Erlent

Brúðkaup eftir jarðarför

Kominn beint úr jarðarför páfa gengur Karl Bretaprins í dag að eiga Camillu Parker Bowles í borgaralegri hjónavígslu í Windsor vestur af Lundúnum. Sjónvarpað verður frá kirkjulegri blessunarathöfn í kapellu Windsor-kastala í framhaldi af vígslunni. Karl prins hefur ekki átt sjö dagana sæla í breskum fjölmiðlum að undanförnu og í gær bættist eitt atvikið við sem var illa tekið heima fyrir. Í útför páfa, sem varð til þess að brúðkaupinu var frestað um einn dag, varð Karli á að taka í hönd Roberts Mugabe, forseta Zimbabwe, sem mættur var í útförina fram hjá ferðabanni Evrópusambandsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×