Erlent

Íslendingar einna hamingjusamastir

Íslendingar eru ein af hamingjusömustu þjóðum í heimi samkvæmt niðurstöðum nýrrar alþjóðlegrar könnunar sem greint var frá í Berlingske Tidende í gær. Íslendingar mældust ásamt Írum í fjórða til fimmta sæti yfir þær þjóðir þar sem hamingjan er mest með 7,8 í einkunn á skalanum 0 til 10. Í efstu þrem sætunum voru íbúar Danmerkur, Sviss og Möltu með átta í einkunn. Könnunin náði alls til 90 landa um allan heim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×