Erlent

Prinsessa fæðist

Martha Lovísa Noregsprinsessa og eiginmaður hennar, rithöfundurinn Ari Behn, eignuðust í gær dóttur sem gefið hefur verið nafnið Leah Isadora. Að því er segir í tilkynningu frá norsku hirðinni kom stúlkan í heiminn á orlofssetri hjónanna, Bloksbjerg, á eyju suður af Fredrikstad í Suður-Noregi. "Móður og barni heilsast vel," segir í tilkynningunni. Fyrra barn þeirra hjóna, prinsessan Maud Angelica, verður tveggja ára í lok mánaðarins. Nýja prinsessan Leah Isadora telst vera númer fimm í erfðaröðinni að norsku krúnunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×