Erlent

Gaf sig fram við lögreglu í morgun

Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið annan mannanna sem hafa verið eftirlýstir í tengslum við morðið á leigubílstjóranum Torben Vagn Knudsen um páskana, en hann var bútaður í nokkra hluta og þeir skildir eftir á tveimur stöðum í borginni. Maðurinn sem handtekinn var heitir Jared Heller og er bandarískur, en hann gaf sig fram við lögreglu snemma í morgun eftir að hafa verið eftirlýstur í um viku. Hann er ásamt Súdananum Ahmed Rahma grunaður um hafa ráðið Knudsen bana með því að stinga hann mörgum sinnum og búta svo með sög. Fæturnir og hönd af Kndusen fundust laugardaginn 26. mars í miðborg Kaupmannahafnar og tveimur dögum síðar, á annan í páskum, gekk maður fram á búkinn í húsasundi nokkur hundruð metra frá þeim stað þar sem fæturnir og höndin fundust. Súdaninn Rahma, sem gengur undir viðurnefninu Jagúarinn, er hins vegar enn ófundinn og er óttast að hann hafi farið úr landi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×