Erlent

Olíuskattur lagður á farmiðaverð

Flugfélög víða um heim eru farin að bregðast við hækkandi eldsneytisverði með álagningu sérstaks olíuskatts ofan á farmiðaverð. SAS-flugfélagið er til dæmis að íhuga það og vænta má þess að Flugleiðir geri það lika enda hafa bæði félögin gert það áður við svipaðar aðstæður og nú. Framkvæmdastjóri Alþjóðasamtaka flugfélaga vekur athygli á því að eðlilegt væri að flughafnir og þjónustuaðilar á jörðu niðri tækju hluta af hækkunum á sig með lækkun á þjónustugjöldum þar sem aldrei hafi verið jafn mikið tap á flugrekstri og þessa dagana og aldrei jafn mikill gróði á flugstöðvum og einmitt núna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×