Fleiri fréttir

Íhugaði að segja af sér árið 2000

Jóhannes Páll páfi íhugaði alvarlega að segja af sér um síðustu aldamót, að því fram kemur í erfðaskrá hans sem birt var í dag. Þar kemur einnig fram að snemma á páfaferli sínum hefði hann íhugað að láta jarða sig í heimalandi sínu, Póllandi. Erfðaskrána hóf páfi að rita skömmu eftir að hann tók við embætti, en í henni segist hann ekki láta eftir sig neinar veraldlegar eigur. Þá fer hann fram á að minnisblöð sín verði brennd.

Njósnaflugvél frá NATO í Róm

Atlantshafsbandalagið áformar að senda njósnaflugvél til Rómar til þess að gæta öryggis í lofti á meðan á jarðarför páfa fer fram á morgun. Þetta er gert að beiðni ítalskra stjórnvalda en þau vilja gæta fyllsta öryggis þar sem allir helstu leiðtogar heims verða samankomnir við jarðarförina.

Framleiðsla aldrei meiri

"Það var sú stækkun á frystihúsinu sem við fórum í á síðasta ári sem eru forsenda þessarar auknu framleiðslu," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar.

Rafmagn olli ekki eldi á Króknum

Engar skýringar liggja fyrir um upptök eldsvoðans sem varð ungum manni að bana á Sauðárkróki utan þess að útilokað hefur verið að rafmagn hafi ollið eldinum.

Mega ekki eiga meira en fjórðung

Fjölmiðlanefnd menntamálaráðherra leggur til að hvorki einstaklingar né fyrirtæki megi eiga meira en fjórðung í fjölmiðlafyrirtæki sem hafi þriðjungs markaðahlutdeild. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar sem kynnt var í Þjóðmenningarhúsinu fyrir stundu.

Vill selja Lánasjóð landbúnaðarins

Stjórnvöld eru að leita leiða til að selja Lánasjóð landbúnaðarins að sögn Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra. Í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær sagði Guðni að nefnd, sem hann skipaði til að fara yfir mál lánasjóðsins, hefði komist að þeirri niðurstöðu að ekki ætti að reka hann áfram heldur selja.

Hátt í 6000 umsóknir bárust

Fullt var út úr dyrum í afgreiðslu framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar í dag vegna lóðaúthlutunar í Lambaseli, en umsóknarfrestur rann út klukkan 16.15. Alls bárust 5.658 umsóknir, þar af 1.765 í dag. Gert er ráð fyrir því að sýslumaðurinn í Reykjavík dragi úr lóðaumsóknum um miðja næstu viku og fá lóðaumsækjendur ekki að vera viðstaddir útdráttinn.

Lyfjaskammtar auknir

Ríkisstjórnin tekur fljótlega ákvörðun um hversu miklar lyfjabirgðir verða keyptar til forvarna og meðferðar við hugsanlegum heimsfaraldi inflúensu eða fuglaflensunnar. Búast má við að varabirgðir verði auknar svo að dugi fyrir allt að 30 prósent Íslendinga. </font /></b />

Óskar eftir frumvarpinu

Persónuvernd hefur óskað eftir frumvarpi um breytingar á fjarskiptalögum, sem hefur verið lagt fyrir ríkisstjórn, en frumvarpið var ekki sent Persónuvernd til umsagnar, aðeins kynnt munnlega á fundi með stjórnendum stofnunarinnar.

Liggur mikið á hjarta

Alþýðusambandið ætlar að hefja átak gegn félagslegum undirboðum og ólöglegum ráðningum útlendinga í byrjun maí. Daglega hringja margir til að koma með ábendingar um ólöglega starfsemi og undirboð.

11 milljónir barna deyja

Áætlað er að ellefu milljónir barna fimm ára og yngri deyi í ár vegna einhvers sem koma má í veg fyrir. Þetta kom fram á fundi á Nordica hótelinu í gær, sem haldinn var í tilefni af Alþjóðaheilbrigðisdeginum.

6.000 umsóknir bárust

Tæplega 6.000 umsóknir höfðu borist um lóð við Lambasel í Reykjavík þegar umsóknarfrestur rann út síðdegis í gær. Dregið verður úr pottinum hjá sýslumanninum í Reykjavík í næstu viku.

Forsetahjónin til Eyjafjarðar

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff forsetafrú halda í opinbera heimsókn til Akureyrar og Eyjafjarðarsveitar í næstu viku að því er fram kemur í tilkynningu frá skrifstofu forsetans. Heimsóknin til Akureyrar hefst að morgni mánudagsins 11. apríl og lýkur að kvöldi þriðjudagsins 12. apríl. Opinber heimsókn forsetahjónanna til Eyjafjarðarsveitar hefst að morgni miðvikudagsins 13. apríl og lýkur um kvöldið með fjölskylduhátíð í Hrafnagilsskóla.

Fagna Mjólku

Heimdellingar fagna stofnun Mjólku ehf, nýs mjólkursamlags sem stendur fyrir utan styrkjakerfi landbúnaðarins.

Efasemdir um Kárahnjúkavirkjun

Tæplega helmingur Íslendinga, eða 39,6 prósent, telur að rangt hafi verið að ráðast í virkjun við Kárahnjúka. 50,5 prósent telja það rétt.

Vildu breyta ákvörðun bæjarráðs

Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar nú í vikunni kom fram tillaga um að breyta ákvörðun bæjarráðs um lóðaúthlutun á Völlunum. Tillögunni var mótmælt og samþykkt að vísa henni aftur til bæjarráðs.

Tveir látnir í tilræði í Kaíró

Karl og kona létust og að minnsta kosti sjö aðrir særðust þegar maður á vélhjóli kastaði sprengju inn í hóp fólks sem var að skoða fornminjar í Karíó í Egyptalandi í dag. Annar hinna látnu var Frakki en ekki er vitað hverrar þjóðar konan var sem lést.

Fjöldi bensínstöðva og verð óháð

Af tíu þéttbýlisstöðum á landinu er hæsta bensínverð hjá Skeljungi. Er það þrátt fyrir samkeppni við aðrar bensínstöðvar á stöðunum.

Al-Jaafari verður forsætisráðherra

Ný ríkisstjórn í Írak er að taka á sig mynd og virðist sem helstu byrjunarörðugleikunum hafi loks verið hrundið úr vegi. Nýr forsætisráðherra, sjítinn Ibrahim al-Jaafari, var tilnefndur í dag og mun innan tveggja vikna skipa ráðherra með sér í ríkisstjórn. Eitt meginverkefni ríkisstjórnarinnar verður að skrifa stjórnarskrá sem lögð verður fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslu í haust.

Annan snupraði mannréttindanefnd

Kofi Annan snupraði Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna harkalega í dag og sagði að þröng eiginhagsmunaþjónkun aðildarlandanna drægi úr trúverðugleika Sameinuðu þjóðanna í heild sinni. Miklir mannréttindabrjótar, svo sem Súdan og Zimbabwe, sitja í nefndinni og koma í veg fyrir að þeirra eigin brot séu fordæmd.

Vilja frekar stytta grunnskólanám

Á fimmta hundrað framhaldsskólanema mótmælti fyrirhugaðri styttingu náms til stúdentsprófs á Austurvelli í dag. Það var Hagsmunaráð íslenskra framhaldsskólanema sem stóð fyrir mótmælunum, en að ráðinu standa sex framhaldsskólar. Þar telja menn eðlilegra að stytta nám á grunnskólastigi og hafna þeim rökum að fara eigi að fordæmi annarra norrænna ríkja.

Sprenging banar tveimur í Kaíró

Sprengja sprakk á flóamarkaði í Gamla bænum í Kaíró í dag, sem virðist hafa verið kastað af mönnum sem óku hjá á mótorhjóli. Frönsk kona og bandarískur karl létu lífið af sárum sínum og að minnsta kosti nítján aðrir særðust, að því er yfirvöld greindu frá.

Hvíti dauði ekki í landinu

Rétt tæplega eitt þúsund manns sem hafa sprautað fíkniefnum í æð fóru í meðferð á Vogi á síðustu fimm árum og 770 ópíumfíklar hafa farið í meðferð á síðustu tíu árum. Á síðustu sjö árum hafa um sex stórnotendur heróíns, stundum nefnt hvíti dauði, farið í meðferð árlega.

Páfi íhugaði afsögn

Stöðugur straumur pílagríma lá til Vatíkansins í Róm í gær og bættust í mannmergðina sem hefur flykkst til þessa minnsta sjálfstæða ríkis heims til að vera við útför Jóhannesar Páls II páfa, sem fram fer í dag. Í erfðaskrá sinni greindi páfi frá því að hann hefði íhugað afsögn á árinu 2000, er hann náði 80 ára aldri og heilsan var byrjuð að bila.

Æðstu menn Íraks svarnir í embætti

Forseti og varaforsetar Íraks sóru embættiseiða í gær og útnefndu sjía-múslimann Ibrahim al-Jaafari forsætisráðherra, en það er valdamesta embættið í hinu nýja bráðabirgðastjórnkerfi landsins. Þar með er tekin við völdum þriðja bráðabirgðastjórnin frá því Saddam Hussein var steypt fyrir tveimur árum.

Sigur Demókrata á Grænlandi

Í sveitarstjórnarkosningum sem fram fóru á Grænlandi í vikunni breyttist skipting atkvæða milli vinstri- og hægriflokka sáralítið, en miklar sviptingar urðu á hægri vængnum. Demókratarnir, borgaralegur flokkur sem bauð fram í fyrsta sinn, hlaut 13 prósent atkvæða.

Femínistar fengju sjö prósent

Nýja femínistaframboðið í Svíþjóð, sem Gudrun Schyman og samherjur hennar hafa boðað, myndi fá um sjö af hundraði atkvæða ef þingkosningar færu fram nú. Slíkt fylgi myndi skila flokknum 24-27 þingsætum. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar, sem gerðar voru eftir að tilkynnt var um framboðið á mánudaginn.

Úrræði vantar fyrir forfallna

Alls hafa 502 núlifandi landsmenn komið oftar en tíu sinnum til meðferðar á meðferðarsjúkrahúsinu Vogi. Er það tæplega þrjú prósent allra sem þangað hafa sótt.

Norskur Malagafangi

Lögregla á Spáni hefur handtekið norskan mann, sem grunaður er um að vera forsprakki glæpagengis sem rændi banka í Stafangri í fyrra, þar sem lögreglumaður var skotinn til bana. Maðurinn er 29 ára og heitir David Alexander Toska, en hann var handsamaður á þriðjudag í Malaga á Suður-Spáni, nákvæmlega upp á dag ári eftir að ránið var framið.

Bensínið hækkaði hjá Essó og Olís

Essó og Olís hækkuðu bensínverð seint í gær. Essó hækkaði lítrann af bensíni um 1,9 krónur og er algengasta verð þess 102,5 krónur.

Segir tillögur sögulega sáttagjörð

Söguleg sáttagjörð hefur tekist í fjölmiðlamálinu, að mati menntamálaráðherra. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka kynntu í dag sameiginlega niðurstöðu þar sem miðað er við að enginn megi eiga meira en fjórðungshlut í útbreiddustu fjölmiðlunum. Ráðherra hyggst leggja fram frumvarp um málið á Alþingi í haust.

Tillögur varða alla einkafjölmiðla

Ef tillögur fjölmiðlanefndarinnar verða að lögum, líkt og menntamálaráðherra boðar, verður skylt að breyta eignaraðild á öllum stærstu einkareknu fjölmiðlunum á landinu, 365 miðlum, Morgunblaðinu og Skjá einum. </font /></b />

Stjórn RÚV setur reglur um fréttir

Samkvæmt nýju frumvarpi menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið hefur stjórn RÚV heimild til að setja reglur um fréttaflutning. Ögmundur Jónasson segir það færa pólitísk skipaðri stjórn auknar lagalegar heimildir til afskipta. Menntamálaráðherra segir að ekki sé ætlunin að stjórn RÚV skipti sér af dagskrá.</font />

Færri ungmenni í vímuefnameðferð

Fólki yngra en nítján ára fækkar á meðferðarsjúkrahúsinu Vogi. Toppnum var náð árið 2002 þegar 294 ungmenni fóru í meðferð. Í fyrra voru þau 237 og fækkaði um nítján á milli ára. Fjórtán ára piltur var yngstur þeirra sem fór í meðferð í fyrra.

Líkist Bankastræti á Menningarnótt

"Bankastræti á Menningarnótt!“ Þannig lýsir Íslendingur andrúmsloftinu og mannmergðinni sem nú er í miðborg Rómar vegna útfarar Jóhannesar Páls páfa annars á morgun.

Eyjafjörður verði eitt sveitarféla

Sameiningarnefnd sveitarfélaga hefur lagt til að níu sveitarfélög á Eyjafjarðarsvæðinu sameinist. Aðeins Grímseyjarhreppur mun standa einn. Sameining sveitarfélaga við Eyjafjörð nýtur mest fylgis á meðal íbúa þéttbýlisstaðanna fjögurra við Eyjafjörð.

Gjaldfrjálsir leikskólar heilsubót

Góð fjárhagsstaða bætir heilsuna. Hjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu segir gjaldfrjálsa leikskóla geta stuðlað að því að börn eigi jafnari möguleika á góðri heilsu.

Fischer boðið til Siglufjarðar

Valgeir Sigurðsson, Siglfirðingur og fyrrum veitingamaður í Lúxemborg, hefur boðið Bobby Fischer í heimsókn til Siglufjarðar en Valgeir er mikill stuðningsmaður skákmeistarans.

Umferðaróhöppum fækkar lítið

Ef allir Íslendingar ækju á löglegum hraða mætti draga úr banaslysum í umferðinni um 40 til 45 prósent að mati verkefnastjóra Umferðarstofu. Í nýrri ársskýrslu stofunnar kemur fram að umferðaróhöppum fækkaði lítið sem ekkert á síðasta ári en færri slasast nú en áður.

Svikin loforð í vegamálum

Formenn stjórnarflokkanna lofuðu fyrir síðustu kosningar að unnið yrði fyrir tæpan milljarð króna á næsta eina og hálfa ári í að byggja upp Gjábakkaveg, Suðurstrandarveg og veginn um Hellisheiði. Ekkert af þessu gekk eftir. Vegagerðin tekur þó sökina að nokkru á sig.

Nærbuxum stolið í tugþúsundatali

Eign þvottahúss spítalanna, nærbuxum með þessari áletrun, er stolið í tugþúsundatali ár hvert. Svo virðist sem ekkert fái stöðvað þessa gripdeild sem kostar skattborgara milljónir króna.

Segjast ætla að sleppa Súdönum

Uppreisnarhópur í Írak sagðist í dag ætla að sleppa tveimur súdönskum bílstjórum sem hann hefði rænt í síðasta mánuði. Kom þetta fram í yfirlýsingu frá hópnum á vefsíðu íslamista. Þá sendi uppreisnarhópurinn, sem ber nafnið Her íslams í Írak, frá sér myndband þar sem Súdanarnir tveir iðrast þess að hafa unnið fyrir Bandaríkjamenn í landinu og biðjast vægðar.

Tarak náðaður en útlægur

Lögfræðingur hundsins Tarak, Jón Egilsson, ætlar að leita leiða í fullri sátt til að hundurinn fái að vera áfram hjá eigendum sínum í Reykjavík. Hann kvað það þó skipta mestu að hundurinn fengi að lifa.

Þökkuðu fyrir björgun sjómanna

Samskip færðu Sjóbjörgunarstöð Færeyja rúmlega eina milljón króna að gjöf í hófi sem haldið var í Þórshöfn í Færeyjum til að minnast eins árs starfsafmælis skrifstofu Samskipa þar. Það var Knútur G. Hauksson, forstjóri Samskipa, sem afhenti Joen Jakob Jakobsen, formanni Sjóbjörgunarstöðvarinnar, gjöfina sem þakklætisvott fyrir þeirra þátt í björgun sjómanna af Jökulfellinu í febrúar síðastliðnum.  

Nýr vegur yfir Svínahraun

Unnið er að nýjum veg á Hellisheiði. Um er að ræða sex kílómetra kafla sem nær frá Litlu Kaffistofunni og yfir í Hveradalabrekkur, að sögn Sigurðar Jóhannssonar deildarstjóra nýframkvæmda hjá Vegagerðinni.

Sjá næstu 50 fréttir