Erlent

Reynt að spilla sögulegri rútuferð

Uppreisnarmenn í Kasmír-héraði á Indlandi gerðu í morgun árás á rútu sem fór í fyrstu áætlunarferðina á milli indverska og pakistanska hluta héraðsins í nærri sextíu ár. Samkvæmt fyrstu fréttum sakaði þó engan. Gríðarleg öryggisgæsla var á svæðinu í morgun þegar rútan lagði af stað. Fyrsta ferðin átti upphaflega að vera í gær en þá réðust tveir uppreisnarmenn inn á umferðarmiðstöðina, þaðan sem fara átti, skutu þar í allar áttir og kveiktu í byggingunni með sjálfsmorðssprengjum. Skelfingu lostnir farþegar áttu fótum sínum fjör að launa. Áætlunarferðirnar eru hluti af friðartilraunum á milli landanna tveggja sem hafa barist um yfirráð í Kasmír-héraði í áratugi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×