Erlent

IRA íhugar að leggja niður vopn

Írski lýðveldisherinn, IRA, segist munu íhuga tilmæli Gerrys Adams, leiðtoga Sinn Fein, sem í gær hvatti IRA til að leggja niður vopn og hætta vopnaðri baráttu gegn yfirráðum Breta á Norður-Írlandi. Pólitískir andstæðingar Sinn Fein segja málið allt eitt stórt leikrit, vandlega skipulagt sem innlegg í bresku kosningabaráttuna. Allir viti að Sinn Fein þurfi ekki að tala við IRA í gegnum fjölmiðla og almenning, samskiptin þar á milli séu nánari en svo.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×