Erlent

Lækkun fimmta daginn í röð

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði í gær, fimmta daginn í röð. Við lokun markaða hafði verðið á olíufatinu lækkað um fjóra Bandaríkjadali frá því í byrjun vikunnar. "Þetta var löngu tímabær leiðrétting," hefur AP-fréttastofan eftir Mike Fitzpatrick, miðlara við Fimat USA Inc. í New York. Á mánudag fór verðið á markaði í New York í 58 dali en var komið niður í 53,3 dali við lokun í gærkvöldi. Á Lundúnamarkaðnum lækkaði verðið um nærri heilan dal í gær, niður í 52,90.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×