Erlent

Hótaði dómara í dómssal

Baskneskur aðskilnaðarsinni, meðlimur herskáu samtakanna ETA, var rekinn úr dómssal eftir að hann ógnaði dómaranum með því að beina hendi sinni að honum og líkja eftir því að hann væri að skjóta hann með skammbyssu. Þetta gerði hann þegar tekin var fyrir ákæra á hendur honum fyrir að ógna öðrum dómara með sama hætti. Ignacio Javier Bilbao Goicoechea ógnaði rannsóknardómaranum Baltasar Garzon með sama hætti fyrir tveimur árum og sagðist þá mundu myrða hann. Saksóknari fór fram á 30 mánaða fangelsisdóm yfir Goicoechea.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×