð landbúnaðarins á almennum peningamarkaði ná fram að ganga. 7.4.2005 00:01 Vilja reykingabann eftir tvö ár Á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar, sem nú stendur yfir, leggur vinnuhópur veitingamanna fyrir fundinn í dag að tekið verði upp algert reykingabann á veitinga- og skemmtistöðum 1. júní 2007. 7.4.2005 00:01 Mikil fækkun alvarlegra slysa "Þarna er um að ræða marga samhangandi þætti sem valda því að þessi árangur næst," segir Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri umferðaröryggissviðs Umferðarstofu. Í gær var kynnt skýrsla um umferðaslys á Íslandi á síðasta ári en þar kemur fram að talsverður árangur hefur náðst í fækkun slysa og óhappa frá fyrra ári. 7.4.2005 00:01 Brugðist við ávísun ávanalyfja Með lyfjagagnagrunni verður hægt að hindra að fíklar fái í vaxandi mæli ávísað ávanalyfjum af læknum, segir Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir. Hann segir embættið viðurkenna að ávísun lyfjanna sé verulegt vandamál. 7.4.2005 00:01 Sundabraut vart flýtt Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, telur vafasamt að ráðist verði í byggingu Sundabrautar fyrr en ný samgönguáætlun gerir ráð fyrir jafnvel þó að ákvörðun verði tekin um að verkið verði einkaframkvæmd. 7.4.2005 00:01 Vörður vill samvinnu um stóriðju Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, telur að Norðlendingar eigi að sameinast um það markmið að tryggja að næsta stóriðja verði reist á Norðurlandi. Í ályktun stjórnar félagsins segir að á meðan Norðlendingar deili um mögulega staðsetningu sé hættan á því að fjárfestar snúi sér annað og reisi næstu stóriðju á öðrum stað. 7.4.2005 00:01 Ná sjónvarpssendingum um ADSL Annar áfangi stafrænnar sjónvarpsþjónustu Símans um ADSL-kerfi sín er hafinn. Í vikunni hafa 11 bæjarfélög á landsbyggðinni bæst í hóp þeirra 20 bæjarfélaga sem undanfarið hafa fengið aðgang að stafrænu sjónvarpi um ADSL. Um er að ræða bæjarfélög sem þegar í dag ná útsendingum Skjás eins en eru í fyrsta sinn að fá aðgang að erlendum sjónvarpsrásum. 7.4.2005 00:01 Tökumaður í haldi í Írak Myndatökumaður á vegum arabísku sjónvarpsstöðvarinnar Al Arabiya hefur setið í haldi í Írak í rúma viku. Frá þessu greina eftirlitssamtök fyrir blaðamenn, CPJ, í tilkynningu í dag. Í tilkynningunni kemur enn fremur fram að írakskar öryggissveitir hafi handtekið myndtatökumanninn Wael Issam á alþjóðaflugvellinum í Bagdad þegar hann hafi verið á leið til höfuðstöðva Al Arabiya í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 7.4.2005 00:01 450 framhaldsskólanemar mótmæla Allt að 450 framhaldsskólanemar úr sex skólum höfuðborgarsvæðisins mótmæltu fyrirhuguðu framvarpi menntamálaráðherra um styttingu framhaldsskólanáms á Austurvelli í gær. Einn nemendanna henti eggjum á Alþingishúsið og fékk tiltal lögreglu. 7.4.2005 00:01 Gigtarlyf tekið af markaði Pfizer-lyfjaframleiðandinn hefur hætt sölu og dreifingu á gigtarlyfinu Bextra að kröfu bandaríska lyfjaeftirlitsins þar sem komið hefur í ljós að veruleg hætta getur stafað af aukaverkunum af völdum lyfsins. Einnig hefur verið gefin út viðvörun vegna gigtarlyfsins Celebrex, en bæði lyfin eru í flokki svokallaðra COX-2 hemla sem ákveðnir sjúklingahópar hafa verið varaðir við að taka vegna alvarlegra aukaverkana. 7.4.2005 00:01 Spurningin var misskilin Fylgjendur álvers í Eyjafirði eru afar óánægðir með niðurstöðu viðhorfskönnunar sem sýnir að einungis helmingur Eyfirðinga vill álver í nágrenni Akureyrar. Telja þeir spurningu í könnuninni hafa verið villandi. 7.4.2005 00:01 Niðurstöður nefndar kynntar Blaðamannafundur menntamálaráðherra hófst í Þjóðmenningarhúsinu nú klukkan þrjú þar sem niðurstöður fjölmiðlanefndarinnar eru kynntar. Nefndin lauk störfum í nótt, en meðal þess sem hún leggur til að er að einstaklingar eða fyrirtæki megi ekki eiga meira en fjórðung í fjölmiðlafyrirtækjum sem eru með meira en þriðjungs markaðshlutdeild. 7.4.2005 00:01 Bensíngjald hækkar ekki Bensíngjald það sem sagt er hækka um 6-7 prósent í nýrri samgönguáætlun samgönguráðuneytisins hækkar í raun og veru ekki samkvæmt upplýsingum fjármálaráðuneytis. 7.4.2005 00:01 Heyrnartæki lækka Heyrnartækin lækkuðu í verði í gær um fimm prósent að meðaltali. 7.4.2005 00:01 Miltisbrandur girtur af Verið er að leggja síðustu hönd á miltisbrandsgirðinguna á Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd. Þar með er búið að girða af svæðið sem hrossin, er drápust úr miltisbrandi í lok síðasta árs, gengu á. 7.4.2005 00:01 Veðjað um Ingibjörgu og Össur Í veðbankanum Betsson er hægt að veðja um hvort Ingibjörg Sólrún eða Össur sigrar í formannskosningu Samfylkingarinnar. Aðeins tveir hafa veðjað enn sem komið er. </font /></b /> 7.4.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Ein fjölmennasta útför sögunnar Milljónir manna fylgdust með útför Jóhannesar Páls II páfa í gær. Margir líkfylgdargesta kölluðu eftir því að hann yrði tekinn í dýrlingatölu. </font /></b /> 8.4.2005 00:01
Jóakim og Alexandra skilin Lögskilnaður Jóakims Danaprins og Alexöndru prinsessu var í gær staðfestur af konunglegum dómstól. Þar með lauk lögformlega tíu ára hjónabandi þeirra, en þetta er fyrsti skilnaðurinn í dönsku konungsfjölskyldunni í nærri 160 ár. 8.4.2005 00:01
Íslandskynning í hartnær öld Nýlega birtist í þýska vikuritinu Die Zeit nokkuð ítarleg og lofsamleg grein um rithöfundinn Jón Sveinsson, Nonna, bæinn hans Akureyri og fleira tengt Íslandi. 8.4.2005 00:01
Fær ekki starfslokasamning Útvarpið skýrði frá því í gær að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefur hafnað beiðni lögmanns Auðuns Georgs Ólafssonar um viðræður um starfslokasamning við Ríkisútvarpið. 8.4.2005 00:01
Lækkun fimmta daginn í röð Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði í gær, fimmta daginn í röð. Við lokun markaða hafði verðið á olíufatinu lækkað um fjóra Bandaríkjadali frá því í byrjun vikunnar. 8.4.2005 00:01
Brúðkaup eftir jarðarför Kominn beint úr jarðarför páfa gengur Karl Bretaprins í dag að eiga Camillu Parker Bowles í borgaralegri hjónavígslu í Windsor vestur af Lundúnum. Sjónvarpað verður frá kirkjulegri blessunarathöfn í kapellu Windsor-kastala í framhaldi af vígslunni. 8.4.2005 00:01
Prinsessa fæðist Martha Lovísa Noregsprinsessa og eiginmaður hennar, rithöfundurinn Ari Behn, eignuðust í gær dóttur sem gefið hefur verið nafnið Leah Isadora. 8.4.2005 00:01
Olíuskattur lagður á farmiðaverð Flugfélög víða um heim eru farin að bregðast við hækkandi eldsneytisverði með álagningu sérstaks olíuskatts ofan á farmiðaverð. SAS-flugfélagið er til dæmis að íhuga það og vænta má þess að Flugleiðir geri það lika enda hafa bæði félögin gert það áður við svipaðar aðstæður og nú. 7.4.2005 00:01
Fólk haldi sig fjarri miðborginni Yfirvöld í Rómaborg hvetja pílagríma sem koma til borgarinnar í dag til þess að halda sig fjarri miðborginni vegna öngþveitis. Fjórar milljónir pílagríma hafa þegar lagt leið sína til Rómar síðan á sunnudaginn og er búist við að nokkrar milljónir manna eigi enn eftir að bætast við. Þegar horfir til vandræða í borginni þar sem þrjár milljónir manna búa alla jafna. 7.4.2005 00:01
Mega hafa opið á hvítasunnudag Margar matvöruverslanir mega hafa opið á hvítasunnudag samkvæmt nýjum lögum um afgreiðslutíma verslana á stórhátíðum. Þannig mega þessar verslanir framvegis hafa opið á páskadag og föstudaginn langa. Þau skilyrði eru sett að verslunarrýmið sé innan við 600 fermetrar og að matvöruviðskipti séu meginumsvif. Breytingin nær því ekki til stórmarkaða. 7.4.2005 00:01
Íslendingar einna hamingjusamastir Íslendingar eru ein af hamingjusömustu þjóðum í heimi samkvæmt niðurstöðum nýrrar alþjóðlegrar könnunar sem greint var frá í <em>Berlingske Tidende</em> í gær. Íslendingar mældust ásamt Írum í fjórða til fimmta sæti yfir þær þjóðir þar sem hamingjan er mest með 7,8 í einkunn á skalanum 0 til 10. 7.4.2005 00:01
Reynt að spilla sögulegri rútuferð Uppreisnarmenn í Kasmír-héraði á Indlandi gerðu í morgun árás á rútu sem fór í fyrstu áætlunarferðina á milli indverska og pakistanska hluta héraðsins í nærri sextíu ár. Samkvæmt fyrstu fréttum sakaði þó engan. Gríðarleg öryggisgæsla var á svæðinu í morgun þegar rútan lagði af stað. 7.4.2005 00:01
Hvítar konur launalægstar Hvítar konur með háskólamenntun eru með lægri laun í Bandaríkjunum en háskólamenntaðar kynsystur þeirra af asískum og afrískum uppruna. Konur af asískum uppruna eru launahæstar háskólamenntaðra kvenna í Bandaríkjunum með að jafnaði um 2,6 milljónir íslenskra króna í árslaun. Konur af afrískum uppruna þéna að jafnaði rúmar 2,4 milljónir en hvítar konur reka lestina með ríflega 2,2 tvær milljónir í árslaun. 7.4.2005 00:01
Farsímar taki við af sjónvarpi Farsímar taka brátt við af sjónvarpi sem helsti auglýsingamiðill heimsins. Þetta segir Andrew Robinson, einn helsti auglýsingasérfræðingur heims. Hann segir að með nýrri upptökutækni verði sífellt auðveldara fyrir fólk að forðast auglýsingar í sjónvarpi. Leiðin fyrir auglýsendur til þess að nálgast fólk verði í framtíðinni í gegnum farsíma og eins fartölvur. 7.4.2005 00:01
Undir áhrifum í bíltúr á Laugavegi Lögreglan í Reykjavík stöðvaði ökumann í miðborginni í nótt og reyndist hann nær alveg út úr heiminum af áfengis- og vímuefnaneyslu. Vegfarendur um Laugaveg gerðu lögreglunni viðvart um skrykkjótt og stórhættulegt aksturslag mannsins niður Laugaveginn en þar ók hann meðal annars utan í bíl. 7.4.2005 00:01
Skilur ekki óbeit í garð Fischers Anatolí Karpov, fyrrverandi heimsmeistari í skák, segist ekki skilja óbeit bandarískra stjórnvalda í garð Bobbys Fischers, mannsins sem margir telja mesta skákmann sem bandaríska þjóðin hefur alið. 7.4.2005 00:01
Gaf sig fram við lögreglu í morgun Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið annan mannanna sem hafa verið eftirlýstir í tengslum við morðið á leigubílstjóranum Torben Vagn Knudsen um páskana, en hann var bútaður í nokkra hluta og þeir skildir eftir á tveimur stöðum í borginni. Maðurinn sem handtekinn var heitir Jared Heller og er bandarískur, en hann gaf sig fram við lögreglu snemma í morgun eftir að hafa verið eftirlýstur í um viku. 7.4.2005 00:01
IRA íhugar að leggja niður vopn Írski lýðveldisherinn, IRA, segist munu íhuga tilmæli Gerrys Adams, leiðtoga Sinn Fein, sem í gær hvatti IRA til að leggja niður vopn og hætta vopnaðri baráttu gegn yfirráðum Breta á Norður-Írlandi. Pólitískir andstæðingar Sinn Fein segja málið allt eitt stórt leikrit, vandlega skipulagt sem innlegg í bresku kosningabaráttuna. 7.4.2005 00:01
Vilja viðræður um reykingabann Hótel- og veitingamenn samþykktu á fundi sínum á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar í morgun að ganga til viðræðna við stjórnvöld um að reykingar verði bannaðar á veitinga- og skemmtistöðum frá og með 1. júní 2007. Í tilkynningu frá veitingamönnum kemur fram að miklar breytingar hafi orðið síðustu árin á reykingavenjum fólks og tillitssemi aukist til muna. 7.4.2005 00:01
Alþjóðaheilbrigðisdagurinn í dag Alþjóðaheilbrigðisdagurinn er í dag og er hann haldinn undir kjörorðinu Sérhver móðir - sérhvert barn. Í tilefni dagsins var efnt til morgunverðarfundar á Nordica-hótelinu í á morgun að því er segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. 7.4.2005 00:01
Miðborg Rómar að springa Rómaborg er að springa á saumunum og yfirvöld segja að það komist hreinlega ekki fleiri fyrir í miðborginni. Fólk er hvatt til að halda sig fjarri. 7.4.2005 00:01
Mótmæltu styttingu stúdentsprófs Framhaldsskólanemar úr Reykjavík fjölmenntu á Austurvöll nú á tólfta tímanum til að mótmæla fyrirhugaðri styttingu á námi til stúdentsprófs. Eins og gengur og gerist með framhaldsskólanema fylgdi þeim töluverður hávaði, söngur og köll. 7.4.2005 00:01
Bandaríkjamenn og Fischer sættist Anatolí Karpov, fyrrverandi heimsmeistari í skák, segist ekki skilja óbeit bandarískra stjórnvalda í garð Bobbys Fischers, mannsins sem margir telja mesta skákmann sem bandaríska þjóðin hefur alið. Hann vill að Bandaríkjamenn og Fischer sættist. 7.4.2005 00:01
Gæsluvarðhald framlengt Gæsluvarðhald yfir erlendri konu á sjötugsaldri sem tekin var á Keflavíkurflugvelli fyrir að smygla kókaíni í hárkollu hefur verið framlengt í sex vikur, eða til 15. maí. Að sögn Ásgeirs Karlssonar hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík hefur enginn annar verið yfirheyrður eða handtekinn vegna málsins en hann segir yfirheyrslur yfir konunni hafa gengið vel. 7.4.2005 00:01
Umferðartafir á Holtavörðuheiði Lögreglan í Borgarnesi varar vegfarendur við umferðartöfum á Holtavörðuheiðinni nú í hádeginu þar sem verið er að flytja flutningabíl sem valt út af veginum í gær. 7.4.2005 00:01
Færri slasast í umferðinni Slösuðum í umferðinni hefur fækkað um rúmlega 50 prósent á síðustu 10 árum. Þetta kemur fram í Skýrslu um umferðarslys árið 2004 sem kynnt var í morgun. Þar kemur fram að í fyrra slösuðust 115 manns alvarlega í umferðarslysum en árið á undan slösuðust 145 alvarlega. Alls létust 23 í umferðarslysum í fyrra og er það sami fjöldi og lést árið áður. 7.4.2005 00:01
Breyta þarf eignarhaldi félaga Búist er við að fjölmiðlanefnd menntamálaráðherra nái í dag samkomulagi um það að leggja til að í nýjum fjölmiðlalögum verði gert ráð fyrir banni við því að einstaklingur eða fyrirtæki eigi meira en fjórðung í fjölmiðlafyrirtæki. Fréttablaðið greinir frá þessu. Miðað verði við að þetta ákvæði nái aðeins til fjölmiðlafyrirtækja með ákveðna markaðshlutdeild, líklega 25 til 30 prósent. Samkvæmt þessu þyrfti að breyta eignarhaldi á 365 fjölmiðlum, Skjá einum og Morgunblaðinu. 7.4.2005 00:01
Tæp hálf milljón vegna móðurmissis Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða systkinum tæplega hálfa milljón króna í bætur vegna andláts móður þeirra, sem lést af völdum læknamistaka. 7.4.2005 00:01
Hættu lífi sínu í rútuferð Söguleg rútuferð var farin í morgun á milli indverska og pakistanska hluta Kasmírhéraðs. Fimmtíu farþegar hættu lífi sínu með því að taka þátt í þessari friðarför sem vonir standa til að marki upphafið að friðsamlegri samskiptum Indlands og Pakistans. 7.4.2005 00:01
Óttast afleiðingar við sölu sjóðs Einhver banki eða peningastofnun mun eignast fyrsta veðrétt í nær öllum bújörðum hér á landi ef hugmyndir um að selja Lánasjóð landbúnaðarins á almennum peningamarkaði ná fram að ganga. 7.4.2005 00:01
Vilja reykingabann eftir tvö ár Á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar, sem nú stendur yfir, leggur vinnuhópur veitingamanna fyrir fundinn í dag að tekið verði upp algert reykingabann á veitinga- og skemmtistöðum 1. júní 2007. 7.4.2005 00:01
Mikil fækkun alvarlegra slysa "Þarna er um að ræða marga samhangandi þætti sem valda því að þessi árangur næst," segir Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri umferðaröryggissviðs Umferðarstofu. Í gær var kynnt skýrsla um umferðaslys á Íslandi á síðasta ári en þar kemur fram að talsverður árangur hefur náðst í fækkun slysa og óhappa frá fyrra ári. 7.4.2005 00:01
Brugðist við ávísun ávanalyfja Með lyfjagagnagrunni verður hægt að hindra að fíklar fái í vaxandi mæli ávísað ávanalyfjum af læknum, segir Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir. Hann segir embættið viðurkenna að ávísun lyfjanna sé verulegt vandamál. 7.4.2005 00:01
Sundabraut vart flýtt Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, telur vafasamt að ráðist verði í byggingu Sundabrautar fyrr en ný samgönguáætlun gerir ráð fyrir jafnvel þó að ákvörðun verði tekin um að verkið verði einkaframkvæmd. 7.4.2005 00:01
Vörður vill samvinnu um stóriðju Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, telur að Norðlendingar eigi að sameinast um það markmið að tryggja að næsta stóriðja verði reist á Norðurlandi. Í ályktun stjórnar félagsins segir að á meðan Norðlendingar deili um mögulega staðsetningu sé hættan á því að fjárfestar snúi sér annað og reisi næstu stóriðju á öðrum stað. 7.4.2005 00:01
Ná sjónvarpssendingum um ADSL Annar áfangi stafrænnar sjónvarpsþjónustu Símans um ADSL-kerfi sín er hafinn. Í vikunni hafa 11 bæjarfélög á landsbyggðinni bæst í hóp þeirra 20 bæjarfélaga sem undanfarið hafa fengið aðgang að stafrænu sjónvarpi um ADSL. Um er að ræða bæjarfélög sem þegar í dag ná útsendingum Skjás eins en eru í fyrsta sinn að fá aðgang að erlendum sjónvarpsrásum. 7.4.2005 00:01
Tökumaður í haldi í Írak Myndatökumaður á vegum arabísku sjónvarpsstöðvarinnar Al Arabiya hefur setið í haldi í Írak í rúma viku. Frá þessu greina eftirlitssamtök fyrir blaðamenn, CPJ, í tilkynningu í dag. Í tilkynningunni kemur enn fremur fram að írakskar öryggissveitir hafi handtekið myndtatökumanninn Wael Issam á alþjóðaflugvellinum í Bagdad þegar hann hafi verið á leið til höfuðstöðva Al Arabiya í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 7.4.2005 00:01
450 framhaldsskólanemar mótmæla Allt að 450 framhaldsskólanemar úr sex skólum höfuðborgarsvæðisins mótmæltu fyrirhuguðu framvarpi menntamálaráðherra um styttingu framhaldsskólanáms á Austurvelli í gær. Einn nemendanna henti eggjum á Alþingishúsið og fékk tiltal lögreglu. 7.4.2005 00:01
Gigtarlyf tekið af markaði Pfizer-lyfjaframleiðandinn hefur hætt sölu og dreifingu á gigtarlyfinu Bextra að kröfu bandaríska lyfjaeftirlitsins þar sem komið hefur í ljós að veruleg hætta getur stafað af aukaverkunum af völdum lyfsins. Einnig hefur verið gefin út viðvörun vegna gigtarlyfsins Celebrex, en bæði lyfin eru í flokki svokallaðra COX-2 hemla sem ákveðnir sjúklingahópar hafa verið varaðir við að taka vegna alvarlegra aukaverkana. 7.4.2005 00:01
Spurningin var misskilin Fylgjendur álvers í Eyjafirði eru afar óánægðir með niðurstöðu viðhorfskönnunar sem sýnir að einungis helmingur Eyfirðinga vill álver í nágrenni Akureyrar. Telja þeir spurningu í könnuninni hafa verið villandi. 7.4.2005 00:01
Niðurstöður nefndar kynntar Blaðamannafundur menntamálaráðherra hófst í Þjóðmenningarhúsinu nú klukkan þrjú þar sem niðurstöður fjölmiðlanefndarinnar eru kynntar. Nefndin lauk störfum í nótt, en meðal þess sem hún leggur til að er að einstaklingar eða fyrirtæki megi ekki eiga meira en fjórðung í fjölmiðlafyrirtækjum sem eru með meira en þriðjungs markaðshlutdeild. 7.4.2005 00:01
Bensíngjald hækkar ekki Bensíngjald það sem sagt er hækka um 6-7 prósent í nýrri samgönguáætlun samgönguráðuneytisins hækkar í raun og veru ekki samkvæmt upplýsingum fjármálaráðuneytis. 7.4.2005 00:01
Miltisbrandur girtur af Verið er að leggja síðustu hönd á miltisbrandsgirðinguna á Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd. Þar með er búið að girða af svæðið sem hrossin, er drápust úr miltisbrandi í lok síðasta árs, gengu á. 7.4.2005 00:01
Veðjað um Ingibjörgu og Össur Í veðbankanum Betsson er hægt að veðja um hvort Ingibjörg Sólrún eða Össur sigrar í formannskosningu Samfylkingarinnar. Aðeins tveir hafa veðjað enn sem komið er. </font /></b /> 7.4.2005 00:01