Innlent

Alþjóðaheilbrigðisdagurinn í dag

Alþjóðaheilbrigðisdagurinn er í dag og er hann haldinn undir kjörorðinu Sérhver móðir - sérhvert barn. Í tilefni dagsins var efnt til morgunverðarfundar á Nordica-hótelinu í á morgun að því er segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Fundurinn var á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, Landlæknisembættisins, Heilsugæslunnar í Reykjavík, Lýðheilsustöðvar og Landspítala - háskólasjúkrahúss. Var á fundinum fjallað um heilsufar mæðra og barna hérlendis og í alþjóðlegu samhengi og fjallað um þá félagslegu þætti sem hafa áhrif á heilsufar mæðra og barna. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur aðildarþjóðir sínar til að beina kastljósinu að mæðrum og ungum börnum að þessu sinni meðal annars til að vekja menn til vitundar um að í ár deyja 11 milljónir barna fimm ára og yngri vegna einhvers sem koma má í veg fyrir eins og lungnabólgu, niðurgangi og mislingum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin í Genf gefur nú út World Health Report 2005 og er í skýrslunni lögð áhersla á upplýsingar um heilsufar mæðra og ungra barna þeirra og aðgerðir til að takast á við þann mikla vanda sem blasir við á þessu sviði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×