Erlent

Tökumaður í haldi í Írak

Myndatökumaður á vegum arabísku sjónvarpsstöðvarinnar Al Arabiya hefur setið í haldi í Írak í rúma viku. Frá þessu greina eftirlitssamtök fyrir blaðamenn, CPJ, í tilkynningu í dag. Í tilkynningunni kemur enn fremur fram að írakskar öryggissveitir hafi handtekið myndtatökumanninn Wael Issam á alþjóðaflugvellinum í Bagdad þegar hann hafi verið á leið til höfuðstöðva Al Arabiya í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Íröksk yfirvöld hafa gefið sjónvarpsstöðinni þær skýringar að Issam hafi verið handtekinn þar sem hann hafi verið með myndir af vopnuðum hópum, eins og það er orðað, en ekki er ljóst á þessari stundu hvort hann verður ákærður fyrir það. Eftirlitssamtökin lýsa yfir áhyggjum af því að Issam hafi verið haldið svo lengi án þess að gefið hafi verið upp nákvæmlega hvert sakarefnið sé.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×