Erlent

Jóakim og Alexandra skilin

Lögskilnaður Jóakims Danaprins og Alexöndru prinsessu var í gær staðfestur af konunglegum dómstól. Þar með lauk lögformlega tíu ára hjónabandi þeirra, en þetta er fyrsti skilnaðurinn í dönsku konungsfjölskyldunni í nærri 160 ár. Sá síðasti átti sér stað árið 1846, er Friðrik sjöundi skildi við prinsessuna Karolínu Charlottu Marianne af Mecklenburg-Strelitz. Hjónin skildu að borði og sæng í október en minnst hálft ár þurfti að líða áður en lögskilnaðurinn gat tekið gildi. Þau deila forræði yfir sonunum tveimur, Nikolai og Felix.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×