Erlent

Skilur ekki óbeit í garð Fischers

Anatolí Karpov, fyrrverandi heimsmeistari í skák, segist ekki skilja óbeit bandarískra stjórnvalda í garð Bobbys Fischers, mannsins sem margir telja mesta skákmann sem bandaríska þjóðin hefur alið. Karpov sagði þetta í viðtali í tengslum við fyrirlestur i Háskólanum í Maryland í gær og rifjaði upp hversu mikilks virði heimsmeistaratitill Fischers var sjálfsímynd Bandaríkjamanna, en eins og menn muna stóð Kalda stríðið á milli Bandaríkjamanna og Sovétmanna hvað hæst og Sovétmenn höfðu verið einráðir á toppnum í skáklistinni um langt skeið. Karpov sagðist vorkenna Fischer fyrir þá stöðu sem han væri í þótt hann væri ekki sammála ummælum Fischers um Bandaríkjamenn en tími væri kominn til þess af beggja hálfu að sættast.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×